Grænlandsdagur í Kringlunni!

Við Róbert Lagerman áttum stórkostlegar stundir í Kringlunni, sunnudaginn 24. nóvember, þar sem við kynntum starf Hróksins og Kalak á Grænlandi, og tókum við gjöfum til barnanna í Upernavik. Á morgun höldum við og Jósep Gíslason áleiðis til Nuuk með Flugfélagi Íslands og þaðan norður á 73. breiddargráðu, þar sem efnt verður til allsherjar veislu með áherslu á skák, tónlist, vináttu og gleði. Takk, þið öll sem komuð húfur, vettlinga, liti, leikföng og fleira skemmtilegt. Og takk, þið öll sem styðjið okkur í orði og verki! Söfnunarreikningur Hróksins er 513-26-1188 og kennitala 620102-2880. Áfram Grænland!

Facebook athugasemdir