Pólverjar hafa átt marga frækna skákmeistara og einn þeirra sem menn kannast lítt við nú á dögum er Dr.Joseph Cukierman (einnig verið skrifað Zukerman) Joseph fæddist í bænum Białystok í Póllandi árið 1900.
Cuikirman flutti ungur til Rússlands og var orðinn öflugur skákmaður um tvítugt og vann óvæntan sigur á Skákþingi Moskvu 1920-21. Skákir hans þóttu tefldar í léttleikandi sóknarstíl. Cukierman náði síðan góðum árangri í ýmsum mótum og gerði m.a. jafntefli við Capablanca. Eftir að hafa unnið skákþingið í heimabæ sínum 1926 og eftir að hafa lokið læknanámi flutti hann alfarið til Frakklands. Hann vann þar Tartakover í frægri skák þegar hann tryggði sér titilinn skákmeistari Parísar 1930.
Cukierman framdi sjálfsmorð árið 1941 í París þegar gyðingaofsóknir nasista voru á fullum sving og dauðinn vofði yfir honum við hvert fótmál. (hvern leik)
Nokkrar skákir Cukierman hafa þó lifað góðu lífi og má finna prentaðar í ýmsum bókum og blöðum. Snilldarverk hans við Voisin tefld í París þykir ein fallegasta skák sem pólverji hefur teflt og það er óhætt að segja það að andi Morphys svífi yfir vötnum í mátsókninni. Andstæðingur hans var þrautreyndur kappi sem m.a. tefldi á nokkrum Olympíumótum fyrir Frakkland.
París 1929
Hvítt: Joseph Cukierman
Svart: Andre Voisin
Á Parísar Meistaramótinu 1930 tapaði hinn heimsfrægi Tartakover aðeins einni skák og það var gegn Cukierman og lokin þar eru stórskemmtileg.
Hvítt: Joseph Cukierman
Svart: Savielly Tartakower
Stundum hafa menn úthugsað sniðuga leið til að vinna drottningu andstæðingsins en í eftirfarandi skák gerast mjög skemmtilegir hlutir. Svartur (Cukirman) er í stórsókn á kóngsvæng þegar Regedzinski með hvítu leikur varnarleik gegn hxg3 með 16.Bd6 en hvítur hefur séð að ef 16.Bxd6 fellur hvita drottningin með 17.Rg5 en samt sem áður,ja þá gerist þetta…
Pólland 1926
Hvítt: Teodor Regedzinski
Svart: Joseph Cukierman