Gjöfum safnað fyrir grænlensk börn!

Liðsmenn Hróksins eru þessa dagana að smala saman gjöfum, vinningum og verðlaunum fyrir börnin á Grænlandi, en leiðangur okkar heldur til Kulusuk í næstu viku. Þaðan liggur leið til Tasiilaq og fleiri þorpa. Í dag fóru Valdimar Halldórsson og Hrafn Jökulsson í Íslandsbanka sem leggur til 25 gæðatöskur. Það var Hjalti Rögnvaldsson sem afhenti gjöfina. Af öðrum sem gefa vinninga má nefna Flugfélag Íslands, Bónus, Landsbankann, Tiger, Arion banka, N1, Mílu, Nóa Síríus, Sólarfilmu, Henson, Hafnarfjarðarhöfn, Bobby skákverslun og skákfrömuðinn Siguringa Sigurjónsson, sem gefur 300 taflkver á grænlensku! Fjölmargir einstaklingar gefa taflsett og aðrar gjafir, og á laugardag ætlar skákdeild Fjölnis að safna gjöfum handa grænlensku börnunum! Hafið samband ef þið vilja veraa með í gjafaloftbrúnni miklu 

Facebook athugasemdir