Gjafaloftbrú til Grænlands!

Jólasveinar Hróksins á ferð & flugi!
Við Stefán Herbertsson og Valdimar Halldórsson vorum á ferð í flugi í dag að ná í enn fleiri vinninga, gjafir og verðlaun fyrir börnin á Austur-Grænlandi — leiðangur okkar leggur í hann miðvikudaginn 19. febrúar. Myndir dagsins: 1. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Gíslason hjá N1 afhenda Stefáni glaðning til barnanna. 2.Halldor Einarsson í Henson, okkar gamli vinur, hefur gefið marga gjöf til Grænlands. 3. Höfðingjarnir Þórhallur Birgisson og Ágúst Birgisson hjá Sólarfilmu gefa sniðugar gjafir. 4. Höfðinginn Siguringi Sigurjónsson tilbúinn með 300 skákkver á grænlensku, takk fyrir. 5. Hjalti Rögnvaldsson afhenti 25 gæðatöskur frá Íslandsbanka.

Aðrir sem gefa vinninga og verðlaun eru m.a. Flugfélag Íslands, Bónus, Landsbankinn, Tiger, Arion banki, Bobby skákverslun, Míla, Hafnarfjarðarhöfn og Nói Síríus.

Þá hafa ýmsir einstaklingar lofað glaðningi og undrabörnin í skákdeild Fjölnis ætla ekki að láta sitt eftir liggja. Þó nokkrir hafa líka keypt taflsett handa börnum á Grænlandi, með 2000 króna framlagi.

Takk þið öll, sem hugsið hlýlega til vina okkar á Grænlandi! Sendið mér línu ef þið getið og viljið vera með í gjafa-loftbrú til Grænlands.

.


Created with flickr slideshow.

Facebook athugasemdir