Galdrað með Róbert í Kolgrafarvík: Dularfulla fjórpeðið

3Við Róbert Lagerman höfum teflt óteljandi skákir. Hann vinnur auðvitað oftast. En það er langt síðan úrslitin urðu aukaatriði. Nú erum við alltaf að leita að fallegustu útkomunni.

Tökum einvígi okkar í Kolgrafarvík sem dæmi.

Kolgrafarvík gengur inn af Trékyllisvík í Árneshreppi. Kolbeinsvík er stór, það er eins og hún breiði út faðminn mót norðrinu. Þar er góður reki.

Þarna voru brenndir þrír meintir galdramenn á framanverðri 17. öld. Þrír bændur úr Árneshreppi. Sakarefni vægast sagt sérkennileg.

4Og þarna tefldum við Róbert þessa skák.

Við Róbert höfum verið í fararbroddi Hróksins, síðan við settum félagið á laggirnar, haustið 1998…

Við höfum verið á Grænlandi, Afríku og Balkanskaganum, að útbreiða fagnaðarboðskap Hróksins: ,,Við erum ein fjölskylda.“

Við förum í Barnaspítala Hringsins í hverri viku, og við vökum yfir skáklífinu í Vin, sem er athvarf á vegum Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir.

Við eigum okkar þann draum að heimsækja allar byggðir á Grænlandi, og færa þangað skákina og vináttu Íslendinga.

Og við gerum margt fleira í Skákfélaginu Hróknum.

En skákir okkar Róberts eru merkilegar. Þarna endaði svartur með FJÓR-PEÐ… og sólin dansaði við hafflötinn, og eldurinn byrsti sig í Kistuvík og við Róbert tefldum enn eina ódauðlega skák…

Facebook athugasemdir