Fyrsta undrastúlkan í skák: Hin sjö ára Jutta sem gat teflt sex blindskákir samtímis

juttahempel_hiresSagan af Juttu Hempel er eins og úr ævintýri. Hún fæddist í Flensborg í Þýskalandi 27. september 1960. Þegar hún var þriggja ára gat hún endurtekið, frá byrjun til enda, skákir sem hún horfði á. Daginn sem hún varð sex ára tefldi hún fjöltefli gegn 12 fullorðnum andstæðingum og gjörsigraði.

Hún gat teflt sex blindskákir samtímis þegar hún var sjö ára.

Jutta Hempel var undrabarn. Hún var fyrsta ,,undrastúlkan“ í skákinni, áður höfðu kornungir drengir sýnt tilþrif á taflborðinu.

Skákir hennar eru til marks um ótrúlega hæfileika. Hún hefði kannski getað lagt heiminn að fótum sér. En í kringum unglingsaldur dvínaði áhuginn á skák og Jutta Hempel steinhætti að tefla.

Það var ekki fyrr en Polgar-systur komu fram á sjónarsviðið mörgum árum seinna að undrastúlkur létu að sér kveða.

En þá var Jutta Hempel flestum gleymd. Og hún virðist alveg sátt við það. En hér fylgir dásamlegt myndband af Juttu litlu að tefla fjöltefli. Kíkið sömuleiðis á skákirnar hennar!

Sjá nánar

Jutta Hempel teflir fjöltefli á 6 ára afmælinu

Skák sem Jutta Hempel tefldi 5 ára gömul http://www.chessgames.com/perl/chessgame?gid=1556333

Facebook athugasemdir