FRIÐRIK ÓLAFSSON GERÐUR AÐ HEIÐURSBORGARA REYKJAVÍKUR

FRIÐRIK ÓLAFSSON í Höfða 28.  jan. 2015 ese.2015 17-22-028Það ríkti mikil ánægja í Höfða í dag þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri lýsti við hátíðlega athöfn Friðrik Ólafsson, stórmeistara, heiðursborgara Reykjavíkur, fyrir framlag hans til skáklistarinnar og íslensks skáklífs.  Ennfremur fyrir að hafa haldið nafni lands og þjóðar og ekki hvað síst  Reykjavíkur á lofti með miklum sóma.

Friðrik Ólafs­son er sjötti maður­inn sem gerður er að heiðurs­borg­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. Þeir sem hlotið hafa þessa nafn­bót áður eru; séra Bjarni Jóns­son árið 1961, Kristján Sveins­son augn­lækn­ir árið 1975, Vig­dís Finnbogadóttir árið 2010, Erró árið 2012 og Yoko Ono árið 2013.

IMG_2701Með því að sæma Friðrik Ólafs­son heiðurs­borg­ara­titli vill Reykja­vik­ur­borg þakka Friðriki fyr­ir ár­ang­ur hans og af­rek á sviði skák­list­ar­inn­ar, sagði borgarstjóri í ávarpi sínu. Í tilefni af 80 ára afmæli hans á dögunum er vel við hæfi að heiðra hann með þessum hætti fyr­ir dýr­mætt fram­lag hans til ís­lenskr­ar menn­ing­ar á þeim tíma­mót­um, sagði hann ennfremur, um leið og hann rakti afreksferil Friðriks á skáksviðinu sem eins albestu skákmeisturum heims og störf hans sem forseta Alþjóðaskáksambandsins á sínum tíma við að útbreiða skákina á heimsvísu.

Friðrik þakkaði þennan mikla heiður sér sýndan með snjöllu ávarpi á léttum nótum og vitnaði til kvæða Einars Benidiktssoar skálds, þar sem hann líkir skákinni við lífið sjálft.

Fjölmargir gestir voru við athöfnina, þekktir skákmeistarar og skákunnendur, auk vina Friðriks og ættingja og fyrrum samstarfsmanna hans á Alþingi, þar sem hann var skrifstofustjóri í um aldarfjórðung.  Var þessari útnefningu Friðriks sem heiðursborgara gifurlega vel fagnað.

FRIÐRIK heiðursborgari-001

Tveir heiðursmenn í Höfða  ESE 28.1.2015 17-23-19 28.1.2015 17-23-19.201...

Facebook athugasemdir