Fórnir í Frakklandi: Fiona Steil-Antoni malar mótherjann

Frakklandsmót skákfélaga hófst á laugardag. 12 sterkustu lið landsins mætast í keppni um meistaratitilinn, en deildin er ein af þrem allra sterkustu í heimi. Tefldar eru 11 umferðir, eða allir við alla og er teflt á 8. borðum.

Keppendalistinn er ekki af verri endanum, en þar sitja m.a. að tafli: Wesley So (2775), Anish Giri (2775), David Navara (2754) og Radoslaw Wojtaszek (2740).

Ekki má gleyma heimamönnunum, þeim: Maxime Vachier-Lagrave (2726) , Laurent Fressinet (2717) og Etienne Bacrot (2704)

Alls sitja 96 skákmeistarar að tafli í hverri umferð, sem flestir eru titilhafar.

Talsvert var af óvæntum úrslitum í 1. umferðinni í dag, en fáir komast með tærnar þar sem GM Radoslaw Wojtaszek (2740) er með hælana í þeim efnum, því hann tapaði fyrir IM Jules Moussard (2444). Fleiri lentu í vandræðum í umferðinni s.s. Anatoly Vaisser (2530) sem tapaði fyrir Xavier Bedouin (2336).

Skákstaðurinn

Skákstaðurinn

Laurent Fressinet (2717) gerði aðeins jafntefli við Samy Shoker (2484), GM Vladimir Baklan (2633) gerði jaftefli við Sebastien Tranchant (2275) og GM Igor-Alexandre Nataf (2534) gerði jafntefli við FM Julien Saada (2296).

Góðu fréttir umferðarinnar eru að Maxime Vachier-Lagrave vann skák í fyrsta skipti í 94 daga, en á þeim tíma hefur hann teflt 28 skákir. Gott hjá Maxime sem tekur þátt í Noregsmótinu sem hefst 15. júní, en þar verða margir af sterkustu skákmönnum heims.

Íslandsvinurinn WIM Fiona Steil-Antoni (2094) teflir á 8. borði fyrir félagið Vandoeuvre Les Nancy og mætti Carole Forestier (2072) í afar fjörugri skák í dag. Carole sem var með hvítt, sótti fast að svörtu kóngsstöðunni, en hafði ekki erindi sem erfiði. Fiona varðist og sneri taflinu sér í hag og vann með skemmtilegum lokahnykk.

Skák dagsins – gjöriði svo vel!

Facebook athugasemdir

Frakklandsmót skákfélaga hófst á laugardag. 12 sterkustu lið landsins mætast í keppni um meistaratitilinn, en deildin er ein af þrem allra sterkustu í heimi. Tefldar eru 11 umferðir, eða allir við alla og er teflt á 8. borðum. Keppendalistinn er ekki af verri endanum, en þar sitja m.a. að tafli: Wesley So (2775), Anish Giri (2775), David Navara (2754) og Radoslaw Wojtaszek (2740). Ekki má gleyma heimamönnunum, þeim: Maxime Vachier-Lagrave (2726) , Laurent Fressinet (2717) og Etienne Bacrot (2704) Alls sitja 96 skákmeistarar að tafli í hverri umferð, sem flestir eru titilhafar. Talsvert var af óvæntum úrslitum í 1. umferðinni í dag, en fáir komast með tærnar þar sem…

Stjörnugjöf

Stjörnugjöf lesenda: 4.78 ( 2 atkvæði)