Skák dagsins

Keisari gegn hershöfðingja!

Korsíkumaðurinn Napoleon Bonaparte (1769-1821) var sagður ástríðufullur skákmaður. Þrjár skákir hafa varðveist, honum eignaðar. Ein er gegn hinni undurfögru Madame De Remusat, önnur er gegn ,,fyrstu skáktölvunni“ en svo var Tyrkinn kallaður, og loks er það skák sem gamli keisarinn er sagður hafa teflt í útlegðinni á St. Helenu gegn Bertrand (1773-1844) hershöfðingja, sem átti ævintýralega ævi. Hér er skákin sem ...

Lesa grein »

Friðrik leggur töframanninn

Alþjóðamótið í Las Palmas 1975 var mjög vel skipað. Þarna voru tveir heimsmeistarar, Tal og Petrosjan. Og brasilíska goðsögnin Mecking, stórvinur okkar Hort, og sænska jafnteflisvélin Andersson.  Okkar eini sanni Friðrik Ólafsson stóð sig með miklum ágætum á mótinu, hlaut 9 vinninga í 14 skákum. En senuþjófurinn var Ljubojevic, sem rakaði saman 11 vinningum, en næstir komu Tal og Mecking ...

Lesa grein »