Skák dagsins

Viktor grimmi afhausar Caruana

Hann er goðsögn: Viktor Lvovich Korchnoi tefldi tvisvar sinnum um heimsmeistaratitilinn, varð fjórum sinnum skákmeistari Sovétríkjanna, sex sinnum í sigurliði á ólympíuskákmóti. Hann fæddist 23. mars 1931 í Leníngrad, af gyðingaættum eins og svo ótrúlega margir af fremstu skákmönnum sögunnar. Korchnoi flúði Sovétríkin 1976 og skildi fjölskylduna eftir — Friðrik Ólafsson frelsaði það góða fólk þegar hann var forseti FIDE ...

Lesa grein »

Hermann fer á kostum

Hinn ungi og bráðefnilegi Jón Kristinn Þorgeirsson er efstur á Framsýnarmótinu sem Skákfélagið Huginn stendur fyrir nú um helgina á Húsavík. Jón Kristinn var með 5,5 vinning eftir 6 umferðir af 7, og hafði auk þess nælt sér í næstum 50 skákstig! Annar ungur snillingur, Símon Þórhallsson, er í 2. sæti með 4,5 vinning en næstir koma Haraldur Haraldsson og ...

Lesa grein »

Skákkennarinn lætur verkin tala!

Einn af ötulustu skákkennurum landsins er Eyjamaðurinn Björn Ívar Karlsson. Björn hefur nú um nokkurra ára skeið kennt í grunnskólum landsins ásamt því að sinna einkakennslu. Björn er þó enn mjög harður skákmaður og hefur vald á gríðarlega mörgum stöðutýpum ásamt því að búa yfir ótrúlegu minni. Á dögunum lét Björn verkin tala þegar Taflfélag Vestmannaeyja beið lægri hlut gegn ...

Lesa grein »

Róbert lagði margfalda Íslandsmeistarann

Róbert Lagerman er margt til lista lagt eins og skákáhugamenn ættu að vera farnir að þekkja. Það eru ekki margir sem búa yfir alþjóðlegum og viðurkenndum gráðum þegar kemur að skákkennslu, skákdómgæslu, skákiðkun svo eitthvað sé nefnt! Í kvöld atti sveit Vinaskákfélagsins kappi við grjótharða og þaulvana sveit hins rótgróna Taflfélags Reykjavíkur (TR). Fyrir sveit TR fór hinn tólf-faldi Íslandsmeistari í skák, ...

Lesa grein »

Meistarinn í græna frakkanum á Cafe de la Régence

Cafe de la Régence í París var í árhundruð ein helsta vin skákgyðjunnar í heiminum. Þangað komu, fyrr eða síðar, helstu meistarar Evrópu og skoruðu á hina víðfrægu heimamenn. Um langan aldur var François Antoine de Legall de Kermeur meistarinn á Cafe de la Régence, og þar með í heiminum. Hann fæddist 1702 og lifði allt til 1792. Samtíðarmaður hans lýsir því ...

Lesa grein »

Drottningarfórn í 13. leik!

Hann hét Alexander Dmitrievich Petrov og fæddist í St. Pétursborg 12. febrúar 1794 (sama ár og kaffi var bannað í Svíþjóð með konunglegri tilskipun), lærði að tefla 4ja ára og var orðinn besti skákmaður heimaborgar sinnar kringum tvítugt. Fáar skákir Petrovs hafa varðveist, en hann vann einvígi gegn öflugum meisturum á borð við Carl Friedrich von Jaenisch. Saman rannsökuðu þeir ...

Lesa grein »

Flugeldasýning Friðriks í Hastings

Um áramótin 1953/4 tók Friðrik Ólafsson þátt í skákþinginu fræga í Hastings. Friðrik var þá á 19. ári og að springa út sem einn efnilegasti skákmaður heims. Árið 1953 hafði hann bæði sigrað á Íslandsmótinu og Norðurlandamótinu, og á næstu árum komst hann í hóp þeirra bestu. Friðrik stóð sig með prýði í Hastings, varð í 4.-7. sæti af 10 ...

Lesa grein »

Sprengjuveisla Róberts!

Róbert Lagerman er einhver allra skemmtilegasti sóknarskákmaður landsins og þótt víðar væri leitað. Skákáhugamenn af öllum stærðum og gerðum ættu því að nota tækifærið á Menningarnótt, á laugardag, milli 13 og 16, en þá mun meistarinn tefla við áskorendur um borð í trillunni Óskari Matt VE sem er bundin við bryggju í gömlu höfninni, beint fyrir neðan veitingastaðinn Kopar, Geirsgötu ...

Lesa grein »

Biskup í óvissuferð!

Allir skákáhugamenn ættu að þekkja Walter S. Browne, bandaríska stórmeistarann sem sigraði á Reykjavíkurmótinu 1978. Hann fæddist 10. janúar 1949 í Ástralíu en gerðist bandarískur ríkisborgari á áttunda áratug síðustu aldar. Browne sigraði 6 sinnum á bandaríska meistaramótinu, aðeins snillingarnir Reshevsky og Fischer gátu státað af fleiri sigrum. Enginn bandarískur skákmaður hefur unnið fleiri sigra á opnum mótum, auk þess ...

Lesa grein »

Tatari tætir í sig töframann

Hann fæddist árið 1912 og var af Tataraættum frá Kasakstan, varð munaðarlaus í bernsku og var alinn af bróður sínum í sárri fátækt. Rashid Nezhmetdinov lærði mannganginn með því að horfa á aðra tefla, og sýndi strax afburða hæfileika. Þetta var á þeim tímum þegar veldi Sovétríkjanna var nánast algert í skákheimum: Botvinnik, Tal, Spassky, Petrosjan, Smyslov, Korchnoj, Keres… Aðeins ...

Lesa grein »

Greco — bestur í heimi!

Var besti skákmaður 17. aldar Ítali eða Grikki? Við vitum það ekki. Við vitum hinsvegar að hann var sumstaðar skrifaður Gioacchino Greco og er talinn fæddur aldamótaárið 1600. Hann er hlekkurinn á milli Ruy López Segurra (ca. 1530-1580) og Francois-André Danican Philidor (1726-1795). Ruy López var ekki bara maðurinn á bakvið spænska leikinn, hann var fremstur í veröldinni í fáeina ...

Lesa grein »

Ný gullöld Persíu?

Í hinn fornu Persíu, þar sem nú heitir Íran, var blómlegt skáklíf. Íran endaði í 48. sæti á Ólympíuskákmótinu í Tromsö, sem hljóta að teljast nokkur vonbrigði eftir ágæta byrjun. Stjarna sveitarinnar var 19 ára gamall alþjóðameistari Pouya Idani (2496). Hann var meðal keppenda á N1 Reykjavíkurskákmótinu 2014 og stóð sig bærilega í Hörpu, fékk 6,5 vinning af 10 mögulegum ...

Lesa grein »

Drottning leggur kóng!

Í september 2002 voru flestir bestu skákmenn heims í Moskvu, þar sem fram fór viðureign Rússlands og heimsins að öðru leyti. Í heimsliðinu voru m.a. Anand, Ivanchuk, Shirov, Short — og Judit Polgar, fremsta skákkona sögunnar sem nú er að tylla sér í helgan stein. Í rússneska liðinu voru miklar kanónur líka: Kasparov, Karpov, Kramnik, Svidler, Grischuk og fleiri ofurstórmeistarar frá ...

Lesa grein »

Handbragð heimsmeistarans

Það eru næstum 2000 stórmeistarar í heiminum. Einn þeirra er Nikola Djukic frá Svartfjallalandi. Hann er kannski dæmigerður stórmeistari: Rúmlega þrítugur og með 2521 stig. Hátindur á skákferli hans var sigur á meistaramóti Svartfjallalands og Serbíu árið 2004. Djukic leiðir lið sitt á Ólympíuskákmótinu og hann fékk að kljást við sjálfan Magnus Carlsen í 3. umferð. Þeir höfðu einu sinni ...

Lesa grein »

Hann er margur landsleikurinn: Bandarísku jómfrúreyjar vs Tógó

Allar viðureignir á Ólympíuskákmótinu eru þrungnar spennu. Þarna fara fram 85 landsleikir — samtímis! Á dögunum mættust til dæmis Tógó og Bandarísku jómfrúreyjar. Sveit Tógó leiðir Wezou Henri Dongo en William van Rensselaer fer fyrir eyjamönnum. Tógó hafði byrjað illa á mótinu en sótti 2 vinninga og jafntefli í greipar van Rensselaer og félaga. Í 5. umferð vann Tógó svo ...

Lesa grein »

Palestína leggur Guernsey í Tromsö

Hin hrjáða Palestína á sína fulltrúa á Ólympíuskákmótinu. Oddviti sveitar þeirra í opnum flokki er Ahmed Shobaita, sem fæddur er 1983 og er með 2067 skákstig. Palestínumenn byrjuðu illa: töpuðu 4-0 í 1. umferð og mættu svo aðeins of seint í 2. umferð, svo skákirnar voru dæmdar þeim tapaðar. En nú þeir komnir í gang, gerðu jafntefli við Jórdaníu í ...

Lesa grein »

Hitað upp fyrir Caruana

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2877 skákstig) virðist í góðu formi á Ólympíuskákmótinu. Í fjórðu umferð mætti hann besta skákmanni Pólverja, Radoslaw Wojtaszek (2735) en hann var aðstoðarmaður hjá Anand í einvígjum um heimsmeistaratitilinn 2008 og 2010, er nú 27 ára og hefur unnið mörg góð afrek. Carlsen tefldi dæmigerða Carlsen-skák, eins og Gary Kasparov sagði, eftir að norski snillingurinn hafði gjörsigrað ...

Lesa grein »

Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið

Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið á Ólympíuskákmótinu í Tromsö þegar Rússar og Búlgarar mættust. Kramnik og Topalov er erkióvinir síðan þeir háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 2006. Þá kom Topalov með fráleitar ásakanir um að Kramnik notaði klósettferðir til að ráðfæra sig við tölvu. Síðan hafa þeir ekki tekist í hendur. Alls hafa kapparnir teflt 59 skákir. Kramnik ...

Lesa grein »