Skák dagsins

Reyknesingur í fljúgandi gír um helgina.

Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn var hörð um nýafstaðna helgi. A-sveit Hugins leiðir í 1. deildina að loknum fimm umferðum, en A-sveit TR er aðeins hálfum vinningi á eftir. Taflfélag Reykjavíkur leiðir í öllum öðrum deildum. Eftir helgina liggur aragrúi af skákum, fléttum, afleikjum og unnum eða töpuðum skákstigum. Skák dagsins vakti nokkra athygli um helgina, en hún er frá viðureign Skákfélags ...

Lesa grein »

Kóngur á flótta undan skákdrottningu Hróksins!

Stórmeistarinn Henrik Danielsen var lykilmaður í liði Hróksins sem var ósigrandi á Íslandsmóti skákfélaga upp úr aldamótum. Hann hefur líka tekið virkan þátt í skáklandnáminu á Grænlandi. Henrik hreifst svo af skáklífinu á Íslandi að hann skipti út eldrauða, danska vegabréfinu sínu og varð íslenskur ríkisborgari. Hann hefur mjög auðgað íslenskt skáklíf, og á hér marga vini og aðdáendur. Skák dagsins ...

Lesa grein »

Íslandsmót skákfélaga að hefjast

Í ljósi þess að Íslandsmót skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla, er ekki úr vegi að birta eins og eina skák úr keppni fyrri ára. Á mótinu mætast öll skákfélög landsins ásamt ýmiskonar skákklúbbum úr ýmsum áttum. Keppnin veitir ungum og óreyndum skákmönnum tækifæri til að tefla við eldri og reyndari menn og stundum sjóuðum skákmönnum færi á að tefla ...

Lesa grein »

Stefán krossfestir Jóhann með Bodensaðferð

Talsvert hefur verið rætt um hið fræga krossfestumát Bodens sem svo vel var lýst í nýjasta pistli Kára Elísonar. Í gær var fjallað um skák Emil Joseph Diemer. Að þessu sinni víkur sögunni að öðrum og ekki síður sögufrægum skákmanni sem lætur gjarnan reka á reiðanum í skákum sínum, hr. Stefáni Bergssyni. Dæmi dagsins er frá 110 ára afmælismóti TR árið ...

Lesa grein »

Diemer með Boden-stefið

Í nýlegum pistli frá Kára Elísyni hér á síðunni var minnst á stefið Bodens-mát.  Hér er annað dæmi um þetta stef og að þessu sinni frá nokkuð sögufrægum skákmanni. Emil Joseph Diemer var þýskur skákmaður og er þekktastur fyrir framlag sitt í Blackmar-Diemer bragðið en eftir hann liggja margar fallegar skákir í þeirri byrjun. Diemer virkar nokkuð sérvitur ef marka ...

Lesa grein »

Leiftursókn Cvitans

Skákin að þessu sinni er í miklu uppáhaldi hjá greinarhöfundi. Króatinn Ognjen Cvitan á hér eina mögnuðustu afgreiðslu sem sést hefur í kóngsindverskri vörn. Andstæðingurinn var ekki af verri endanum, Ljubomir Ftacnik var lengi einn fremsti skákmaður Tékka og mjög virtur skákskýrandi. Takið eftir lokahnykknum sem er hreint stórkostlegur. Ftacnik gaf reyndar eftir 26…Rh4+ en ég hef tekið mér það ...

Lesa grein »

K K: Tvö jafntefli og sigurskák Karpovs

Að venju fjöllum við um fyrsta einvígi Kasparovs og Karpovs sem á 30 ára afmæli um þessar mundir. Í þetta skiptið breytum við út af vananum og birtum þrjár skákir. Einvígið taldi 48 skákir í heildina, þar af voru 40 jafnteflisskákir sem langsótt er að birta í greinarflokki sem þessum. Við spólum því hratt yfir jafnteflin, en látum þær skákir ...

Lesa grein »

Finndu þær bara allar!

Yannick Pelletier er sterkur svissneskur skákmaður og hefur m.a. teflt á Íslandi. Í skák dagsins klúðraði hann vinningsstöðu gegn Andreas Skytte Hagen í magnaðri skák en hafði þó húmor fyrir tapinu. Þegar svartur er að snúa taflinu við í lokin á Pelletier víst að hafa sagt: Þér er óhætt að finna til allar drottningar í salnum! Sjón er sögu ríkari ...

Lesa grein »

Stórslys Karpovs

Það eru ekki alltaf jólin í bransanum og flestir skákmenn lenda í því að leika hreint skelfilega af sér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar á ferlinum. Ekki langt frá hátindi ferils síns lenti fyrrverandi heimsmeistarinn Anatoly Karpov í hreint skelfilegri skákblindu gegn Íslandsvininum Larry Christansen. Karpov gleymdi hreinlega að maður sem er nýbúið að hreyfa getur fært ...

Lesa grein »

Vaxandi tvíburar í skákinni

Þeir tvíburar Björn Hólm og Bárður Örn Birkissynir eru ungir og efnilegir skákmenn. Skákstíll þeirra virðist í hvassara lagi  en t.a.m. má búast við að sjá Smith-Morra gambítinn á borðinu í skákum þeirra. Litlu munar á elóstigum þeirra en að þessu sinni lentu þeir í sitthvorum flokknum í Haustmóti TR.  Björn er örlítið stigahærri og slapp inn í B-flokk Haustmótsins ...

Lesa grein »

Maraþonið í Moskvu: Karpov tekur forystuna

Þann 17. september 1984 tefldu K-K þriðju einvígisskákina, fimm dögum eftir skák nr. 2. Öllu jöfnu tefldu þeir á sunnudögum, miðvikudögum og föstudögum, en Kasparov hafði fengið flensu þegar þriðja skákin átti að fara fram og tók því hjásetu (time out). Karpov hafði hvítt og svaraði Taimanov Sikileyjarvörn Kasparovs með Maroczy-afbrigði og byggði upp trausta stöðu. Kasparov hugsaði sig um í ...

Lesa grein »

Stutt milli hláturs og gráturs

Ekki er langt síðan Arkadij Naiditsch, stigahæsti skákmaður Þjóðvera, lagði Heimsmeistarann að velli á Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Það eru ekki alltaf jólin í bransanum og í annarri umferð Evrópukeppni Taflfélaga steinlá sá þýski gegn kollega sínum Christan Bauer frá Frakklandi. Bauer virtist nokkurn veginn slétt sama þó að Magnus Carlsen hefði legið í valnum og slátraði Þjóðverjanum í 23. leikjum. ...

Lesa grein »

Kaffihúsastíll

Frægasta skák-kaffihús allra tíma var Café de la Regence í París en þar fóru fram margar sögufrægar skákir.  Flestar voru þær í svokölluðum stíl sem í dag er kallaður kaffihúsastíll. Kaffihúsaskákmenn (e. coffeehouse player) brjóta gjarnan reglur skynsemi og freista gæfunnar með fórnum eða gildrum til að reyna að klekkja á andstæðingnum, ekki ólíkt skákstílnum í kaffihúsinu sögufræga í París. ...

Lesa grein »

Mögnuð skák frá Ólympíuskákmótinu

Hér er á ferðinni mögnuð og sviptingasöm skák frá Ólympíuskákmótinu í Tromsö. Með hvítu mennina sjáum við heimamanninn Kjetil Lie sem teflir stórskemmtilega og fórnar fyrst peði á e5 og manni á d5 til að opna línur að svarta kóngnum. Síðan er öðrum manni fórnað og allir flóðgáttir opnar. Með svörtu mennina er hinn reyndi Króati Zdenko Kozul. Hann bíður ...

Lesa grein »

K – K: Skák tvö – Missti Kasparov af vinningi eða var það Karpov?

Skákheimar eiga stórafmæli nú um mundir enda 30 ár frá upphafi mestu einvígisbaráttu allra tíma – og það óháð íþróttagrein. Þann 12. september 1984 mættust Karpov og Kasparov í 2. einvígisskák fyrsta einvígisins. Skákirnar urðu alls 144 líkt og rakið var í síðustu skák dagsins. Kasparov hafði hvítt í 2. skákinni. Í sjöunda leik fórnaði hann peði fyrir óljós færi ...

Lesa grein »

30 ár frá upphafi mestu baráttu skáksögunnar.

Árið 2014 markar merkileg tímamót þar sem 30 ár eru liðin frá upphafi fyrsta einvígis Garrý Kasparov (þá 2715) og Anatoly Karpovs (þá 2705). Einvígið, sem hófst þann 10. september árið 1984, var hið fyrsta af alls fimm sem þeir tefldu um heimsmeistaratitilinn. Einvígisskákirnar urðu í heildina 144!, þar af vann Kasparov 21 og Karpov 19, 104 lauk með jafntefli. ...

Lesa grein »

Fórnarskák frá Topalov

Búlgarinn Veselin Topalov er einn færasti sóknarskákmaður nútímans. Ef til vill er ósanngjarnt að í sögubókunum verður hans ávallt minnst fyrir að vera fórnarlambið í fallegustu skák Garry Kasparov. Topalov varð þó síðar FIDE Heimsmeistari og vann gegn Kasparov í síðustu opinberu skák Garry og hefur því undan litlu að kvarta.  Á nýafstöðunu Ólympíumóti í Tromsö var Topalov með bestan ...

Lesa grein »

Meistarastykki MVL

Maxime Vachier-Lagrave heitir stigahæsti skákmaður Frakka. Þegar þessi orð eru rituð stendur hann í ströngu í Sinqufield Bikarnum þar sem stjarna Fabiano Caruana skín skærast. En Maxime eða MVL eins og hann er alltaf kallaður er enginn aukvisi og engin heppni að hann einn af stigahæstu skákmönnum heims. MVL býr yfir miklum hæfileikum og hefur á köflum gríðarlega skemmtilegan skákstíl. ...

Lesa grein »