Sagnabrunnur

Íslenskir skákmeistarar: Ásmundur varð 6 sinnum Íslandsmeistari

Ásmundur Ásgeirsson var einhver albesti skákmaður Íslands 1931-1946.  Ásmundur varð sex sinnum Íslandsmeistari og tefldi á fimm ólympíuskákmótum. Hann var kóngurinn í íslensku skáklífi þegar ævintýraprinsinn Friðrik Ólafsson kom fram á sviðið um miðbik 20. aldar. Ásmundur tefldi tvisvar við Alexander Alekhine heimsmeistara. Aðra skákina tefldi Alekhine í fjöltefli, en Ásmundur var þá Íslandsmeistari. Þetta var ein af perlum Alekhines. Þegar Ásmundur lést, 2. ...

Lesa grein »

Maðurinn sem gerði jafntefli við Tal: Guðmundur Pálmason skákmeistari

Guðmundur Pálmason fæddist á Oddsstöðum í Dalasýslu 11. júní 1928 og lést í Reykjavík 11. mars 2004. Hann tefldi með landsliði Íslands á ólympíuskákmótum 1954, 1958 og 1961, alls 41 skák og var með rétt tæplega 50 prósent vinningshlutfall. Frægasta skák Guðmundar var gegn Mikail Tal á Reykjavíkurskákmótinu 1964. Þar hlaut ungi snillingurinn var Riga 12,5 vinning í 13 skákum. Eina ...

Lesa grein »

Mikail Tal með flugeldasýningu á fyrsta Reykjavíkurskákmótinu

Fyrsta Reykjavíkurmótið í skák var haldið 1964. Þorsteinn Skúlason skrifaði afar læsilega og fróðlega grein í Skinfaxa um vorið. Þorsteinn skrifar: Þetta mót mun vera næst sterkasta mót, sem háð hefur verið hér á landi. En hið öflugasta var Heimsmeistaramót stúdenta, er hér var haldið sumarið 1957. Þá var Michail Tal einnig meðal keppenda, en fyrr á því ári hafði hann skotizt upp á stjörnuhimin ...

Lesa grein »

Skákmeistarinn sem ritskoðaði Shakespeare

Einn er sá skákmeistari, sem hlotnaðist ódauðlegur sess í enskum orðabókum, og það á kostnað höfuðskálds enskrar tungu: Dr. Thomas Bowdler (1754-1825) tók sér fyrir hendur að ritskoða sjálfan Shakespeare, svo sómakærir lesendur hnytu ekki um klúryrði eða klám af nokkru tagi. Bowdler lét sér ekki nægja að skipta út einstökum orðum – blessunin hún Ófelía drukknaði þannig fyrir hreina ...

Lesa grein »

Endalausir möguleikar

Þegar sprenglærðir skákmeistarar sitja að tafli tefla þeir stundum byrjanir sem hafa verið rannsakaðar í þaula. Fyrir vikið finnst sumum að búið sé að gjörkanna alla leyndardóma skákarinnar, jafnvel að verið sé að tefla sömu skákina aftur og aftur. Ekkert er fjær sanni. Tökum dæmi: Fjöldi rafeinda í alheiminum er áætlaður 10 í 79. veldi – sem er ansi há ...

Lesa grein »