Saga Hróksins

Góður Hróksmaður kveður

Kempan Böðvar Böðvarsson, einn af stofnfélögum Hróksins, lést 9. mars 2014. Böðvar fæddist 23. júní 1936, og var landskunnur trésmíðameistari. Hrafn Jökulsson minntist Böðvars á Facebook-síðu sinni með þessum orðum:

Lesa grein »

Saga Hróksins: Meistarinn sem átti hugmyndina

Hrókurinn var upphaflega stofnaður á Grandrokk við Klapparstíg á ofanverðri síðustu öld. Hugmyndina átti sænskættaði snillingurinn Dan Gunnar Hansson (1952-1999). Hér má lesa minningarorð Hrafns Jökulssonar um Dan, sem birtust í Morgunblaðinu 1. september 1999. Við uxum úr grasi með glitrandi vonir, en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern ...

Lesa grein »

Hrókurinn í Hringnum í 10 ár!

Í dag var stórkostleg afmælisveisla í Barnaspítala Hringsins, þegar því var fagnað að 10 ár eru liðin síðan við Róbert Lagerman hófum vikulegar heimsóknir á þennan dásamlega griðastað íslenskra barna. Á þessum tíu árum hafa verið tefldar margar eftirminnilegar skákir, en miklu meira skiptir að ánægjustundirnar eru óteljandi. Við þökkum hinu frábæra starfsfólki Hringsins fyrir samvinnuna, og sendum öllum börnunum sem við höfum ...

Lesa grein »

Nýr heiðursfélagi í Hróknum!

Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi, sem er sextugur í dag. Einn ötulasti liðsmaður skákgyðjunnar á norðurslóðum. Kvöldsagan: Nýr heiðursfélagi Hróksins Í dag varð minn góði og trausti vinur Ingólfur Benediktsson bóndi í Árnesi í Trékyllisvík sextugur. Því var vel fagnað með stórveislu í Reykjavík, þar sem saman komu vinir og ættingjar, sveitungar, brottfluttir Strandamenn og aðrir velunnarar. Við Hróksmenn höfum ...

Lesa grein »