Nigel Short mætti grimmur til leiks síðari daginn í MótX-einvíginu í skák gegn Hjörvari Steini Grétarssyni, sem skipulagt var af Hróknum. Short vann allar þrjár skákir dagsins og sigraði í einvíginu með 4,5 vinningi gegn 1,5. Einvígið var frábær skemmtun og fjöldi áhugamanna á öllum aldri lagði leið sína í Salinn í Kópavogi, auk þess sem þúsundir fylgdust með beinum ...
Lesa grein »MótX-einvígið
Jafnt í hálfleik í MótX-einvíginu í skák
Skákmeistararnir Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson eru jafnir eftir fyrri dag MótX-einvígisins í Salnum í Kópavogi. Fyrstu þrjár skákirnar voru tefldar á laugardag og voru allar bráðfjörugar og spennandi. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar, Hjörvar Steinn vann góðan sigur í annarri skákinni en Nigel Short jafnaði metin í síðustu skák dagsins. Seinni hluti einvígisins fer fram ...
Lesa grein »MótX-einvígið að hefjast: Nigel Short og Hjörvar Steinn glíma í Salnum
MótX-einvígi Hjörvars Steins Grétarssonar og Nigels Short hefst laugardaginn 21. maí kl. 14 í Salnum í Kópavogi og er búist við mjög spennandi og fjörugri viðureign. Þrjár skákir eru tefldar á laugardag og þrjár á sunnudag. Nigel Short er goðsögn í skákheiminum og hefur teflt um heimsmeistaratitilinn, en Hjörvar Steinn er yngsti stórmeistari Íslands og næststigahæsti skákmaður landsins. Englendingurinn Nigel ...
Lesa grein »Sjö ungir kappar tryggðu sér rétt til að glíma við Short í Smáralind
Sjö knáir keppendur á firmamóti Breiðabliks tryggðu sér rétt til að mæta enska snillingnum Nigel Short í MótX-fjölteflinu, sem fram fer í Smáralind föstudaginn 20. maí. Bárður Örn Birkisson sigraði á mótinu, hlaut 6,5 vinning af sjö mögulegum, Vignir Vatnar Stefánsson varð í 2. sæti með 6 og Björn Hólm Birkisson varð þriðji með 5,5 vinning. Aðrir sem tryggðu sér ...
Lesa grein »Snillingarnir Nigel Short og Hjörvar Steinn mætast í MótX-einvíginu
Stórviðburður í skák í Kópavogi Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við mjög skemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir þekktir fyrir frumlegan stíl og snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 ...
Lesa grein »