Kaffihús Caissu

Um áhrif eldgosa á skáksöguna

Það var söguleg stund þegar Helgi Ólafsson og Andri Hrólfsson settust að tafli í Vestmannaeyjum laugardaginn 23. janúar 1993. Þeir voru nefnilega að útkljá 20 ára gamla skák. Þeir mættust í síðustu umferð meistaramóts Vestmannaeyja 22. janúar 1973, og fór skákin í bið. Um nóttina hófst eldgosið mikla í Heimaey og allir íbúarnir voru fluttir burt með hraði. Helgi Ólafsson, ...

Lesa grein »

Fidel Castro, meistari Friðrik og Þráinn Bertelsson

Þegar 17. Ólympíuskákmótið hófst í Havana, 23. október 1966, skrifaði eitt af dagblöðunum á Kúbu: ,,Á þessari stundu er land okkar eitt risavaxið taflborð.“ Kúba var föðurland Capablanca, þriðja heimsmeistarans. Hann var trúlega mestur snillingur og náttúrutalent skáksögunnar. Fischer dáði Capablanca umfram aðra. Kúbverjar tjölduðu öllu til. Kommúnistar höfðu náð völdum á eyjunni árið 1961, og þeir höfðu staðið uppi í ...

Lesa grein »

Norska ríkissjónvarpið leiddi Ólympíuliðið sitt í gildru – Versta frammistaða Carlsens í fjögur ár

Tómas Veigar Sigurðarson skrifar af Kaffihúsi Caissu:   Ýmislegt markvert gerðist á nýafstöðnu Ólympíumóti í Tromsö í Noregi. Í dæmaskyni mætti nefna: –  Kínverjar unnu gullið í opnum flokki, fyrstir þjóða utan Evrópu og Bandaríkjanna. –  Rússar unnu gullið í kvennaflokki þriðja árið í röð! –  Judit Polgar, mesta skákkona sögunnar, lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður. –  Simen Agdestein, fremsti ...

Lesa grein »

Áfram Búrúndí!

Gaman er að segja frá því að allar sveitirnar á Ólympíumótinu eru komnar á blað. Sveit Búrúndí er að vísu neðst hinna rúmlega 170 keppnissveita, en getur engu að síður státað af 4-0 sigri gegn Salomons-eyjum. Búrúndí er agnarlítið land — svona fjórðungur af stærð Íslands — í suðaustanverðri Afríku. Íbúar eru rétt innan við 10 milljónir svo landið er ...

Lesa grein »

Honum eiga margir gott að gjalda

Arnar Valgeirsson er fæddur í merki krabbans árið 1965. Hann á stærri þátt í starfi Hróksins en flesta grunar. Arnar var starfsmaður í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að gaman væri að byggja upp skáklíf í athvarfinu. Hróksmenn mættu á svæðið, Vinaskákfélagið var sett á laggirnar, og skákgyðjan var komin ...

Lesa grein »

Ný skákdrottning gerir kröfu til krúnunnar: Kínverska undrastúlkan nálgast Judit Polgar óðfluga

N1 Reykjavíkurskákmótið var haldið í Hörpu, 6. til 13. mars 2012. Mótið var mörgum stjörnum prýtt, og keppendamet var slegið enn einu sinni. Mesta athygli vöktu tvö ungmenni: Ítalinn Fabiano Caruana og kínverska stúlkan Hou Yifan, heimsmeistari kvenna. Caruana sigraði á mótinu, hlaut 7,5 vinning af 9 mögulegum. Á hæla hans komu sjö meistarar með 7 vinninga. Í þeim hópi ...

Lesa grein »

Galdrað með Róbert í Kolgrafarvík: Dularfulla fjórpeðið

Við Róbert Lagerman höfum teflt óteljandi skákir. Hann vinnur auðvitað oftast. En það er langt síðan úrslitin urðu aukaatriði. Nú erum við alltaf að leita að fallegustu útkomunni. Tökum einvígi okkar í Kolgrafarvík sem dæmi. Kolgrafarvík gengur inn af Trékyllisvík í Árneshreppi. Kolbeinsvík er stór, það er eins og hún breiði út faðminn mót norðrinu. Þar er góður reki.

Lesa grein »