Kaffihús Caissu

Honum eiga margir gott að gjalda

Arnar Valgeirsson er fæddur í merki krabbans árið 1965. Hann á stærri þátt í starfi Hróksins en flesta grunar. Arnar var starfsmaður í Vin, athvarfi Rauða krossins fyrir fólk með geðraskanir, þegar hann fékk þá flugu í höfuðið að gaman væri að byggja upp skáklíf í athvarfinu. Hróksmenn mættu á svæðið, Vinaskákfélagið var sett á laggirnar, og skákgyðjan var komin ...

Lesa grein »

Ný skákdrottning gerir kröfu til krúnunnar: Kínverska undrastúlkan nálgast Judit Polgar óðfluga

N1 Reykjavíkurskákmótið var haldið í Hörpu, 6. til 13. mars 2012. Mótið var mörgum stjörnum prýtt, og keppendamet var slegið enn einu sinni. Mesta athygli vöktu tvö ungmenni: Ítalinn Fabiano Caruana og kínverska stúlkan Hou Yifan, heimsmeistari kvenna. Caruana sigraði á mótinu, hlaut 7,5 vinning af 9 mögulegum. Á hæla hans komu sjö meistarar með 7 vinninga. Í þeim hópi ...

Lesa grein »

Galdrað með Róbert í Kolgrafarvík: Dularfulla fjórpeðið

Við Róbert Lagerman höfum teflt óteljandi skákir. Hann vinnur auðvitað oftast. En það er langt síðan úrslitin urðu aukaatriði. Nú erum við alltaf að leita að fallegustu útkomunni. Tökum einvígi okkar í Kolgrafarvík sem dæmi. Kolgrafarvík gengur inn af Trékyllisvík í Árneshreppi. Kolbeinsvík er stór, það er eins og hún breiði út faðminn mót norðrinu. Þar er góður reki.

Lesa grein »