Kaffihús Caissu

Sjávarvík: Er Vassily Ivanchuck hættur að fylgjast með?

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að nú um mundir fer fram sannkallað ofurmót í Sjávarvík – hið svokallaða Tata Steel mót sem gjarnan er nefnt Wiijk ann Zee sökum staðsetningar þess. Mótið á sögu að rekja aftur til ársins 1938 en í þá daga var mótið haldið í bænum Beverwijk. Mótið hefur farið fram árlega allar götur ...

Lesa grein »

Fyrsti vinningur í Jólalotteríi Hróksins: Ferð fyrir Grænlands fyrir 2 kom á miða nr. 295!

Ragnheiður Rut Georgsdóttir, Hróksins sérlega töfrakona, dró í Jólahlutaveltu Hróksins. Fyrsti vinningur, ferð fyrir 2 til Nuuk, höfuðborgar Grænlands koma á miða nr. 295. Fjöldi annarra vinninga var dreginn út, eingöngu á selda miða. Hrókurinn þakkar öllum stuðning við málstaðinn með kaupum á miðum í Jólahlutaveltunni. Á árinu 2015 eru fyrirhugaðar a.m.k. fimm ferðir til Grænlands til að útbreiða skák ...

Lesa grein »

Jólahlutavelta Hróksins 2014: Gott málefni og glæsilegir vinningar

Glæsilegir vinningar eru í boði í jólahlutaveltu Hróksins, meðal annars ferð til Grænlands og listaverk eftir Huldu Hákon. Miðaverð er 2000 krónur og fá kaupendur miða senda heim ásamt grænlensku jólakorti. Úrslit ráðast á þrettándanum, 6. janúar, og verður eingöngu dregið úr seldum miðum. Vinningar í jólahlutveltunni eru sannarlega glæsilegir. Útgefnir miðar eru 500 og kemur vinningur á næstum 10. ...

Lesa grein »

Skákdagskráin um hátíðarnar: Fjölbreytni í fyrirrúmi – Skákmót fyrir alla

Skákstarf í desember er gjarnan með öðrum formerkjum en aðra mánuði ársins. Sum félög bæta í starfsemi sína á meðan önnur taka lífinu af meiri yfirvegun. Jólamót eru áberandi og ýmiskonar árlegir viðburðir fara fram. Í dæmaskyni mætti nefna Íslandsmótið í netskák sem fer fram 28. desember. Dagskráin er í grófum dráttum eins og listinn hér að neðan, sem er ekki endilega ...

Lesa grein »

Hneyksli í Búlgaríu II – Silvio Danailov borinn þungum sökum

Ekkert lát er á hneykslismálum tengdum Búlgarska Skáksambandinu. Áður var greint frá ásökunum um kosningasvindl og misnotkun styrktarfjár sem Skáksambandið fékk vegna Evrópumóts kvenna og fleiri skákmóta sem fóru fram í sumar. Ætlað kosningasvindl var staðfest með upptöku úr falinni myndavél. Sjónvarpsþátturinn Gospodari na Efira eða „Meistararnir“ hélt áfram að fjalla um málið s.l. miðvikudag, 10. desember, og hafa þeir ...

Lesa grein »

Hneykslismál í Búlgaríu – Silvio Danailov sakaður um kosningasvindl og fjárdrátt

Skák var til umfjöllunar í búlgörskum sjónvarpsþætti s.l. mánudag, 8. desember. Tilefni umfjöllunarinnar var þó ekki jákvætt í þetta skiptið, því fjallað var um spillingu og kosningasvindl í komandi forsetakosningum hjá Búlgarska Skáksambandinu. Sjónvarpsþátturinn sem nefnist Gospodari na Efira, sem útleggst sem  „Meistararnir“ (The Masters) á því ylhýra, fjallaði sem áður segir um spillingu hjá Búlgarska Skáksambandinu. Í innslagi sem ...

Lesa grein »

SÖGULEGUR FUNDUR MEÐ BORGARSTJÓRA REYKJAVÍKUR

Heyrst hefur að síðastliðinn föstudag hafi Dagur B. Eggertsson tekið á mótri vaskri sveit skákdýrkenda, þeim:  Páli G. Jónssyni, kaupsýslumanni,  Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Flugleiða og formanni Samtaka atvinnulífsins, Einari S. Einarssyni, forseta Skáksögufélagins og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksamband Íslands. Ljósmyndari Hróksins var að sjálfsögðu á staðnum, en þegar á reyndi var hann ófáanlegur til að ræða um efni fundarins. Hann sagði þó að ...

Lesa grein »

Pútín mætir á lokahófið í Sotsí! – Drekkur te með Magnúsi, Anand og Spassky!

Því hefur nú verið slegið föstu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun heiðra heimsmeistarann Magnús Carlsen með nærveru sinni á lokahófinu sem fram fer á morgun kl. 18. Magnús sigraði í gær í einvíginu gegn áskorandanum Viswanathan Anand, með því að vinna 11. skákina (af 12) og komst þar með í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Anands. Því forskoti verður ekki náð ...

Lesa grein »

Klúður í Sotsí – Læknir Magnúsar vissi af lyfjaeftirliti

Strax eftir að Viswanathan Anand og Magnús Carlsen höfðu tekist í hendur og samið jafntefli í 8. einvígisskákinni á þriðjudag, mætti læknir á staðinn og tilkynnti þeim að þeir skyldu mæta í lyfjaeftirlit. Óljóst er hvort keppendurnir vissu fyrirfram að þeir skyldu mæta í eftirlitið, en vitað er með vissu að læknir Magnúsar hafði um það vitneskju. Reyndar verður því ...

Lesa grein »

Breytingar á skáklögum FIDE 1. júlí 2014 – Hvað þarftu að vita?

Ýmsar grundvallarbreytingar voru nýlegar gerðar á skáklögum FIDE sem allir ættu að kynna sér, enda skulu öll FIDE reiknuð mót fylgja þessum nýju reglum. Breytingarnar voru samþykktar á FIDE-þinginu í Tallinn í Eistlandi þann 20. október árið 2013 og tóku gildi þann 1. júlí árið 2014. Á meðal róttækra breytinga eru reglur um ólöglega leiki, en skv. fyrri reglum tapaðist ...

Lesa grein »

Einar Benediktsson: Síðasta þjóðskáldið

Setningarávarp Guðmundar Andra Thorssonar á Afmælismóti Einars Benediktssonar, sem haldið var á veitingahúsinu Einari Ben laugardaginn 1. nóvember 2014. Einar Benediktsson var hið síðasta í röð stórskálda 19. aldar. Hann var líka fyrsta þjóðskáld 20. aldarinnar en um leið hið síðasta. Hann orti ljóð sem rúmuðu allt. Ljóðlínurnar urðu þess vegna stundum svolítið langar og sumt fólk sem er ekki ...

Lesa grein »

Þjóðskáldið og skákgyðjan: ,,Ein mesta skemmtun Einars var að tefla skák við kunninga sína“

Afmælismót Einars Ben fer fram á laugardaginn kl. 14 á samnefndum veitingastað við Ingólfstorg. Skák skipaði stóran sess hjá þjóðskáldinu, eins og glöggt kemur fram í endurminningum eiginkonu hans, Valgerðar Benediktsson. Hún segir: ,,Ein mesta skemmtun Einars var að tefla skák við kunningja sína, og gerði hann það oft í tómstundum sínum. Hann sagði mér, að hann hefði teflt við ...

Lesa grein »

Stórskemmtileg skemmtikvöld hjá T.R.

Taflfélag Reykjavíkur hefur farið vaxandi á síðustu misserum undir styrki stjórn hins metnaðarfulla Björns Jónssonar formanns. Eftir mögur ár er félagið að styrkjast og eflast á öllum sviðum. Í gær varð félagið Hraðskákmeistari Taflfélaga árið 2014 eftir harða baráttu í úrslitaviðureign við Huginn. Einnig virðist félagið ætla að blanda sér í baráttuna á Íslandsmóti Skákfélaga en nokkuð er síðan félagið ...

Lesa grein »

Kínverski sendiherrann sakaður um njósnir — Fékk skák-kápu frá Eggert feldskera — Sjáðu myndirnar!

Sendiherra Kína á Íslandi er horfinn af yfirborði jarðar, og erlendir fjölmiðlar staðhæfa að hann hafi verið handtekinn ásamt eiginkonu sinni — fyrir njósnir í þágu erkióvinanna í Japan. Íslenskir skákmenn þekkja vel til Ma Jisheng sendiherra og konu hans, Zhong Yue, enda voru þau í aðalhlutverkum þegar fjölmenn kínversk skáknefndinefnd kom til Íslands snemma árs 2013. Frægt varð þegar ...

Lesa grein »

Skemmtilegt taktískt þema

Það er alltaf gaman að sjá skemmtilega taktík í skák. Flestir vinsælustu skákmenn sögunnar voru góðir taktísktir skákmenn en það helst auðvitað í hendur við að vera skemmtilegur sóknarskákmaður. Fléttur eða taktík eru oft á tíðum það sem gefa skákunum lit og það er alltaf ákveðinn sigur að koma auga á skemmtilegar leiðir sem andstæðingnum hefur yfirsést. Á skákþjóni nýverið ...

Lesa grein »

Vandræðalegasta skák allra tíma ?

68. hraðskákmót Moskvu fór fram 6. september s.l.. Heiðursgestir á mótinu voru Kirsan Ilyumzhinov forseti FIDE og Valery Telichenko forseti Verkfræðideildar Moskvuháskóla. Þeir félagarnir tefldu skák í tilefni mótsins sem fer hér á eftir. Spurt er: Er þetta vandræðalegasta skák sem tefld hefur verið?

Lesa grein »

Gleðin tær þegar Pakkahús Hróksins opnaði — Sjáið myndirnar!

Einstaklega ljúfur andi sveif yfir vötnum þegar Pakkahús Hróksins var formlega opnað á sunnudaginn. Margir lögðu leið sína niður að Reykjavíkurhöfn, þar sem Hrókurinn hefur fengið mjög hentuga aðstöðu í vöruskemmu Brims hf. við Geirsgötu. Heiðursgestur var frú Vigdís Finnbogadóttir, verndari fatasöfnunar Hróksins og félaga í þágu barna á Austur-Grænlandi. Með Vigdísi í för var Hans Jakob Helms forstöðumaður Grænlandsskrifstofunnar í Folketinget í Danmörku. Helms, er gjörkunnugur grænlenskum málefnum, ...

Lesa grein »

Heimsmeistaraeinvígi Carlsens og Anands: Geta Íslendingar höggvið á hnútinn? Sögulegasta einvígi síðan 1972

Hrafn Jökulsson skrifar. Fimmtudaginn 6. nóvember — eftir 69 daga — eiga Magnus Carlsen og Vishy Anand að setjast að tafli í Sochi í Rússlandi. Heimsmeistaratitillinn er í húfi. Tekst indverska tígrisdýrinu að hrifsa aftur til sín krúnuna frá norska undradrengnum? Eða verður kannski ekkert einvígi? Er klofningur yfirvofandi í FIDE? Það er nú það. Í veðbanka Hróksins eru nefnilega ...

Lesa grein »