Hvað er að gerast?

Grænlensk gleði á laugardag

Hrókurinn og Kalak bjóða til Grænlandsgleði í Pakkhúsi Hróksins við Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 19. september milli klukkan 14 og 16. Heiðursgestir dagsins er Dines Mikaelsen, veiðimaður og listamaður frá Tasiilaq, og börnin frá litlu þorpunum á austurströnd Grænlands sem hér hafa dvalið að undanförnu til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Dines Mikaelsen er fæddur 1977 og er kominn af ...

Lesa grein »

HT-Vinaskákmót í Vin á mánudaginn

Vinaskákfélagið og Hrókurinn bjóða til HT- Vinaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, nk. mánudag klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Heiðursgestur mótsins er Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Í leikhléi verður boðið upp á veglegar veitingar og vígt nýtt vöfflujárn sem Heimilistæki gefa í Vin. Er vöfflujárnið sömu gerðar og notað er í Karphúsinu til að fagna kjarasamningum! Hróksmenn ...

Lesa grein »

Flugfélagshátíð Hróksins í Kulusuk: Með gleði og vináttu að leiðarljósi

Hrókurinn efnir til Flugfélagshátíðar í Kulusuk dagana 31. ágúst til 2. september. Þetta er fimmti leiðangur Hróksins til Grænlands á þessu ári, og önnur hátíðin á árinu sem efnt er til í Kulusuk, sem er næsti nágrannabær Íslendinga. Yfirskrift hátíðarinnar er: Með gleði og vináttu að leiðarljósi. Á hátíðinni hefst dreifing á 300 taflsettum sem Flugfélag Íslands leggur Hróknum til ...

Lesa grein »

Hátíð á Ströndum frestað

Skákhátíð á Ströndum 2015 sem fram átti að fara 26. til 28. júní hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Mikil forföll og veikindi hafa herjað á keppendur, og telur Hrókurinn því rétt að fresta hátíðinni. Minningarmót Böðvars Böðvarssonar, sem fram átti að fara 27. júní, verður auglýst síðar. Liðsmönnum Hróksins þykir leitt að þurfa að hætta við skákhátíðina núna. Hróksmenn ...

Lesa grein »

Skákhátíð á Ströndum 2015: Gleðin að leiðarljósi

Skákhátíð á Ströndum verður haldin dagana 26.-28. júní. Efnt verður til þriggja skákmóta auk ýmissa viðburða, og er hápunkturinn Minningarmót Böðvars Böðvarssonar, laugardaginn 27. júní í samkomuhúsinu í Trékyllisvík. Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir hátíðinni, og verður tækifærið notað til að kynna verkefnaskrá Hróksins á Grænlandi næstu 12 mánuði. Hátíðin hefst föstudaginn 26. júní kl. 20 með tvískákarmóti í samkomuhúsinu í ...

Lesa grein »

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Sigrar Davíð? – Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Veitt eru aukaverðlaun í fjölmörgum flokkum, í flokki stigalausra, u/1800 stig, u/2100 stig, unglingaflokki (15 ára og yngri), ...

Lesa grein »

Skákdagskráin um hátíðarnar: Fjölbreytni í fyrirrúmi – Skákmót fyrir alla

Skákstarf í desember er gjarnan með öðrum formerkjum en aðra mánuði ársins. Sum félög bæta í starfsemi sína á meðan önnur taka lífinu af meiri yfirvegun. Jólamót eru áberandi og ýmiskonar árlegir viðburðir fara fram. Í dæmaskyni mætti nefna Íslandsmótið í netskák sem fer fram 28. desember. Dagskráin er í grófum dráttum eins og listinn hér að neðan, sem er ekki endilega ...

Lesa grein »

Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn: MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur

Mót fyrir börn á grunnskólaaldri — Sunnudagur 16. nóvember kl. 14 — Mjög vegleg verðlaun — Skráið ykkur sem fyrst! Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælismóti Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14. Mótið er haldið á fæðingardegi þjóðskáldsins sem jafnframt er Dagur íslenskrar tungu. Mjög vegleg verðlaun eru á mótinu og má búast ...

Lesa grein »

Eitt skemmtilegasta skákmót ársins á laugardag: Æskan og ellin mætast

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október  í Skákhöllinni í Faxafeni. RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS –gerðu í fyrra  með sér  stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja  það í sessi til framtíðar.  ÆSIR, hinn skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu leggur mótinu lið. Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar-kirkju, ...

Lesa grein »

Fjölmennt á öllum Fjölnisæfingum. Ný kynslóð afrekskrakka í uppsiglingu

Teflt á öllum borðum og enginn dauður punktur í 90 mínútur eru einkenni skákæfinga Fjölnis sem boðið er upp á hvern miðvikudag í tómstundasal og á bókasafni Rimaskóla við hinar bestu aðstæður. Mikil breidd er meðal þátttakenda en áberandi eru drengir á aldrinum 9 – 12 ára. Ný kynslóð afrekskrakka úr Rimaskóla er að koma sterk inn, Íslandsmeistarar 10 ára ...

Lesa grein »

GALLERÝ SKÁK  –   FLYTUR  Í FAXAFENIÐ      

VETRARDAGSKRÁIN  2014-15 Skák- og listasmiðjan Gallerý Skák –  opnar dyr sínar að nýju eftir sumarhlé fimmtudaginn  18. september nk. í Skákmiðstöð TR, Faxafeni 12. Húsnæðið í Bolholti þar sem klúbburinn hefur verið til húsa sl. 8 ár hefur verið selt.   Það er ekki í kot vísað með aðstöðuna í hinum glæstu húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur og eru miklar vonir bundnar við ...

Lesa grein »

Skákiðkun þjálfar rökhugsun, sjálfsaga og einbeitingu – Er barnið þitt að æfa skák?

Skák eflir rökhugsun, reynir á sköpunargáfuna og skák er skemmtileg. Og skák er fyrir alla! Á öðrum degi ársins 2013 skipaði Katrín Jakobsdóttir, þv. menntamálaráðherra nefnd sem falið var að kanna kosti skákkennslu í grunnskólum með sérstakri áherslu á áhrif skákkennslu á námsárangur og félagslega færni barna. Formaður nefndarinnar var Guðfríður Lilja Grétarsdóttir fv. forseti Skáksambands Íslands og alþingismaður. Nefndin skilaði ...

Lesa grein »

Afmælismót Gylfa Þórhallssonar á Akureyri um helgina

Gylfi Þórhallsson, sem manna lengst hefur setið í stjórn Skákfélags Akureyrar – þar af formaður þess í nær tvo áratugi – varð sextugur sl. vor. Í tilefni af því efnir Skákfélag Akureyrar til skákmóts nú um helgina og vonast eftir sem bestri þátttöku ungra sem aldinna. Gylfi sjálfur verður auðvitað meðal keppenda – og tekur þátt í baráttunni um sigurlaunin ef við þekkjum ...

Lesa grein »

Vaskur hópur í skákkennslunni hjá TR: Laugardagsæfingarnar að byrja!

Hinar margrómuðu laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst. Taflfélag Reykjavíkur er elsta og stærsta skákfélag landsins og þar er haldið úti mjög metnaðarfullu barna- og ungmennastarfi. Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iðkendurna sem eru að stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar æfingar laugardaginn 13. ...

Lesa grein »

Framsýnarmót – Meistaramót Hugins og æfingar og æfingar!

Senn líður að upphafi nýs skákárs. Tilvalið er því að renna lauslega yfir það sem verður í boði næstu vikur: 25. ágúst fer Meistarmót Hugins fram í Reykjavík – Mótið er átta umferða kappskákmót sem lýkur þann 9. september. Teflt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvökudögum. Fjölbreytt verðlaun eru í boði! Tilvalið mót fyrir þá sem koma ryðgaðir undan sumri. ...

Lesa grein »