Fréttir

Mikil gleði á Polar Pelagic-skákhátíð Hróksins á Grænlandi

Skákhátíð Hróksins á Austur-Grænlandi stendur nú sem hæst og hefur gleðin verið allsráðandi. Hátíðin markar upphafið að 13. starfsári Hróksins á Grænlandi en alls hafa liðsmenn félagsins farið um 50 ferðir til að kynna fagnaðarerindi skákarinnar og til þess að stuðla að auknum samskiptum Íslands og Grænlands á sem flestum sviðum. Hátíðin hófst í Kulusuk á miðvikudag og var efnt ...

Lesa grein »

Polar Pelagic-skákhátíð Hróksins á Grænlandi: Með gleðina að leiðarljósi

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins efna næstu vikuna til skákveislu á Grænlandi, sem markar upphafið að 13. starfsári félagsins hjá okkar næstu nágrönnum. Leiðin liggur til Kulusuk og Tasiilaq, þar sem efnt verður til skákhátíða auk þess sem Hróksmenn munu færa heimilum og athvörfum fyrir börn mikið af vönduðum og góðum fatnaði og öðrum gjöfum. Kjörorð leiðangursmanna er: ,,Með gleðina að leiðarljósi.“ ...

Lesa grein »

Malinin hinn magnaði  (Fyrri hluti)

Ég hef oft verið spurður að því hver sé uppáhalds bréfskákmaður minn? Og svar mitt hefur jafnan verið: Malinin! Kappi þessi heitir fullu nafni Vasily Borisovich Malinin fæddur 1956 í borginni Pedrozavodsk í Rússlandi. Hann er  einn af fáum sem er bæði stórmeistari í skák og bréfskák. Ég veit svo sem ekkert hvað eru hans helstu sigrar en hann hefur ...

Lesa grein »

Ein stærsta stund íslenskrar skáksögu: Friðrik Ólafsson heiðursborgari í Reykjavík

Það var hátíðlegt og skemmtileg stund í Höfða þegar borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, útnefndi Friðrik Ólafsson heiðursborgara í Reykjavík. Hér eru fleiri myndir frá athöfninni, eftir Önnu Fjólu Gísladóttur ljósmyndara.

Lesa grein »

FRIÐRIK ÓLAFSSON GERÐUR AÐ HEIÐURSBORGARA REYKJAVÍKUR

Það ríkti mikil ánægja í Höfða í dag þegar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri lýsti við hátíðlega athöfn Friðrik Ólafsson, stórmeistara, heiðursborgara Reykjavíkur, fyrir framlag hans til skáklistarinnar og íslensks skáklífs.  Ennfremur fyrir að hafa haldið nafni lands og þjóðar og ekki hvað síst  Reykjavíkur á lofti með miklum sóma. Friðrik Ólafs­son er sjötti maður­inn sem gerður er að heiðurs­borg­ara Reykja­vík­ur­borg­ar. ...

Lesa grein »

Slysið í slippnum og riddaramátið gegn Þjóðhátíðarskáldinu

Svona opinberlega hef ég lítið sagt um hversu mikið lyftingar og kraftlyftingar hafa skarast hjá mér við skákina og hvað mörgum áföllum ég hef orðið fyrir sem ég hef síðar snúið upp í sigra í lífi og leik. Það er eitt ár sem er þó mjög sögulegt og dramatískt sem ég ætla aðeins að fjalla um hér. Þetta er árið ...

Lesa grein »

Sókndirfska Sævars

Allir íslenskir skákmenn þekkja á einn eða annan hátt til Sævars Bjarnasonar. Hann er búinn að vera virkur skákmaður í marga áratugi og hefur teflt yfir þúsund skákir reiknaðar til stiga. Sævar fagnaði á síðasta ári sextugsafmæli sínu og hefur nú pistill verið skrifaður um menn af minna tilefni en það. Sævar sem varð alþjóðlegur meistari árið 1985 hefur unnið ...

Lesa grein »

Nýársmót Hróksins og Stofunnar: Róbert sigraði með yfirburðum

Róbert Lagerman sigraði með yfirburðum á Nýársmóti Stofunnar og Hróksins á fimmtudagskvöldið. Róbert leyfði aðeins eitt jafntefli og fékk 7,5 vinning í 8 umferðum. Næstur kom Erlingur Þorsteinsson með 6 vinninga og bronsið hreppti Ingi Tandri Traustason með 5,5 vinning. Mótið var vel skipað en keppendur voru alls 12, og létu ekki snjókomu og fremur fúllyndislegt veður aftra sér frá ...

Lesa grein »

Janúarmót Hróksins og Stofunnar á fimmtudagskvöld

Hrókurinn og Café Stofan standa saman að skákmóti á fimmtudagskvöld klukkan 20. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Verðlaun eru gjafabréf frá Stofunni, auk þess sem tilboð verður á veitingum fyrir keppendur og gesti mótsins. Stofan er á Vesturgötu 3 (áður Fríða frænka) og þar er blómlegt skáklíf alla daga. Café Stofan

Lesa grein »

Fyrsti vinningur í Jólalotteríi Hróksins: Ferð fyrir Grænlands fyrir 2 kom á miða nr. 295!

Ragnheiður Rut Georgsdóttir, Hróksins sérlega töfrakona, dró í Jólahlutaveltu Hróksins. Fyrsti vinningur, ferð fyrir 2 til Nuuk, höfuðborgar Grænlands koma á miða nr. 295. Fjöldi annarra vinninga var dreginn út, eingöngu á selda miða. Hrókurinn þakkar öllum stuðning við málstaðinn með kaupum á miðum í Jólahlutaveltunni. Á árinu 2015 eru fyrirhugaðar a.m.k. fimm ferðir til Grænlands til að útbreiða skák ...

Lesa grein »

KitchenAid-mótið í Vin: Róbert Lagerman öruggur sigurvegari

Róbert Lagerman sigraði með glæsibrag á KitchenAid nýársskákmótinu sem haldið var í Vin á mánudag. Við þetta tækifæri var vígð splunkuný og glæsileg KitchenAid hrærivél sem var gjöf til athvarfsins frá Einari Farestveit. Fyrir vikið voru veitingarnar í Vin óvenjulega ljúffengar, og eiga þó gestir góðu að venjast í þeim efnum. Róbert fékk fullt hús vinninga, 7, en næstur kom ...

Lesa grein »

Nýársskákmót í Vin á mánudaginn!

Nýársskákmót verður haldið í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 5. janúar klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 umferða umhugsunartíma. Að mótinu standa Vinaskákfélagið og Hrókurinn og markar mótið upphaf á nýju og spennandi starfsári. Allir eru velkomnir á nýársmótið í Vin og er þátttaka ókeypis. Sérlega ljúffengar veitingar verða á mótinu enda vígð ný Kitchenaid hrærivél frá Einari Farestveit, ...

Lesa grein »

Heiðraður bréfskákfrömuður sest í helgan stein

Þórhallur B Ólafsson læknir úr Hveragerði er samofinn íslenskri bréfskáksögu. Hann var kjörinn fyrsti formaður Félags íslenskra bréfskákmanna þegar það var stofnað 12. september 1991. Um stofnfundinn er þetta sagt í rituðum heimildum: Félag íslenskra bréfskákmanna stofnað Hinn 12. september 1991 var haldinn í húsakynnum Skáksambands Íslands, stofnfundur Félags íslenskra bréfskákmanna. Helstu hvatamenn að stofnun félagsins voru Jón A. Pálsson, ...

Lesa grein »

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Sigrar Davíð? – Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Veitt eru aukaverðlaun í fjölmörgum flokkum, í flokki stigalausra, u/1800 stig, u/2100 stig, unglingaflokki (15 ára og yngri), ...

Lesa grein »

RIDDARINN – EINAR S. EINARSSON SLEGINN TIL ERKIRIDDARA

Sú skemmtilega hefð hefur skapast  hjá Riddaranum að sýna mikilsmetnum klúbbfélögum sérstaka virðingu á stórafmælum þeirra eða af sérstöku tilefni með því að sæma þá heiðursriddaranafnbót við hátíðlega athöfn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á Jólamóti klúbbsins nú kom „leyndarráð“ klúbbsins sér saman um það, að undirlagi Sr. Gunnþórs Ingasonar, verndara hans,  að koma formanninum Einari Ess á ...

Lesa grein »

Jólahlutavelta Hróksins 2014: Gott málefni og glæsilegir vinningar

Glæsilegir vinningar eru í boði í jólahlutaveltu Hróksins, meðal annars ferð til Grænlands og listaverk eftir Huldu Hákon. Miðaverð er 2000 krónur og fá kaupendur miða senda heim ásamt grænlensku jólakorti. Úrslit ráðast á þrettándanum, 6. janúar, og verður eingöngu dregið úr seldum miðum. Vinningar í jólahlutveltunni eru sannarlega glæsilegir. Útgefnir miðar eru 500 og kemur vinningur á næstum 10. ...

Lesa grein »

Skákdagskráin um hátíðarnar: Fjölbreytni í fyrirrúmi – Skákmót fyrir alla

Skákstarf í desember er gjarnan með öðrum formerkjum en aðra mánuði ársins. Sum félög bæta í starfsemi sína á meðan önnur taka lífinu af meiri yfirvegun. Jólamót eru áberandi og ýmiskonar árlegir viðburðir fara fram. Í dæmaskyni mætti nefna Íslandsmótið í netskák sem fer fram 28. desember. Dagskráin er í grófum dráttum eins og listinn hér að neðan, sem er ekki endilega ...

Lesa grein »

London Chess Classic 2014: Aldursforsetinn sigraði – Þriðji sigur Anands á stórmóti á árinu

Ofurmótinu í London – London Chess Classic 2014 lauk í dag, sunnudag, með sigri aldursforsetans og fimmfalda fv. heimsmeistarans Viswanathan Anands! Anand (2793) læddist nánast óséður í mark því hann gerði jafntefli í fyrstu fjórum skákum sínum og vann aðeins síðustu skákina í dag gegn heimamanninum og sterkasta skákmanni Bretlandseyja, Michael Adams (2745). Anand endaði með jafn mörg stig (7 af ...

Lesa grein »