Fréttir

Skákhátíðin í Ittoqqortoormiit 2014

Rúmlega 50 börn og unglingar mættu í dag á fyrsta skákviðburð Hróksins hér í Ittoqqortoormiit. Röð glaðbeittra krakka beið leiðangursmanna þegar þeir mættu vel tímanlega til að undirbúa mótstað. Skákmeistari, leiðangurstjóri ferðarinnar og varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman, tefldi síðan fjöltefli. Ljóst er að skákgyðjunni er vel sinnt á milli páskaferða Hróksins enda þurfti hinn reynslumikli varaforseti ítrekað að staldra við í ...

Lesa grein »

Leiðangursmenn Hróksins fengu afar hlýjar móttökur

Leiðangursmenn Hróksins fengu afar hlýjar móttökur þegar þeir lentu síðla dags á nyrsta byggða bóli austurstrandar Grænlands, Ittoqqortoormiit. Dagurinn markar upphaf 8. páskaskákhátíðar Hróksins á 72 breiddargráðu. Framundan er þéttskipuð dagskrá skákatburða en venju samkvæmt fer fyrsti dagurinn í að heimsækja góðvini og hjálparhellur leiðangursmanna og þeim færðar gjafir og kveðjur frá Íslandi. Skáktrúboðið hefst svo fyrir alvöru á morgun en ...

Lesa grein »

Minningarhátíð um Jonathan Motzfeldt í Nuuk 15.-19. maí: Örfá sæti laus á frábæru verði

Skákfélagið Hrókurinn efnir til skákhátíðar í Nuuk, höfuðborg Grænlands, dagana 15. til 19. maí. Hátíðin er tileinkuð Íslandsvininum Jonathan Motzfeldt (1938-2010), fyrsta forsætisráðherra Grænlands, sem einmitt tók þátt í fyrsta alþjóðlega mótinu sem Hrókurinn efndi til á Grænlandi, sumarið 2003. Skákáhugamönnum bjóðast kostakjör á flugi með Flugfélagi Íslands og gistingu á hinu frábæra Hotel Hans Egede. Meðal þess sem er ...

Lesa grein »

Tilkynnist, með umtalsverðu stolti: Í dag fer leiðangur Hróksins til Ittoqqortoormiit

Gleði, gleði! Gleði! Tilkynnist, með umtalsverðu stolti: Í dag fer leiðangur Hróksins til Ittoqqortoormiit, afskekktasta þorps Grænlands. Við erum að tala um 72° gráðu, þúsund kílómetra frá næsta byggða bóli. Meiri tölfræði: Annað verkefni 12. starfsárs Hróksins á Grænlandi og áttunda árið í röð sem við heimsækjum vini okkar í Scoresby-sundi. Leiðangursstjóri er Róbert Lagerman, snillingur, boðberi gleðinnar, mín hægri hönd og ...

Lesa grein »

Skákfélagið Æsir

Í dag fékk ég tækifæri að heimsækja Skákfélagið Æsir. Stjórn skákfélags heldri borgara, ákvað nýverið að gefa tíu forláta klukkur og töfl til krakkanna í Ittoqqortoormiit. En leiðangursmenn Skákfélags Hróksins eru á leið þangað í páskavikunni. Ég átti þarna virkilega skemmtilega stund og fékk meir að segja að leika fyrsta leikinn 1.e4 á hinu árlega meistaramóti Æsi. Sérstakar þakkir til Finns Kr. ...

Lesa grein »

 Gleðjum grænlensku börnin!

Gleðistundir í uppsiglingu Í dag vippuðum við Hróksliðar okkur í Bónus (sem á afmæli í dag) og fórum þaðan með hátt í hundrað páskaegg sem Bónus gefur til páskahátíðarinnar í Ittoqqortoormiit. Við lögðum líka leið okkar í 66°Norður og á morgun förum við í Krumma að ná í enn fleiri vinninga og verðlaun. Einstaklingar sem vilja gleðja börnin í afskekktasta ...

Lesa grein »

Gleðjum börnin í afskekktasta þorpi norðurslóða!

Gjafir óskast til barnanna í afskekktasta þorpi norðurslóða! Eftir 10 daga liggur leið okkar Hróksmanna til Ittoqqortoormiit, sem er á 72° breiddargráðu. Þar höldum við Páska-skákhátíð, áttunda árið í röð. Fyrir börnin í bænum er þetta einn af hápunktum ársins. Nú söfnum við gjöfum, helst léttum og meðfærilegum: litlum leikföngum, vettlingum, húfum, buffum, litum — öllu sem gleður ung hjörtu. ...

Lesa grein »

Grænlandsmótið

Það var grænlenskur andi og almenn gleði á Grænlandsmótinu sem Hrókurinn og Vinaskákfélagið héldu í dag. Anda Kuitse, okkar ástsæli trommudansari og Hróksmaður, kom keppendum og gestum í rétta gírinn — og svo voru auðvitað undursamlegar veitingar einsog alltaf í Vin!   . Created with flickr slideshow.

Lesa grein »

Gleðin tær í Tasiilaq!

Höfuðstaður Austur-Grænlands var undirlagður af skákkæti og kátínu. Hundruð barna nutu kennslu í skólanum og hátt í hundrað börn tefldu í maraþonfjöltefli við okkur Róbert Lagerman. Algjörlega óteljandi gjafir komust í góðar hendur frá íslenskum fyrirtækjum og einstaklingum. Á morgun förum við Róbert til stórvina okkar í Kulusuk, en Stefán Herbertsson og Jón Grétar Magnússon heimsækja yndisvini okkar í smáþorpinu Tiniteqilaaq. ...

Lesa grein »

Frábærir Fjölniskrakkar: Senda fjölmargar gjafir og taflsett til grænlenskra barna

Börnin í skákdeild Fjölnis komu færandi hendi á skákæfingu í Rimaskóla í dag. Þau komu með fjölmargar skemmtilegar og nytsamlegar gjafir til barnanna á Grænlandi, en þangað halda liðsmenn Hróksins í næstu viku. Hrafn Jökulsson og Róbert Lagerman úr Hróknum komu í heimsókn á æfinguna og veittu gjöfunum viðtöku. Þarna voru meðal annars litir og litabækur, púsluspil og leikföng, föt ...

Lesa grein »

Tekið til hendinni í Tasiilaq.

Róbert Lagermen varaforseti Hróksins gengur í öll verk. Hér er hann, ásamt áhugasömum aðstoðarmönnum, að gera klárt í skákhöllinni í Tasiilaq árið 2005. Í næstu viku liggur leið okkar til þessa höfuðstaðar Austur-Grænlands, og nokkurra nærliggjandi þorpa. Það verður gaman.

Lesa grein »

Heill þér, Páll Bragi Kristjónsson!

Maðurinn í forgrunni heitir Páll Bragi Kristjónsson. Að baki hans eru Gísli Marteinn og Svanhildur Hólm. Dag nokkurn árið 2002 hitti Páll Bragi, sem stjórnaði bókaforlaginu Eddu, liðsmenn Hróksins. Niðurstaða: Á næsta skólaári gaf Edda öllum átta ára börnum á Íslandi bókina ,,Skák og mát“, eftir Anatoly Karpov og Disney, í þýðingu Helga Ólafssonar. Á næstu árum fékk hver árgangurinn ...

Lesa grein »

Róbert Lagerman fór í hina vikulegu heimsókn í Barnaspítala Hringsins í dag.

Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins (hér umvafinn fjölskyldu) fór í hina vikulegu heimsókn í Barnaspítala Hringsins í dag. Þar tefldi hann við tvo efnilega meistara, 6 ára pjakk frá Laugum og 15 ára dreng frá Blönduósi. Ljúf og skemmtileg stemmning í leikstofunni, og skákljónið okkar staldraði við í næstum tvo klukkutíma yfir skrafi og skák.

Lesa grein »

Gjafaloftbrú til Grænlands!

Jólasveinar Hróksins á ferð & flugi! Við Stefán Herbertsson og Valdimar Halldórsson vorum á ferð í flugi í dag að ná í enn fleiri vinninga, gjafir og verðlaun fyrir börnin á Austur-Grænlandi — leiðangur okkar leggur í hann miðvikudaginn 19. febrúar. Myndir dagsins: 1. Þyrí Dröfn Konráðsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Gíslason hjá N1 afhenda Stefáni glaðning til barnanna. 2.Halldor Einarsson í Henson, okkar gamli vinur, hefur gefið ...

Lesa grein »

Gjöfum safnað fyrir grænlensk börn!

Liðsmenn Hróksins eru þessa dagana að smala saman gjöfum, vinningum og verðlaunum fyrir börnin á Grænlandi, en leiðangur okkar heldur til Kulusuk í næstu viku. Þaðan liggur leið til Tasiilaq og fleiri þorpa. Í dag fóru Valdimar Halldórsson og Hrafn Jökulsson í Íslandsbanka sem leggur til 25 gæðatöskur. Það var Hjalti Rögnvaldsson sem afhenti gjöfina. Af öðrum sem gefa vinninga ...

Lesa grein »

Skák og mát á Litla-Hrauni. 

Í dag var Hrókurinn á ferð á Litla-Hrauni á Eyrarbakka. Slegið var upp skákmóti og tóku 14 fangar þátt í bráðfjörugu og spennandi móti, þar sem góð tilþrif sáust. Fyrir 10 árum stofnuðum við skákfélagið Frelsingjann á Litla-Hrauni, og framundan eru tvær heimsóknir Hróksins í mánuði. Í dag fékk Frelsinginn að gjöf 6 taflsett og 7 skákklukkur. Að gjöfinni standa ...

Lesa grein »

Gleðin að leiðarljósi. Leiðin liggur til Tasiilaq!

Sumarið 2004 héldum við fyrstu skákhátíðina í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands. Hinn 19. febrúar fer vaskur leiðangur sem Skákfélagið Hrókurinn – Chess Club Hrókurinn stendur fyrir til Tasiilaq og fleiri þorpa á austurströndinni. Það verður gaman að hitta gamla vini og eignast nýja. Áfram Grænland, áfram Ísland!

Lesa grein »

Tökum fagnandi við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum til barna á Austur-Grænlandi.

Gaman, gaman! Tólfta starfsár Hróksins að hefjast. Gjafir til grænlenskra barna. Gaman, gaman: Skákfélagið Hrókurinn – Chess Club Hrókurinn undirbýr nú leiðangur til Austur-Grænlands 19. til 26. febrúar. Við hittum gamla vini og eignumst nýja, heimsækjum skóla, barnaheimili og athvörf. Við leitum nú til einstaklinga og fyrirtækja um gjafir, vinninga og verðlaun handa okkar ungu vinum — það geta verið húfur, bolir, buff, ...

Lesa grein »