Fréttir

Ritstjóri vinsælasta skáktímarits heims: Fyrsta hátíðin á Grænlandi ógleymanleg

Dirk Jan Ten Geuzendam er án vafa einn reynslumesti og virtasti skákblaðamaður heims. Hann er aðalritstjóri New in Chess, ásamt Jan Timman, en tímaritið nýtur gríðarlegra vinsælda skákáhugamanna. Dirk Jan hefur margoft komið til Íslands og fjallað um stórviðburði, og hann var í föruneyti Hróksins þegar fyrsta skákmótið í sögu Grænlands var haldið í Qaqortoq sumarið 2003. Dirk Jan hefur ...

Lesa grein »

100 bestu í heiminum: Rússar eiga langflesta en Norðmaður trónir á toppnum – Íslendingar langt frá því að komast á blað

Af 100 stigahæstu skákmönnum heims á lista FIDE frá 1. ágúst eru 25 Rússar. Hið gamla stórveldi virðist þannig standa traustum fótum, þótt það skyggi óneitanlega á gleðina að þeirra stigahæsti maður, Alexander Grischuk, er aðeins í 4. sæti  — á eftir Norðmanni, Armena og Ítala. Við rýndum í listann yfir 100 stigahæstu skákmenn heims. Magnus Carlsen trónir á toppnum ...

Lesa grein »

Ólympíuskákmótið: Íslendingar fara vel af stað, stórveldin mætast á morgun!

Eftir tvær umferðir á Ólympíumótinu í skák hafa átta þjóðir unnið báðar viðureignir 4-0 og tróna því saman á toppnum: Frakkland, Holland, Þýskaland, Kúba, Ítalía, Georgía, Serbía og Víetnam. Ofursveit Rússa hefur líka unnið báðar viðureignir sínar, en glutrað niður hálfum vinningi. Í dag hikstaði Nepomniachtchi á 4. borði gegn Katar, þegar hann gerði jafntefli við Hamad Al-Tamimi, sem aðeins ...

Lesa grein »

Ólympíumótið: Glæsileg veisla að hefjast!

Senn fara skákklukkurnar af stað í Tromsø, þegar 41. ólympíuskákmótið hefst.  Tromsø er allnokkuð fyrir norðan heimskautsbaug, á 69° og eru íbúar liðlega 72 þúsund. Talsverð vandræði og uppnám hafa einkennt undirbúning mótsins. Stjórnvöld í Noregi leggja hvorki meira né minna en einn og hálfan milljarð króna í púkkið. Noregur hefur á skömmum tíma orðið stórveldi í skák. Ekki þarf að ...

Lesa grein »

Skólamenn á einu máli: Skákin hefur frábær áhrif á börnin

,,Við byrjuðum í fyrra að vera með skák sem valgrein 2-3 sinnum í viku og er skemmst frá að segja að skákin svínvirkar á þau, þau ná ró og þjálfa athygli og átta sig á að skákin þarf að vinnast í ró og friði. Þetta eru ekki börn sem nokkur hefði trúað að gætu setið kyrr í hálfan eða einn ...

Lesa grein »

Ólympíumótið hefst eftir viku: Hvað gera Íslendingar í Tromsø?

41. ólympíumótið í skák fer fram í Tromsø  í Noregi  1. til 14. ágúst. Töluverðar jarðhræringar eru kringum mótið, enda fer samhliða fram FIDE-þing þar sem hinn mikli Kasparov freistar þess að fella Kirsan Nikolayevich Ilyumzhinov úr forsetastóli. Barátta þeirra er mjög tvísýn, og harðar ásakanir um svindl og spillingu. En baráttan á skákborðinu verður ekki síður tvísýn. Íslendingar ganga hóflega bjartsýnir til ...

Lesa grein »

Góður Hróksmaður kveður

Kempan Böðvar Böðvarsson, einn af stofnfélögum Hróksins, lést 9. mars 2014. Böðvar fæddist 23. júní 1936, og var landskunnur trésmíðameistari. Hrafn Jökulsson minntist Böðvars á Facebook-síðu sinni með þessum orðum:

Lesa grein »

Saga Hróksins: Meistarinn sem átti hugmyndina

Hrókurinn var upphaflega stofnaður á Grandrokk við Klapparstíg á ofanverðri síðustu öld. Hugmyndina átti sænskættaði snillingurinn Dan Gunnar Hansson (1952-1999). Hér má lesa minningarorð Hrafns Jökulssonar um Dan, sem birtust í Morgunblaðinu 1. september 1999. Við uxum úr grasi með glitrandi vonir, en gleymdum oftast að hyggja að því að það er ekki sjálfsagt að sólin rísi úr sæ hvern ...

Lesa grein »

Viltu gefa taflsett til Grænlands?

Hróksmenn hafa gefið um 2000 taflsett á Grænlandi, með dyggri aðstoð margra velunnara. Á síðasta ári  lagði Flugfélag Íslands til 300 taflsett handa börnum í Nuuk, höfuðborg Grænlands. Börnin hafa tekið skákinni fagnandi. Taflsett eru nú á flestum heimilum á austurströndinni. Skákin slær hvarvetna í gegn á Grænlandi. Hrókurinn hefur heimsótt byggðir, vítt og breitt um Grænland. Við höfum verið ...

Lesa grein »

Vináttan er okkar leiðarljós: Margar skákhátíðir á Grænlandi framundan!

Skákfélagið Hrókurinn undirbýr nú heimsóknir til margra bæja og þorpa á Grænlandi, á haustmisseri 2014. Það sem af er ári hafa Hróksmenn sent þrjá leiðangra til Grænlands, og efnt til hátíða sem mörg hundruð börn hafa tekið þátt í. Alls hefur Hrókurinn skipulagt næstum 40 skákferðir til Grænlands síðan 2003, og hafa þúsundir barna og ungmenna kynnst töfraheimi skáklistarinnar. Markmið ...

Lesa grein »

Dýrðlegur dagur í Nuuk.

Skákveisla til minningar um Íslandsvininn Jonathan Motzfeldt. Í dag héldum við skákmótið til minningar um Jonathan — fyrsta forsætisráðherra Grænlands og fyrsta manninn sem ég tefldi við á Grænlandi. Þarna voru kornungir íslenskir skáksnillingar, gamlar kempur og framtíðarfólkið á Grænlandi. Hlýtt er þessum karli um hjartarætur eftir dásamlegan dag. Áfram Grænland, áfram Ísland — lifi vináttan. . Created with flickr ...

Lesa grein »

Hrókurinn tilkynnir — með stolti!

Hápunktur! Þriðja verkefni 12. starfsárs okkar Hróksliða á Grænlandi, gjörið svo vel: Um miðjan maí höldum við skákhátíð í Nuuk, til minningar um Íslandsvininn Jonathan Motzfeldt, landsföður Grænlands. Hann var ástríðfullur skákáhugamaður og gaman að segja frá því að fyrsta skákin sem ég tefldi á Grænlandi var einmitt við Jonathan — þá var ég gestur hans og Kristjönu. Nú heiðrum ...

Lesa grein »

Leikskólinn og hjúkrunarheimilið í Ittoqqortoormiit

Þó formlegum skákviðburðum lyki í gær fór skáktrúboðið ekki í frí. Leiðangurmenn heimsóttu leikskóla þorpsins nú í morgunsárið og færðu börnunum þar gjafir og skáksett. Skákmeistari ferðarinnar, Róbert Lagerman, hélt síðan stutta tölu um gildi skákkennslu á öllum aldursstigum fyrir kennara skólans. Elsta árganginum var síðan fært skákhefti á austur-grænlesku sem tilvalið verður að stauta sig í gegnum samhliða aukinni ...

Lesa grein »

Dagur vináttunnar í Ittoqqortoormiit. 

Hróksliðar enduðu skákveisluna á degi vináttunnar, Grænlands og Íslands, á 72. breiddargráðu með fjöltefli við heimamenn. Rúmlega 50 manns mættu í blíðskaparveðri í grunnskóla þorpsins sem í ár, eins og fyrri ár, hefur verið helsta bækistöð skáktrúboðsins.  Jón Birgir Einarsson tefldi fyrri hluta fjölteflisins og tefldi vasklega framan af. Eftir rúman klukkutíma fóru þó að sjást örlítil þreytumerki og upp ...

Lesa grein »

Blindur piltur sigraði á fjölmenntu skákmóti Hróksmanna á Grænlandi

Blindi snillingurinn Paulus Napatoq sigraði á Norlandair-meistaramóti Ittoqqortoormiit í skák, sem Hróksmenn stóðu fyrir um helgina. Paulus er Íslendingum að góðu kunnur og hefur í tvígang komið í skákferðir til Íslands. Keppendur á mótinu voru um 50 og var gleðin allsráðandi. Talsvert óveður gekk yfir bæinn og þurfti leiðangursstjóri Hróksins, Róbert Lagerman, að byrja dgainn á því að smeygja sér ...

Lesa grein »

BÓNUSMÓTIР

Veðrið á Grænlandi kemur í ögn stærri skömmtum en maður á að venjast. Stórbrotin náttúran býður ekki upp á neitt hálfkák og víst er að veðurguðirnir hér eru ekki ákvörðunarfælnir. Samkvæmt mælingum leiðangurmanna þá hafði bætt í snjóinn sem nam u.þ.b. 90cm síðan í gærkvöldi. Ef aukakíló leiðangursins hefðu verið fleiri hefði verið allsendis óvíst hvort meðlimir Hróksins hefðu komist útúr ...

Lesa grein »

Skákhátíðin í Ittoqqortoormiit 2014

Rúmlega 50 börn og unglingar mættu í dag á fyrsta skákviðburð Hróksins hér í Ittoqqortoormiit. Röð glaðbeittra krakka beið leiðangursmanna þegar þeir mættu vel tímanlega til að undirbúa mótstað. Skákmeistari, leiðangurstjóri ferðarinnar og varaforseti Hróksins, Róbert Lagerman, tefldi síðan fjöltefli. Ljóst er að skákgyðjunni er vel sinnt á milli páskaferða Hróksins enda þurfti hinn reynslumikli varaforseti ítrekað að staldra við í ...

Lesa grein »

Leiðangursmenn Hróksins fengu afar hlýjar móttökur

Leiðangursmenn Hróksins fengu afar hlýjar móttökur þegar þeir lentu síðla dags á nyrsta byggða bóli austurstrandar Grænlands, Ittoqqortoormiit. Dagurinn markar upphaf 8. páskaskákhátíðar Hróksins á 72 breiddargráðu. Framundan er þéttskipuð dagskrá skákatburða en venju samkvæmt fer fyrsti dagurinn í að heimsækja góðvini og hjálparhellur leiðangursmanna og þeim færðar gjafir og kveðjur frá Íslandi. Skáktrúboðið hefst svo fyrir alvöru á morgun en ...

Lesa grein »