2. skákin í einvíginu í St. Louis á laugardag var endurtekning á 1. skákinni ef horft er framhjá því að nú var það Nakamura sem var með svart og lenti í talsverðu tímahraki og fór niður í logum. Mætti jafnvel segja að taflmennska þeirra sé eins og svart og hvítt þegar skákirnar eru lagðar saman.
Aronian jafnaði metin eftir tapið í fyrstu umferðinni. Eftir skákina sagði Ari að honum hafi stundum verið líkt við Mikhail Tal þegar kemur að 1. umferðum, enda eiga þeir sameiginlegt að tapa mjög oft í upphafi en sæka svo í sig veðrið eftir því sem á líður.
Aronian: „Some people compare me with Tal who was famous for losing on the 1st day of a tournament… I don’t feel warm, then I lose…“
— chess24.com (@chess24com) November 23, 2014
Live audience enjoys commentary from Maurice on the big screen at CCSCSL #stlshowdown pic.twitter.com/o36DgydL3c
— SaintLouis ChessClub (@CCSCSL) November 22, 2014
Skákin
1. c4 e6 2. g3 d5 3. Bg2 Nf6 4. Nf3 Be7 5. O-O O-O 6. d4 dxc4 7. Ne5 Nc6 8.Bxc6 bxc6 9. Nxc6 Qe8 10. Nxe7+ Qxe7 11. Na3 c5 12. dxc5 Qxc5 13. Be3 Qb4 14.Qc1 Ba6 15. Bd4 Rfd8 16. Rd1 Rac8 17. Qc3 Qa4 18. Qc2 Qxc2 19. Nxc2 c3 20. Bxc3Rxd1+ 21. Rxd1 Bxe2 22. Re1 Bc4 23. Ne3 Nd5 24. Nxc4 Rxc4 25. Bd2 Kf8 26. Rc1 Rxc1+
Nakamura noting in post-mortem that maybe still a draw after Bd2 and Rc1 but very unpleasant. A tough endgame to hold N vs B #stlshowdown — SaintLouis ChessClub (@CCSCSL) November 23, 2014
27. Bxc1 Ke7 28. Kf1 e5
Við grípum niður eftir 28. leik svarts e5, sem er kannski full mikill metnaður..
Eftir skákina sagði Aronian að staðan eftir 28..e5 væri líklega jafntefli, en svartur hefði gert sér óþarflega erfitt fyrir. Betra hefði verið að gera sem minnst.
29. Ke2 e4 30. Kd2 f5 31. Kc2 Nb4+ 32. Kb3 Nd3 33. Be3 a6 34. Kc3 Kd6 35. h4 g6 36. b4 Kd5 37. a4 Ne5 38. b5 a5
38..a5 er augljóslega hræðilega vondur leikur, peðið er skotmark biskupsins og peðið á b5 er nú valdað frípeð.
Ari og Naka voru þó báðir sammála um að hinn möguleikinn, 38..axb5 væri enn verri, því væri þetta í raun þvingað.
Áhugavert var að sjá að Nakamura var í miklu tímahraki þegar hann lék, enda eyddi hann aðeins 49 sekúndum í leikinn. Það rímar skemmtilega við fyrri skákina eða þannig, enda var staðan þá akkurat öfug, þ.e. Aronian var í miklu tímahraki og lék skákinni af sér. Greinilega vont að vera með svart.
Maurice Ashley kallaði leikinn (38..a5) „lærðan afleik“ (studied blunder) í útsendingunni sem er skemmtileg lýsing. Þar átti hann við að Naka eyddi miklum tíma í leikina á undan og hafði greinilega komist að þeirri niðurstöðu að „afleikurinn“ væri besti leikurinn í stöðunni.
Time was a factor yesterday and „Levon lashed out with catastrophic h5“. Today, we were „shocked“ by a5 under duress. #stlshowdown — SaintLouis ChessClub (@CCSCSL) November 22, 2014
Yasser looks at the forced line. Was 38. … a5 a howler? Nakamura perhaps lost without real precision here. #stlshowdown
— SaintLouis ChessClub (@CCSCSL) November 22, 2014
39. Bb6 Nc4 40. Bd8 Kc5 41. Bc7 h5
Hvítur vildi gjarnan að svartur ætti aftur leik í stöðunni. Nú eru öll peð svarts leiklaus (e3 tapar peðinu á a5), riddarinn getur sig hvergi hreyft þannig að kóngsleikur er það eina sem kemur til greina; málið er auðveldlega leyst með einföldum þríhyrning.
Aronian kann þetta að sjálfsögðu og lék 42.Kc2 sem eftir t.d. Kd5 43.Kb3 Kc5 44.Kc3 er nákvæmlega sama staða, nema munurinn er sá að svartur á leik. Eftir t.d. 43..Kd5 getur hvítur leikið b6 og framhaldið er vitanlega snartapað fyrir svart.
.Aronian vs Nakamura LIVE! Instructional endgame display by Aronian! http://t.co/Al5m0A2Dzw via @chessdom #carlsenanand — Susan Polgar (@SusanPolgar) November 22, 2014
42. Kc2 Kd5 43. Kb3 Nd2+ 44. Kc3 e3 45. fxe3 Ne4+ 46.Kb2 Nc5 47. Bxa5 Nxa4+ 48. Ka3 Nc5 49. Bb4
49.Bb4. Hér hefði svartur getað reynt að vinna g-peðið með 49..Re4 en eftir 50.Ka4 Rxg3 51.Bd6 er riddarinn svo gott sem lokaður inni,
51..Re4 52.b6 Rd2 53.Ka5 Rc4 54.Ka6 Rxb6 55.Kxb6 dugar vitanlega ekki því biskupinn fær sér sæti á g5 og kóngur hvíts hefur allan tíma heimsins til að tölta yfir á kóngsvænginn og vinna öll peð svarts.
49..Nb7 50. Ka4
49..Re4 gekk ekki líkt og rakið var að ofan. Eftir stóð því hinn afleiti 49..Rb7. Eftir 50.Ka4 er óþarfi að halda þessu áfram, enda svartur leiklaus. Riddarinn verður að loka a5 og kóngurinn verður að hafa augu á c6 reitnum. Ef t.d. 50..Ke5 þá leikur hvítur 51.b6 og 52.Kb5, vinnur riddarann og skákina.
Gefið.
Nakamura hefur á köflum góðan húmor fyrir sjálfum sér:
Well that was a weird way to get two draws… — Hikaru Nakamura (@GMHikaru) November 23, 2014
Aronian squeezed Nakamura in a B v N endgame. The match is now tied at 1-1 @chessdom @EuropeEchecs @Fide_chess #CarlsenAnand @CCSCSL — Susan Polgar (@SusanPolgar) November 23, 2014
4-4 in St. Louis. Aronian’s black squared bishop dominates and he equalises http://t.co/38MIM7B6Wf #NakamuraAronian — chess news (@chessnews) November 23, 2014
Staðan í einvíginu er þá 1-1 og allt getur gerst. Næsta umferð er tefld á sunnudag og hefst að venju kl. 20, en þá verður Nakamura með hvítt.
Dagskrá einvígisins
Föstudagur, 21. nóvember, 20:00 | Kappskák 1. umferð |
Laugardagur, 22. nóvember, 20:00. | Kappskák 2. umferð |
Sunnudagur, 23. nóvember, 20:00 | Kappskák 3. umferð |
Mánudagur, 24. nóvember, 20:00. | Kappskák 4. umferð |
Þriðjudagur, 25. nóvember, 20:00 | Hraðskák (16 skákir) |
Viðtöl
Viðtölin við strákana hafa ekki verið klippt þegar fréttin er skrifuð. Þau má þó skoða í hjálögðu myndbandi frá útsendingunni með því að spóla fram um 4 klukkutíma og 18 mínútur eða svo.