Í nýlegum pistli frá Kára Elísyni hér á síðunni var minnst á stefið Bodens-mát. Hér er annað dæmi um þetta stef og að þessu sinni frá nokkuð sögufrægum skákmanni. Emil Joseph Diemer var þýskur skákmaður og er þekktastur fyrir framlag sitt í Blackmar-Diemer bragðið en eftir hann liggja margar fallegar skákir í þeirri byrjun.
Diemer virkar nokkuð sérvitur ef marka má myndina sem við grófum upp af honum en hann átti lengi erfitt uppdráttar sökum þess að hafa verið á sínum tíma í Nasistaflokknum Ef til vill efni í pistil síðar meir!
En kíkjum á Boden-stefið hans!