Baku: Fabiano Caruana og Boris Gelfand efstir fyrir lokaumferðina

Alexander Grischuk_Rustam Kasimdzhanov

Alexander Grischuk óð yfir Rustam Kasimdzhanov í 10. umferð

Fabiano Luigi Caruana (2844) var heldur hressari en undanfarið eftir umferð dagsins í Grand Prix mótasyrpunni, sem tefld er í borginni Baku í Aserbæjan.

Eftir tvö töp í síðustu þrem umferðunum, þar sem hann tapaði m.a. gegn Alexander Grischuk (2797) í 9. umferð, tókst Fabi að rétta úr kútnum þegar hann mætti kúbverjanum Leinier Dominguez (2751), sem sjálfur hafði tapað síðustu tveim skákum sínum.

Boris Gelfand (2748) hefur elt Fabiano eins og skuggi allt mótið og sá enga ástæðu til að breyta því í dag. Boris, sem er frá Ísrael, hefur ýmsa fjöruna gengið og sjóinn sopið eins og landskunnur bílasali komst svo faglega að orði. Hann mætti heimamanninum og fyrrv. undrabarninu Teimour Radjabov (2726) í dag og vann léttilega í 28 leikjum.

Boris Gelfand útskýrir skákina fyrir Teimour Radjabov

Boris Gelfand útskýrir skákina fyrir Teimour Radjabov

Fabiano og Boris deila nú efsta sætinu, báðir með 6 vinninga af 10. Fabiano verður að teljast afar líklegur til að vinna mótið, enda mætir hann Evgeny Tomashevsky (2701) í lokaumferðinni á meðan Boris þarf að gíma við hinn grjótharða Peter Svidler (2732) í lokaumferðinni sem tefld verður á morgun.

Evgeny Tomashevsky (2701) vann sína fyrstu skák í mótnu þegar hann mætti Caruana-bana num Dmitry Andreikin (2722). Tomashevsky sótti hart þegar Dmitry var í miklu tímahraki og tókst að vinna þrú peð áður en 40 leikjum var náð. Dmitry var nóg boðið og gafst upp í 41. leik.

Alexander Grischuk er greinilega í banastuði eftir sigurinn gegn Fabi í 9. umferð og straujaði fyrrv. heimsmeistaran Rustam Kasimdzhanov (2706), sem sá sig nauðbeygðan til að gefast upp eftir 33 leiki.

Önnur úrslit voru einhvernveginn þannig:

Baku_10_stadan

Og staðan er því þannig:

baku_stand

Facebook athugasemdir