Greinasafn eftir höfundum: Hrafn Jökulsson

Ólympíuskákmótið: Carlsen lék á krónprinsinn

Kúba og Azerbæjan eru efst á Ólympíuskákmótinu í Tromsö eftir sex umferðir af ellefu. Azerar sigruðu í dag Georgíumenn og Kúbverjar gjörsigruðu Kazaka. Kínverjar, Rússar, Norðmenn unnu í dag og eru skammt frá toppnum, ásamt fleiri landsliðum. Íslendingar og Færeyingar gerðu jafntefli, þar sem okkar menn hefðu átt að gera betur. En augu skákheimsins beindust í dag að 23 ára ...

Lesa grein »

Hitað upp fyrir Caruana

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2877 skákstig) virðist í góðu formi á Ólympíuskákmótinu. Í fjórðu umferð mætti hann besta skákmanni Pólverja, Radoslaw Wojtaszek (2735) en hann var aðstoðarmaður hjá Anand í einvígjum um heimsmeistaratitilinn 2008 og 2010, er nú 27 ára og hefur unnið mörg góð afrek. Carlsen tefldi dæmigerða Carlsen-skák, eins og Gary Kasparov sagði, eftir að norski snillingurinn hafði gjörsigrað ...

Lesa grein »

Hálfleikur á Ólympíuskákmótinu í Tromsø: Hvernig standa Íslendingarnir sig?

Nú er lokið fimm umferðum af ellefu á Ólympíuskákmótinu í Tromsø. Keppendur fengu frí á fimmtudag, og framundan eru sex æsispennandi umferðir. Íslendingar eru í 45. sæti en alls taka rúmlega 170 skáksveitir þátt í 41. Ólympíuskákmótinu og hafa aldrei verið fleiri. Kvennasveit Íslands er í 51. sæti af rúmlega 130. Hvernig hefur okkar fólk verið að standa sig? Rýnum aðeins ...

Lesa grein »

Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið

Vladimir Kramnik tók Veselin Topalov í karphúsið á Ólympíuskákmótinu í Tromsö þegar Rússar og Búlgarar mættust. Kramnik og Topalov er erkióvinir síðan þeir háðu einvígi um heimsmeistaratitilinn árið 2006. Þá kom Topalov með fráleitar ásakanir um að Kramnik notaði klósettferðir til að ráðfæra sig við tölvu. Síðan hafa þeir ekki tekist í hendur. Alls hafa kapparnir teflt 59 skákir. Kramnik ...

Lesa grein »

Æsispennandi Ólympíuskákmót: Kramnik jarðar erkióvininn — Íslendingar mala blinda

Fimmta umferðin á Ólympíuskákmótinu í Tromsö var æsispennandi og dramatísk. Tveir stigahæstu skákmenn heims mættust í viðureign Noregs og Armeníu. Þar átti heimsmeistarinn Carlsen í vök að verjast gegn Aronian, en niðurstaðan varð jafntefli. Vladimir Kramnik var hinsvegar  í engum jafnteflishugleiðingum þegar hann settist niður á móti erkióvini sínum, Veselin Topalov frá Búlgaríu. Þeir tókust ekki í hendur við upphaf ...

Lesa grein »

Ritstjóri vinsælasta skáktímarits heims: Fyrsta hátíðin á Grænlandi ógleymanleg

Dirk Jan Ten Geuzendam er án vafa einn reynslumesti og virtasti skákblaðamaður heims. Hann er aðalritstjóri New in Chess, ásamt Jan Timman, en tímaritið nýtur gríðarlegra vinsælda skákáhugamanna. Dirk Jan hefur margoft komið til Íslands og fjallað um stórviðburði, og hann var í föruneyti Hróksins þegar fyrsta skákmótið í sögu Grænlands var haldið í Qaqortoq sumarið 2003. Dirk Jan hefur ...

Lesa grein »

100 bestu í heiminum: Rússar eiga langflesta en Norðmaður trónir á toppnum – Íslendingar langt frá því að komast á blað

Af 100 stigahæstu skákmönnum heims á lista FIDE frá 1. ágúst eru 25 Rússar. Hið gamla stórveldi virðist þannig standa traustum fótum, þótt það skyggi óneitanlega á gleðina að þeirra stigahæsti maður, Alexander Grischuk, er aðeins í 4. sæti  — á eftir Norðmanni, Armena og Ítala. Við rýndum í listann yfir 100 stigahæstu skákmenn heims. Magnus Carlsen trónir á toppnum ...

Lesa grein »

Veitingamenn Hróksins: Skákfélag fæðist á Grandrokk

Össur Skarphéðinsson félagi nr. 125 í Hróknum rifjar upp frumbernsku félagsins á Grandrokk, og segir frá einstæðu og andríku mannlífi á þessum fræga stað sem Karl Hjaltested og Jón Brynjar Jónsson ráku Á Grandrokk stóð Karl Hjaltested veitingamaður vaktina árum saman, ásamt hægri hönd sinni, Jóni Brynjari Jónssyni. Saman sköpuðu þessir skilningsríku veitingamenn skjól fyrir ógleymanlegt samfélag nátthrafna sem kusu ...

Lesa grein »

Ólympíuskákmótið: Íslendingar fara vel af stað, stórveldin mætast á morgun!

Eftir tvær umferðir á Ólympíumótinu í skák hafa átta þjóðir unnið báðar viðureignir 4-0 og tróna því saman á toppnum: Frakkland, Holland, Þýskaland, Kúba, Ítalía, Georgía, Serbía og Víetnam. Ofursveit Rússa hefur líka unnið báðar viðureignir sínar, en glutrað niður hálfum vinningi. Í dag hikstaði Nepomniachtchi á 4. borði gegn Katar, þegar hann gerði jafntefli við Hamad Al-Tamimi, sem aðeins ...

Lesa grein »

Ný skákdrottning gerir kröfu til krúnunnar: Kínverska undrastúlkan nálgast Judit Polgar óðfluga

N1 Reykjavíkurskákmótið var haldið í Hörpu, 6. til 13. mars 2012. Mótið var mörgum stjörnum prýtt, og keppendamet var slegið enn einu sinni. Mesta athygli vöktu tvö ungmenni: Ítalinn Fabiano Caruana og kínverska stúlkan Hou Yifan, heimsmeistari kvenna. Caruana sigraði á mótinu, hlaut 7,5 vinning af 9 mögulegum. Á hæla hans komu sjö meistarar með 7 vinninga. Í þeim hópi ...

Lesa grein »

Keisari gegn hershöfðingja!

Korsíkumaðurinn Napoleon Bonaparte (1769-1821) var sagður ástríðufullur skákmaður. Þrjár skákir hafa varðveist, honum eignaðar. Ein er gegn hinni undurfögru Madame De Remusat, önnur er gegn ,,fyrstu skáktölvunni“ en svo var Tyrkinn kallaður, og loks er það skák sem gamli keisarinn er sagður hafa teflt í útlegðinni á St. Helenu gegn Bertrand (1773-1844) hershöfðingja, sem átti ævintýralega ævi. Hér er skákin sem ...

Lesa grein »

Fyrsta undrastúlkan í skák: Hin sjö ára Jutta sem gat teflt sex blindskákir samtímis

Sagan af Juttu Hempel er eins og úr ævintýri. Hún fæddist í Flensborg í Þýskalandi 27. september 1960. Þegar hún var þriggja ára gat hún endurtekið, frá byrjun til enda, skákir sem hún horfði á. Daginn sem hún varð sex ára tefldi hún fjöltefli gegn 12 fullorðnum andstæðingum og gjörsigraði.

Lesa grein »

Íslendingar með á Ólympíuskákmóti 1930: Frumraun íslenskra skákmanna á erlendri grund!

Ólympíuskákmótið í Tromsö er hið 41. í röðinni. Íslendingar tóku fyrst þátt í þriðja Ólympíuskákmótinu, sem haldið var í Hamborg 1930. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskir skákmenn tefldu á alþjóðlegu móti. Þarna var sjálfur heimsmeistarinn Alekhine og margir af helstu meisturum samtímans. En íslenska sveitin stóð fyrir sínu.

Lesa grein »

Strákurinn úr Grímsey sem bakaði biskupinn

Miklum sögum hefur farið gegnum aldirnar af skáksnilld Grímseyinga. Willard Fiske heillaðist af goðsögninni um skáksnillingana á heimskautsbaugi, og safnaði öllum tiltækum heimildum um skáklíf í Grímsey. Hér er bráðskemmtileg þjóðsaga, sem Íslendingar í Kaupmannahöfn létu Fiske fá. Hér segir frá ungum skáksnillingi úr Grímsey: Fjórtán ára gamall drengur kom í fylgd föður síns heim á biskupssetrið á Hólum. Þetta ...

Lesa grein »

Ólympíumótið: Glæsileg veisla að hefjast!

Senn fara skákklukkurnar af stað í Tromsø, þegar 41. ólympíuskákmótið hefst.  Tromsø er allnokkuð fyrir norðan heimskautsbaug, á 69° og eru íbúar liðlega 72 þúsund. Talsverð vandræði og uppnám hafa einkennt undirbúning mótsins. Stjórnvöld í Noregi leggja hvorki meira né minna en einn og hálfan milljarð króna í púkkið. Noregur hefur á skömmum tíma orðið stórveldi í skák. Ekki þarf að ...

Lesa grein »

Dreymir um að fleiri skólar taki upp skákkennslu: Viðtal við Siguringa Sigurjónsson

Siguringi Sigurjónsson er skákfrumkvöðull af guðs náð. Hann kennir skák í mörgum skólum og er maðurinn sem gaf út ,,Gula kverið“, fyrsta skákkverið á grænlensku, sem Hróksmenn hafa dreift í stórum stíl á Grænlandi. Siguringi er maður mánaðarins. Af hverju er skák skemmtileg? Svo margar stöður sem geta komið upp á taflborðinu og maður þarf að velja það sem maður ...

Lesa grein »

Mannleg snerting: Um Bobby Fischer, heimsmeistarann sérlundaða sem dó á Íslandi

,,Nothing soothes pain like the touch of a person.“ — Hinstu orð Roberts James Fischers (1943-2008) Honum var líkt við Newton, Beethoven og Einstein. Hann var mesti skákmeistari allra tíma. Hann skoraði Sovétríkin á hólm og sigraði. Hann var þjóðhetja í Bandaríkjunum, heiðursborgari New York, dáður um allan heim og honum stóðu allir vegir færir.

Lesa grein »

Heimsmeistarar í skák: Steinitz, Lasker, Capablanca, Fischer, Carlsen og allir hinir!

Wilhelm Steinitz (17. maí 1836 til 12. ágúst 1900) varð fyrsti heimsmeistarinn í skák, þegar hann lagði snillinginn og ævintýramanninn Johannes Zukertort í einvígi árið 1884. Steinitz lagði grunn að nýjum skilningi á skák, sem byggður var á stöðubaráttu, en fram að hans dögum hafði taktísk sóknartaflmennska verið ríkjandi. Steinitz átti við andlega vanheilsu að stríða síðustu ár ævinnar og ...

Lesa grein »