Greinasafn eftir höfundum: Tómas Veigar Sigurðarson

Carlsen skrifaði undir – Mætir Anand í Sochi í nóvember!

Mikið hefur gengið á í tengslum við hugsanlegt heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsen og Viswanathan Anand sem fara á fram í borginni Sochi í Krasnordar í Rússlandi nú í nóvember. Aldrei hefur verið efast um vilja Magnúsar til að verja titilinn og í raun er afar líklegt að málið hefði verið frágengið fyrir löngu síðan ef mótsstaðurinn væri ekki jafn umdeildur og ...

Lesa grein »

Afmælismót Gylfa Þórhallssonar á Akureyri um helgina

Gylfi Þórhallsson, sem manna lengst hefur setið í stjórn Skákfélags Akureyrar – þar af formaður þess í nær tvo áratugi – varð sextugur sl. vor. Í tilefni af því efnir Skákfélag Akureyrar til skákmóts nú um helgina og vonast eftir sem bestri þátttöku ungra sem aldinna. Gylfi sjálfur verður auðvitað meðal keppenda – og tekur þátt í baráttunni um sigurlaunin ef við þekkjum ...

Lesa grein »

Carlsen getur grætt milljarða með því að segja skilið við Kirsan og FIDE

Tómas Veigar Sigurðarson skrifar. Fjölmiðlar um allan heim hafa fjallað um þá tvísýnu stöðu sem nú er innan FIDE, alþjóðaskáksambandsins. Carlsen heimsmeistari hefur frest til 7. september til að skrifa undir samning um heimsmeistaraeinvígið við Anand, sem Kirsan Ilymzhinov ákvað einhliða að færi fram í Rússlandi. Það getur haft afdrífaríkar afleiðingar fyrir Carlsen að tefla í Rússlandi — en Kirsan ...

Lesa grein »

Skák býður upp á fleira en að telja peðin: Yngsti Íslandsmeistari sögunnar skrifar frá Bratto á Ítalíu

Héðinn Steingrímsson skrifar. Ítalir eru að sækja í sig veðrið á skáksviðinu, en Fabiano Caruana er þegar þessar línur eru skrifaðar í 2. sæti á stigalista skákmanna á eftir Magnúsi Carlsen og er með tveggja vinninga forskot á sterkasta skákmóti allra tíma, sem fram fer í Saint Louis í Bandaríkjunum þegar þessar línur eru skrifaðar eftir að hafa unnið fjórar fyrstu ...

Lesa grein »

Heimsmeistaraeinvígi Carlsens og Anands: Geta Íslendingar höggvið á hnútinn? Sögulegasta einvígi síðan 1972

Hrafn Jökulsson skrifar. Fimmtudaginn 6. nóvember — eftir 69 daga — eiga Magnus Carlsen og Vishy Anand að setjast að tafli í Sochi í Rússlandi. Heimsmeistaratitillinn er í húfi. Tekst indverska tígrisdýrinu að hrifsa aftur til sín krúnuna frá norska undradrengnum? Eða verður kannski ekkert einvígi? Er klofningur yfirvofandi í FIDE? Það er nú það. Í veðbanka Hróksins eru nefnilega ...

Lesa grein »

FIDE sló af kröfum sínum: Carlsen að vinna störukeppnina — Ætlar hann að kljúfa Alþjóða skáksambandið? -Uppfært-

Viðbót — Rétt í þessu voru að berast tíðindi frá Emil Sutovsky, forseta Félags atvinnuskákmanna. Hann átti í dag fund með Krisian Ilyumzhinov og komust þeir að samkomulagi um að Carlsen fái lengdan frest til 7. september nk. BREAKING NEWS: Yours truly just had a very constructive and fruitful conversation with FIDE President, Mr. Kirsan Ilyumzhinov. After hearing all the ...

Lesa grein »

Vaskur hópur í skákkennslunni hjá TR: Laugardagsæfingarnar að byrja!

Hinar margrómuðu laugardagsæfingar Taflfélags Reykjavíkur hefjast á ný eftir sumarfrí laugardaginn 30. ágúst. Taflfélag Reykjavíkur er elsta og stærsta skákfélag landsins og þar er haldið úti mjög metnaðarfullu barna- og ungmennastarfi. Í vetur hefur göngu sína nýr flokkur, byrjendaflokkur, sem er fyrir yngstu iðkendurna sem eru að stíga sín fyrstu skref á reitunum 64. Sá flokkur byrjar æfingar laugardaginn 13. ...

Lesa grein »

Er Magnús Carlsen að lenda í sömu stöðu og Fischer árið 1992? – Viðskiptaþvinganir gætu komið í veg fyrir að hann haldi titlinum!

Hrókurinn heldur áfram að rýna í stöðuna sem upp er komin í samskiptum Magnúsar Carlsen og Alþjóðaskáksambandsins FIDE. Áður hefur komið fram að Magnús hefur frest til föstudags til þess að undirrita samning vegna heimsmeistaraeinvígisins sem á að hefjast þann 7. nóvember í Sochi í Rússlandi. Þá hefur komið fram að Espen Agdestein, umboðsmaður Magnúsar hefur í tvígang óskað eftir ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen tapar heimsmeistaratitlinum á morgun skrifi hann ekki undir!

Það hefur varla farið fram hjá lesendum Hróksins að mikið uppnám einkennir stórviðburði hjá FIDE, alþjóða-skáksambandinu, um þessar mundir. Einvígi Carlsens og Andands er í tómu rugli, heimsmeistaramót kvenna einnig og Grand Prix mótaröðin sem er undanfari næsta áskorendamóts stendur lítið betur. –          Skákheimar loga stafna á milli –          Heimsmeistaraeinvígið í uppnámi: Beiðni um frestun hafnað Enn bætist í óvissuna ...

Lesa grein »

Skákheimar loga stafna á milli: FIDE hótar að svipta Carlsen titlinum – Fordæmalaust ástand segir Félag atvinnuskákmanna og hótar klofningi – Heimsmeistaramót kvenna í fullkomnu uppnámi

Það er skammt stórra högga á milli í skákheimum þessa dagana. Nýlega sagði Hrókurinn frá því að FIDE hefði hafnað beiðni liðsmanna Magnúsar Carlsens um að fresta heimsmeistaraeinvíginu sem á að hefjast þann 7. nóvember í bænum Sochi í Rússlandi. Enn dregur til tíðinda því nú hefur lið Magnúsar aftur sent erindi til FIDE og óskað eftir að einvíginu verði ...

Lesa grein »

Hraðskákkeppni taflfélaga: Vinaskákfélagið lagði Hauka að velli

Vinaskákfélagið lagði Skákdeild Hauka að velli í viðureign félaganna sem fram fór í Vin í gær. Lokatölur urðu 39-33 heimamönnum í Vin í vil. Róbert Lagerman fór mikinn og hlaut 9,5 vinning af 11 mögulegum. Ágúst Sindri Karlsson var bestur gestanna með 11 vinninga í 12 skákum.  Bestum árangri heimamanna náðu: Róbert Lagerman 9,5 v. af 11 Sævar Bjarnason 8,5 ...

Lesa grein »

Heimsmeistaraeinvígið í uppnámi: Beiðni um frestun hafnað –  Styrktaraðili einvígisins hulinn leyndarhjúp

Þegar aðeins rúmir tveir mánuðir eru þar til fyrsta leiknum verður leikið í heimsmeistaraeinvígi Magnúsar Carlsens og Indverjans Viswanathan Anands er fjölmörgum spurningum um einvígið enn ósvarað. Áður hafði komið fram að teflt yrði í Sochi í Rússlandi, en hvar í borginni er óljóst; þá er óljóst hversu hár verðlaunasjóðurinn verður. Þá virðist leynd hvíla yfir hvaða fyrirtæki keypti réttinn ...

Lesa grein »

Sterkasta skákmót allra tíma: Setja óeirðir strik í reikninginn, eða Bárðarbunga? – Vinnur Nakamura gegn Carlsen?

Í næstu viku, eða þann 27. ágúst, hefst Sinquefield Cup sannkallað ofurmót í borginni Saint Louis í Missouri í Bandaríkjunum. Mótið er framhald frá í fyrra, en mótið það ár markaði tímamóti í bandarískri skáksögu, bæði sem sterkasta skákmót allra tíma þar í landi og sem fyrsta ofurstórmeistaramótið í borginni Saint Louis. Keppendalistinn var ekki af lakari endanum í fyrra; ...

Lesa grein »

Framsýnarmót – Meistaramót Hugins og æfingar og æfingar!

Senn líður að upphafi nýs skákárs. Tilvalið er því að renna lauslega yfir það sem verður í boði næstu vikur: 25. ágúst fer Meistarmót Hugins fram í Reykjavík – Mótið er átta umferða kappskákmót sem lýkur þann 9. september. Teflt er á mánudögum, þriðjudögum og miðvökudögum. Fjölbreytt verðlaun eru í boði! Tilvalið mót fyrir þá sem koma ryðgaðir undan sumri. ...

Lesa grein »

Stærsta skákhátíð ársins – Á Korsíku!

Korsíka lítil og snotur eyja í Miðjarðarhafi,  8.680 ferkílómetrar að stærð og íbúarnir 320 þúsund. Eyjan er þekkt af mörgu, en fyrir flesta er hún fæðingarstaður Napóleons Bonaparte (1769) og jafnframt telja margir að sjálfur Kristófer Kólumbus hafi fæðst í smábænum Calci á norður Korsíku. Þetta var fortíðin – nútíminn er ekki síður merkilegur. Á eyjunni fór nefnilega fram fjölmennasta ...

Lesa grein »

Norska ríkissjónvarpið leiddi Ólympíuliðið sitt í gildru – Versta frammistaða Carlsens í fjögur ár

Tómas Veigar Sigurðarson skrifar af Kaffihúsi Caissu:   Ýmislegt markvert gerðist á nýafstöðnu Ólympíumóti í Tromsö í Noregi. Í dæmaskyni mætti nefna: –  Kínverjar unnu gullið í opnum flokki, fyrstir þjóða utan Evrópu og Bandaríkjanna. –  Rússar unnu gullið í kvennaflokki þriðja árið í röð! –  Judit Polgar, mesta skákkona sögunnar, lék sinn síðasta leik sem atvinnumaður. –  Simen Agdestein, fremsti ...

Lesa grein »

Simen Agdestein hættur: Sérvitringur sem neyddist til að tefla – Hættir á toppnum

Simen Agdestein einn þekktasti skákmaður Noregs, fyrir utan Carlsen kannski,  hefur ákveðið að hætta á toppnum sem atvinnumaður og snúa sér alfarið að kennslu. Hann hefur átt nokkuð litríkan feril, bæði sem knattspyrnumaður og sem atvinnuskákmaður og er því rétt að líta aðeins yfir farinn veg. Simen er mikill örlagavaldur norskrar skáklistar – bæði sem skákmaður og þjálfari, en frægt er ...

Lesa grein »