Greinasafn eftir höfundum: Tómas Veigar Sigurðarson

Yfir skákborðinu: Dominic Lawson teflir við Magnús Carlsen og Sol Campbell

Blaðamaðurinn Dominic Lawson bryddar upp á sérdeilis skemmtilegri útgáfu af útvarpsþætti í seríunni „Across the board“ sem mætti kannski kalla „Yfir skákborðinu“ á hinu ilhýra. Lawson, sem er bróðir sjónvarpskokksins Nigellu Lawson, er þéttur skákmaður og hefur m.a. komið að skipulagningu heimsmeistaraeinvígis þeirra Karpovs og Kasparovs árið 1984, skrifað bókina „The inner game“ sem fjallar um einvígi Kasparovs og Nigel Short ásamt ...

Lesa grein »

Eitt skemmtilegasta skákmót ársins á laugardag: Æskan og ellin mætast

Skákmótið ÆSKAN OG ELLIN, þar sem kynslóðirnar mætast, verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 25.  október  í Skákhöllinni í Faxafeni. RIDDARINN, skákklúbbur eldri borgara, Taflfélagi Reykjavíkur  og OLÍS –gerðu í fyrra  með sér  stuðnings- og samstarfssamning um framkvæmd mótsins, til að auka veg þess og tryggja  það í sessi til framtíðar.  ÆSIR, hinn skákklúbbur eldri borgara á höfuðborgarsvæðinu leggur mótinu lið. Fyrstu 9 árin var mótið verið haldið í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðar-kirkju, ...

Lesa grein »

Taskent: Þrír sigrar í fyrstu umferð – Vachier-Lagrave lagði Caruana

Grand Prix mótasyrpa Alþjóðaskáksambandsins er í fullum gangi þessa dagana. Mótinu í Baku í Asjerbæjan er rétt lokið þegar næsta umferð hófst í Taskent, höfuðborg Úsbekistan og fæðingarborg Rustam Kasimdzhanov, fyrrv. FIDE-heimsmeistara. Teflt er kl. 14:00 að staðartíma sem mun vera 09:00 að íslenskum tíma skv. rannsókn höfundar. Keppendalistinn er nokkuð breyttur frá Baku en fjórum hefur verið skipt út af ...

Lesa grein »

Skipti um hótel og vann þrjár í röð

Grand Prix mótinu í Baku er lokið. Fabiano Caruana og Boris Gelfand komu hnífjafnir í mark og deildu með sér verðlaunafénu, 35.000 evrum, en Fabiano var úrskurðaður sigurvegari enda með fleiri sigurskákir en Boris. Rússar hafa oft staðið betur á lista 10 sterkustu skákmanna heims. Alexander Grishuk er þeirra maður á listanum, en hann er þó „bara“ í 5. sæti ...

Lesa grein »

Ævintýralegt símakapptefli

Undanfarin ár hefir það tíðkast mjög hér á landi, að háðar væri símskákir á milli ýmissa staða. Hafa venjulega viðkomandi taflfélög eða skólar átt frumkvæði að þeim keppnum. Hefir það oft þótt hin bezta skemtun og margir, sem þess hafa átt kost, fylgst með af áhuga, – því oft er tvísýnt um úrslitin. Skák sú, er hér birtist, er ein ...

Lesa grein »

Baku: Fabiano Caruana og Boris Gelfand efstir fyrir lokaumferðina

Fabiano Luigi Caruana (2844) var heldur hressari en undanfarið eftir umferð dagsins í Grand Prix mótasyrpunni, sem tefld er í borginni Baku í Aserbæjan. Eftir tvö töp í síðustu þrem umferðunum, þar sem hann tapaði m.a. gegn Alexander Grischuk (2797) í 9. umferð, tókst Fabi að rétta úr kútnum þegar hann mætti kúbverjanum Leinier Dominguez (2751), sem sjálfur hafði tapað síðustu tveim skákum ...

Lesa grein »

Dagur í beinni í Vegas

Dagur Arngrímsson teflir á „Millionare Monday“ sem fer fram í þessum töluðu orðum í Las Vegas. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki og hefur þegar tryggt sér að lágmarki 5.000$. Teflt er skv. útsláttarfyrirkomulagi, en fyrst eru tefldar tvær 25 mínútna skákir. Dugi það ekki til eru tefldar tvær 15 mínútna skákir og svo tvær hraðskákir til þrautarvara. Dagur mætir ...

Lesa grein »

Vel smurðar vélar í Vegas

Dagur Arngrímsson heldur áfram að gera gott mót í Las Vegas. Í gærkveldi tryggði hann sér laust sæti í milljónamánudeginum, en þar verður tekist á um peningaverðlaun sem veitt eru í ýmsum flokkum. Dagur teflir í u/2499 stiga flokki, sem er að vísu eitthvað nær því að vera u/2399 stiga flokkur, því 100 elóstigum er bætt við FIDE-stig allra keppenda ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Dagur Arngrímsson í umspil um sæti á milljónamánudeginum – Fjórir tefla um laust sæti í opnum flokki

Lokaumferðin á milljónamótinu í Vegas var vægast sagt rosaleg. Ungverjinn David Berczes (2471) var með pálmann í höndunum gegn yngsta stórmeistara amrískrar skáksögu, Ray Robson (2628). David, sem er 37. í stigaröð keppenda, hefði með sigri tryggt sér öruggt sæti í fjögura manna úrslitum á morgun. Staða Davids var mjög góð og gat hann nánast gert út um skákina í 39 ...

Lesa grein »

Baku: Enn tapar Fabiano Luigi Caruana – Sex efstir þegar tvær umferðir eru eftir

Það er ekki bara í Vegas sem menn keppast um hylli Caissu. Í borginni Baku í Azerbæjan tefla 12 misjafnlega ung ungmenni í hinu svonefnda Grand Prix móti alþjóðaskáksambandsins FIDE. Mótaröðin veitir keppnisrétt í næsta áskorendamóti, sem fer væntanlega fram árið 2016. Áskorendamótið veitir svo aftur sigurvegaranum rétt til þess að skora á sitjandi heimsmeistara, sem verður annað hvort Magnus Carlsen eða ...

Lesa grein »

Davíð lagði Golíat sem heitir reyndar Liem

Liem Le Quang (2706) er þriðji stigahæsti keppandinn á milljónamótinu í Vegas. Árangur hans hefur þó verið langt því frá sá þriðji besti, enda hefur hann tapað tveim skákum. Það sem er enn merkilegra er að báðar tapskákirnar eru gegn mönnum með færri en 2500 skákstig! Í 2. umferð tapaði hann gegn IM Yunguo Wan (2489), sem hlýtur að teljast ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Íslendingar í verðlaunasætum – Spennan í opnum flokki í ruglinu

Það er óhætt að segja að spennan fyrir lokaumferðina í Vegas sé í ruglinu. Enginn þeirra þriggja efstu fyrir 6. umferðina vann sína viðureign og því eru nú sex efstir með fimm vinninga og tíu með 4,5 vinninga sem gæti dugað í topp fjögur sætin. Stigahæsti keppandinn, Wesley So (2755) gerði tíðindalítið jafntefli við Yangyi Yu (2697) í 6. umferð ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Spennan magnast í Vegas – Uppgjör efstu manna í 6. umferð

Spennan á Milljónamótinu í Vegas nálgast suðupunkt. Þegar tvær umferðir eru eftir eru þrír efstir í opnum flokki; Westley So (2755), Yu Yangyi (2697) frá Kína og heimamaðurinn Daniel Naroditsky (2601). Íslendingar áttu sæmilegt mót í 5. umferð. Þannig sigraði Guðmundur Kjartansson Sam Schmakel (2305), bróðir hans Ólafur Kjartansson, sem teflir í u/2200 stiga flokki, vann Arhtur Guo (2050) og Hermann Aðalsteinsson, ...

Lesa grein »

Hermann mátar á Milljónamótinu

Hermann Aðalsteinsson er á meðal íslenskra keppenda á Milljónamótinu sem fram fer í Las Vegas nú um mundir. Eftir fjórar umferðir er Hermann með 2,5 vinninga og stendur ágætlega í mótinu, enda möguleikar á peningaverðlaunum fyrir fjölmörg sæti. Í skák dagsins, sem tefld var í aðfararnótt sunnudags að íslenskum tíma, stýrir Hermann hvítu mönnunum gegn Abdullah Abdul Bashir (1505). Skákin ...

Lesa grein »

Milljónamótið: Íslandsmeistarinn og Björn unnu í 3. umferð.

Íslandsmeistarinn Guðmundur Kjartansson (2439) sigraði heimamanninn og Fide-meistarann Robby Adamson (2265) í 3. umferð sem var að ljúka. Björn Þorfinnsson (2389) sigraði heimamanninn Mike Zaloznyy (2051). Dagur Arngrímsson tapaði fyrir bandaríska stórmeistaranum Gregory S Kaidanov (2569) Guðmundur Kjartansson er í 24.-53. sæti með 2 vinninga. Dagur Arngrímsson og Björn Þorfinnsson eru í 54.79. sæti með 1,5 vinning. Ólafur Kjartansson er ...

Lesa grein »

Milljón jafntefli Dags Arngrímssonar

Dagur Arngrímsson (2376) stendur best að vígi í opna flokknum á Milljónaskákmótinu í Vegas. Í seinni umferð gærdagsins mætti hann Giorgi Kacheishvili 2597 og gerði gríðarlega mikilvægt jafntefli með svörtu, sérstaklega þegar litið er til þess að aðeins eru tefldar sjö umferðir í mótinu. Í þriðju umferð – sem hefst kl. 19:00 stýrir Dagur hvítu mönnunum gegn bandaríska stórmestaranum Gregory S Kaidanov (2569). ...

Lesa grein »

Mögnuð frá Milljónaskákmótinu

Í dag hófst Milljónaskákmótið í Las Vegas. Íslendingar eiga þar sína fulltrúa líkt og greint hefur verið frá áður á síðunni. Þegar þetta er ritað eru nýjustu fregnir á þá leið að Hermann Aðalsteinsson, sem teflir í u/1600 stiga flokki, sigraði í fyrri skák dagsins og Dagur Arngrímsson einnig. Skák dagsins er frá stórmeistaranum frá Filipseyjum, Wesley So 2755. Sá ...

Lesa grein »

Fjölmennt á öllum Fjölnisæfingum. Ný kynslóð afrekskrakka í uppsiglingu

Teflt á öllum borðum og enginn dauður punktur í 90 mínútur eru einkenni skákæfinga Fjölnis sem boðið er upp á hvern miðvikudag í tómstundasal og á bókasafni Rimaskóla við hinar bestu aðstæður. Mikil breidd er meðal þátttakenda en áberandi eru drengir á aldrinum 9 – 12 ára. Ný kynslóð afrekskrakka úr Rimaskóla er að koma sterk inn, Íslandsmeistarar 10 ára ...

Lesa grein »