Greinasafn eftir höfundum: Tómas Veigar Sigurðarson

Sjávarvík: Er Vassily Ivanchuck hættur að fylgjast með?

Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá nokkrum manni að nú um mundir fer fram sannkallað ofurmót í Sjávarvík – hið svokallaða Tata Steel mót sem gjarnan er nefnt Wiijk ann Zee sökum staðsetningar þess. Mótið á sögu að rekja aftur til ársins 1938 en í þá daga var mótið haldið í bænum Beverwijk. Mótið hefur farið fram árlega allar götur ...

Lesa grein »

Útskrift og Íslandsmeistaratitill á Unglingameistaramóti Íslands

Róbert Lagerman er fjölhæfur maður. Fyrir örfáum áratugum varð hann Íslandsmeistari í miðju prófi! – geri aðrir betur. Gefum Róbert orðið: Þessi skák var ein af úrslitaskákum Íslandsmótsins 1978. Árni Ármann Árnason hafði teflt franska vörn, svo mér fannst tilvalið að skella á hann kóngsbragðinu í þessari skák, sem leiðir til afar flókinnar taktískrar stöðu. Árni var greinilega eitthvað undirbúinn ...

Lesa grein »

Maður mánaðarins mátar í Ungverjalandi

Davíð Kjartansson hefur komið nokkuð við sögu hér á síðunni undanfarna daga og ekki að ástæðulausu enda átt ótrúlegt skákár. Davíð hóf taflmennsku ungur að árum og náði snemma afburðarárangri við borðið. Hann hefur teflt við marga úr hópi sterkustu skákmanna heims; Nefna má heimsmeistarann sjálfann, Magnus Carlsen og Levon Aronian sem um árabil var nefndur „Nr. 2“ enda var ...

Lesa grein »

„Lífið er eins og skák, til þess að ná árangri í því þarf maður að vera undirbúin undir það óvænta“

Hótelstjórinn og skákmeistarinn FM Davíð Kjartansson hefur borið höfuð og herðar yfir flesta andstæðinga sína á skákvellinum á nýliðnu ári. Sigrar hans koma engum á óvart en eru þrátt fyrir það merkilegir í ljósi að hann hefur afar lítinn tíma aflögu til að sinna skákrannsóknum, enda fjölskyldumaður í rúmlega fullu starfi. Davíð hefur haft í mörgu að snúast síðustu árin. ...

Lesa grein »

Hvort kom á undan, eggið eða Davíð?

Íslandsmótið í netskák fór fram í gær. Hrókurinn.is hafði spáð hótelstjóranum Davíð Kjartanssyni sigri fyrir mótið og það stóð heima. Hann er þar með orðinn sigursælasti netskákmaður landsins enda hefur hann unnið mótið alls fimm sinnum, oftar en nokkur annar. Þessi mikli meistari má varla horfa á skákborð þessa dagana án þess að einhver einhvers staðar breytist í ítalska herinn ...

Lesa grein »

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag: Sigrar Davíð? – Leiðbeiningar og frímánuður fyrir nýliða á ICC

Íslandsmótið í netskák fer fram í dag, sunnudaginn 28. desember. Mótið fer fram á netþjóninum ICC og hefst kl. 20. Tímamörk eru 3 2 (3 mínútur + 2 viðbótarsekúndur á hvern leik). Tefldar eru 11 umferðir. Mótið er öllum opið og er teflt er einum flokki. Veitt eru aukaverðlaun í fjölmörgum flokkum, í flokki stigalausra, u/1800 stig, u/2100 stig, unglingaflokki (15 ára og yngri), ...

Lesa grein »

RIDDARINN – EINAR S. EINARSSON SLEGINN TIL ERKIRIDDARA

Sú skemmtilega hefð hefur skapast  hjá Riddaranum að sýna mikilsmetnum klúbbfélögum sérstaka virðingu á stórafmælum þeirra eða af sérstöku tilefni með því að sæma þá heiðursriddaranafnbót við hátíðlega athöfn, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Á Jólamóti klúbbsins nú kom „leyndarráð“ klúbbsins sér saman um það, að undirlagi Sr. Gunnþórs Ingasonar, verndara hans,  að koma formanninum Einari Ess á ...

Lesa grein »

Skákdagskráin um hátíðarnar: Fjölbreytni í fyrirrúmi – Skákmót fyrir alla

Skákstarf í desember er gjarnan með öðrum formerkjum en aðra mánuði ársins. Sum félög bæta í starfsemi sína á meðan önnur taka lífinu af meiri yfirvegun. Jólamót eru áberandi og ýmiskonar árlegir viðburðir fara fram. Í dæmaskyni mætti nefna Íslandsmótið í netskák sem fer fram 28. desember. Dagskráin er í grófum dráttum eins og listinn hér að neðan, sem er ekki endilega ...

Lesa grein »

London Chess Classic 2014: Aldursforsetinn sigraði – Þriðji sigur Anands á stórmóti á árinu

Ofurmótinu í London – London Chess Classic 2014 lauk í dag, sunnudag, með sigri aldursforsetans og fimmfalda fv. heimsmeistarans Viswanathan Anands! Anand (2793) læddist nánast óséður í mark því hann gerði jafntefli í fyrstu fjórum skákum sínum og vann aðeins síðustu skákina í dag gegn heimamanninum og sterkasta skákmanni Bretlandseyja, Michael Adams (2745). Anand endaði með jafn mörg stig (7 af ...

Lesa grein »

Jólamót Stofunnar 2014: Róbert Lagerman er Stofujólasveinninn 2014!

Hrókurinn og Stofan Café, Vesturgötu 3, efndu til jólaskákmóts fimmtudagskvöldið 11. desember. Tefldar voru 7 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma og lagði Stofan til verðlaun í formi gjafabréfa. Sjö grjótharðar skákkempur tóku þátt, þ.m.t. Stofumeistarinn sjálfur og skákljónið, hr. Róbert Lagerman og stórmeistarinn Henrik Danielsen sem jafnvel mætti nefna skákísbjörnin. Létt jólastemming sveif yfir vötnum og veigar fengu að fljóta með í ...

Lesa grein »

Friðriksmót Landsbankans: Héðinn Steingrímsson Íslandsmeistari í hraðskák

Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák fór fram í dag í útibúi Landsbankans við Austurstræti 11. 82 keppendur tóku þátt, þar af 6 stórmeistarar og 4 alþjóðlegir meistarar. Staðan fyrir lokaumferðina var þannig að Héðinn Steingrímsson var efstur með 8,5 vinninga af 10 og tefldi við Jón Viktor Gunnarsson í lokaumferðinni. Jón Viktor, Helgi Ólafsson og Henrik Danielsen voru allir með ...

Lesa grein »

Hneyksli í Búlgaríu II – Silvio Danailov borinn þungum sökum

Ekkert lát er á hneykslismálum tengdum Búlgarska Skáksambandinu. Áður var greint frá ásökunum um kosningasvindl og misnotkun styrktarfjár sem Skáksambandið fékk vegna Evrópumóts kvenna og fleiri skákmóta sem fóru fram í sumar. Ætlað kosningasvindl var staðfest með upptöku úr falinni myndavél. Sjónvarpsþátturinn Gospodari na Efira eða „Meistararnir“ hélt áfram að fjalla um málið s.l. miðvikudag, 10. desember, og hafa þeir ...

Lesa grein »

Hneykslismál í Búlgaríu – Silvio Danailov sakaður um kosningasvindl og fjárdrátt

Skák var til umfjöllunar í búlgörskum sjónvarpsþætti s.l. mánudag, 8. desember. Tilefni umfjöllunarinnar var þó ekki jákvætt í þetta skiptið, því fjallað var um spillingu og kosningasvindl í komandi forsetakosningum hjá Búlgarska Skáksambandinu. Sjónvarpsþátturinn sem nefnist Gospodari na Efira, sem útleggst sem  „Meistararnir“ (The Masters) á því ylhýra, fjallaði sem áður segir um spillingu hjá Búlgarska Skáksambandinu. Í innslagi sem ...

Lesa grein »

SÖGULEGUR FUNDUR MEÐ BORGARSTJÓRA REYKJAVÍKUR

Heyrst hefur að síðastliðinn föstudag hafi Dagur B. Eggertsson tekið á mótri vaskri sveit skákdýrkenda, þeim:  Páli G. Jónssyni, kaupsýslumanni,  Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Flugleiða og formanni Samtaka atvinnulífsins, Einari S. Einarssyni, forseta Skáksögufélagins og Gunnari Björnssyni, forseta Skáksamband Íslands. Ljósmyndari Hróksins var að sjálfsögðu á staðnum, en þegar á reyndi var hann ófáanlegur til að ræða um efni fundarins. Hann sagði þó að ...

Lesa grein »

Pútín mætir á lokahófið í Sotsí! – Drekkur te með Magnúsi, Anand og Spassky!

Því hefur nú verið slegið föstu að Vladimir Pútín Rússlandsforseti mun heiðra heimsmeistarann Magnús Carlsen með nærveru sinni á lokahófinu sem fram fer á morgun kl. 18. Magnús sigraði í gær í einvíginu gegn áskorandanum Viswanathan Anand, með því að vinna 11. skákina (af 12) og komst þar með í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Anands. Því forskoti verður ekki náð ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen er heimsmeistari!

Heimsmeistaraeinvíginu í Sotsí er lokið með sigri Magnúsar Carlsen í 11. skákinni í dag. Magnús komst þannig í 6,5 vinninga gegn 4,5 vinningum Viswanathan Anands og er því útilokað að Anand geti jafnað metin í 12. og lokaumferðinni; hún verður því eðli máls skv. ekki tefld. Anand byrjaði einvígið nokkuð vel, virtist vel undirbúinn og kom Magnúsi á óvart í fyrstu ...

Lesa grein »

Meira af Bogoljubov: Aljekín kjöldreginn í Pétursborg

Nafnið Bogoljubov merkir „hinn heittelskaði guð“ á úkraínsku. Óvíst er hvort hann hafi staðið undir nafni í hefðbundinni merkingu orðsins en sannarlega má segja að hann hafi verið guð þegar kom að taktík enda með ótrúlega rómantískan skákstíl og gott innsæi. Andstæðingur Bogo í skák dagsins er enginn annar en Alexander Aljekín. Þeir félagarnir þekktust vel enda þurftu þeir að dúsa saman ...

Lesa grein »

Einvígið í St. Louis: Nakamura fór niður í logum eftir „lærðan afleik“

2. skákin í einvíginu í St. Louis á laugardag var endurtekning á 1. skákinni ef horft er framhjá því að nú var það Nakamura sem var með svart og lenti í talsverðu tímahraki og fór niður í logum. Mætti jafnvel segja að taflmennska þeirra sé eins og svart og hvítt þegar skákirnar eru lagðar saman. Aronian jafnaði metin eftir tapið í fyrstu umferðinni. ...

Lesa grein »