Greinasafn eftir höfundum: Tómas Veigar Sigurðarson

Róbert efstur á HT Vinaskákmótinu

Róbert Lagerman sigraði á HT Vinaskákmótinu sem fram fór í Vin á mánudag, hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Gunnar Björnsson hlaut líka 5 vinninga en varð ögn lægri á stigum og þriðji varð Ólafur B. Þórsson. Að mótinu stóðu Hrókurinn og Vinaskákfélagið. Heiðursgestur mótsins var Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra og hún lék fyrsta leikinn fyrir Róbert gegn hinum knáa Hjálmari ...

Lesa grein »

HT-Vinaskákmót í Vin á mánudaginn

Vinaskákfélagið og Hrókurinn bjóða til HT- Vinaskákmóts í Vin, Hverfisgötu 47, nk. mánudag klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með sjö mínútna umhugsunartíma. Heiðursgestur mótsins er Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra. Í leikhléi verður boðið upp á veglegar veitingar og vígt nýtt vöfflujárn sem Heimilistæki gefa í Vin. Er vöfflujárnið sömu gerðar og notað er í Karphúsinu til að fagna kjarasamningum! Hróksmenn ...

Lesa grein »

Hrókurinn þakkar Bónus: Hafa stutt starfið á Íslandi og Grænlandi frá upphafi

Á mánudag heimsóttu liðsmenn Hróksins höfuðstöðvar Bónus, með örlítinn þakklætisvott fyrir ómetanlegan stuðning við starf félagsins gegnum árin. Guðmundur Marteinsson framkvæmdastjóri og Guðlaugur Gauti Þorgilsson rekstrarstjóri veittu viðtöku innrömmuðu þakkarskjali, ríkulega myndskreyttu, og auðvitað fylgdi taflsett með, sem var samstundis tekið í notkun. Liðsmenn Hróksins undirbúa nú fimmtu ferðina til Grænlands á árinu, og tvær til viðbótar eru á teikniborðinu ...

Lesa grein »

Hátíð á Ströndum frestað

Skákhátíð á Ströndum 2015 sem fram átti að fara 26. til 28. júní hefur verið frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Mikil forföll og veikindi hafa herjað á keppendur, og telur Hrókurinn því rétt að fresta hátíðinni. Minningarmót Böðvars Böðvarssonar, sem fram átti að fara 27. júní, verður auglýst síðar. Liðsmönnum Hróksins þykir leitt að þurfa að hætta við skákhátíðina núna. Hróksmenn ...

Lesa grein »

Grænlandssyrpan í Vin á mánudag: Borgarstjórinn heiðursgestur

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er heiðursgestur á Grænlandsmóti Hróksins og Vinaskákfélagsins, sem haldið verður í Vin mánudaginn 8. júní klukkan 13. Tefldar verða sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Þetta er annað mótið í Flugfélagssyrpu FÍ, Hróksins og Vinaskákfélagsins, en sigurvegarinn fær ferð fyrir tvo til Grænlands. Fyrsta mótið í Flugfélagssyrpunni fór fram 4. maí og þar sigraði Róbert Lagerman. ...

Lesa grein »

Fórnir í Frakklandi: Fiona Steil-Antoni malar mótherjann

Frakklandsmót skákfélaga hófst á laugardag. 12 sterkustu lið landsins mætast í keppni um meistaratitilinn, en deildin er ein af þrem allra sterkustu í heimi. Tefldar eru 11 umferðir, eða allir við alla og er teflt á 8. borðum. Keppendalistinn er ekki af verri endanum, en þar sitja m.a. að tafli: Wesley So (2775), Anish Giri (2775), David Navara (2754) og Radoslaw Wojtaszek (2740). Ekki má ...

Lesa grein »

Paul Charles Morphy blindmátar Lundúni

Lögmaðurinn Paul Charles Morphy (1837 – 1884) er af mörgum talinn einn snjallasti skákmeistari sinnar kynslóðar og jafnvel fyrr og síðar; Hvað sem því líður, er ljóst að hann var undrabarn sem kenndi sjálfum sér að tefla með því að fylgjast með föður sínum og föðurbróðir takast á við Caissu. Hann fæddist inn í efnaða fjölskyldu í New Orleans og ...

Lesa grein »

Magnús Carlsen teflir þrjár blindhraðskákir samtímis!

Það er engin nýlunda að stórmeistarar tefli blindskákir, jafnvel margar í einu, það hafa þeir gert frá öræfi alda. Elsta þekkta tilfellið er líklega frá 7. öld, en lögmaðurinn Sa’id Bin Jubair er talinn hafa teflt blindskák fyrstur manna. Fyrsta þekkta dæmið frá Evrópu er frá Fagurborg (Florence) árið 1266. Skákmeistarinn André Danican Philidor sýndi hæfni sína á þessu sviði og ...

Lesa grein »

Khanty-Mansiysk: Ein skák, tvö jafntefli!

Fjórða og síðasta Grand-Prix mótið í samnefndri mótaröð FIDE fer nú fram í sjálfsstjórnarríkinu Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Landið er eitt helsta olíuframleiðslusvæði Rússa og framleiðir um helming allrar olíu landsins. Efstu tvö sætin úr heildarkeppninni (fjögur mót) veita þátttökurétt í áskorendamótinu, en þar verður teflt um hver verður næsti áskorandi heimsmeistarans, Magnúsar Carlsen. Staðan í mótaröðinni er m.a. hér. Í 9. umferð (af ...

Lesa grein »

Yfir skákborðinu: Dominic Lawson ræðir við Rex Sinquefield – Von á fleiri ofurstórmeisturum til BNA?

Blaðamaðurinn Dominic Lawson bryddar upp á sérdeilis skemmtilegri útgáfu af útvarpsþætti í seríunni „Across the board“ sem mætti kannski kalla „Yfir skákborðinu“ á hinu ilhýra. Þáttaröðin telur nú þrjár seríur og viðmælenda hópurinn stækkar ört. Lawson, er bróðir sjónvarpskokksins Nigellu Lawson, er þéttur skákmaður og hefur m.a. komið að skipulagningu heimsmeistaraeinvígis þeirra Karpovs og Kasparovs árið 1984, skrifað bókina „The inner ...

Lesa grein »

Glaðbeittir riddarar á kantinum

Einn er sá atburður sem öðrum fremur markar vetrarlok og vorkomu í veröld skákmanna – síðari hluti Íslandsmóts Skákfélaga. Fleiri hundruð spekúlanta og séntelmenna eiga þangað erindi og heyja köflótta baráttu um titla, deildarsæti eða um hylli skákgyðjunnar, Caissu. Þótt ávallt sé stillt upp með sama hætti, er ekki þar með sagt að skákirnar verði allar eins. Skákstílar eru nefnilega jafn mismunandi og ...

Lesa grein »

Grænlandsmót í Vin á mánudaginn: Allir velkomnir!

Vinaskákfélagið og Hrókurinn halda hraðskákmót í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 30. mars klukkan 13. Mótið er haldið í tilefni af páskaferð Hróksmanna til Ittoqqortoormiit, þar sem mikil hátíð verður haldin fyrir börn og ungmenni í afskekktasta þorpi Grænlands. Á Grænlandsmótinu í Vin á mánudaginn verða tefldar sex umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Skákmenn á skólaaldri eru sérstaklega boðnir velkomnir á ...

Lesa grein »

GUÐFINNUR R. KJARTANSSON SLEGINN TIL HEIÐURSRIDDARA

Trúnaðarráð Riddarans, skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu ákvað í tilefni af 70 ára afmæli kappans á dögunum að sæma hann heiðursriddaranafnbót í virðingar- og þakklætisskyni fyrir ómetanlegt starf hans fyrir klúbbinn og lofsvert framlag til íslensks skáklífs um árabil. Guðfinnur R. Kjartansson er fyrrv. formaður TR á áttunda áratugnum og hefur verið mjög virkur í Sd. KR og Gallerý Skák og ...

Lesa grein »

Stórmeistarajafntefli Shak og Valla

Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst. Teflt er í glæsihýsinu Hörpu og er fjöldi þátttakenda meiri en áður hefur þekkst. Fjöldi hliðarviðburða eru samfara mótshaldinu – Má nefna: knattspyrnumót, hraðskákmót, pub quiz spurningakeppni, kotrumót og margt fleira. Hliðarviðburðir eru tilgreindir sérstaklega á heimasíðu Reykjavíkurskákmótsins. Einn af þessu viðburðum var fjöltefli við ofurstórmeistarann og stigahæsta keppanda mótsins; Shakhriyar Hamid oglu Mammadyarov (2756), stundum nefndur ...

Lesa grein »

Sterkur biskup Artúrs í Reykjavík

Reykjavíkurskákmótið stendur nú sem hæst. Enn eitt árið hefur fjöldi keppenda náð nýjum hæðum og allt stefnir í afar spennandi mót. Teflt er í glæsihýsinu Hörpu og veislunni er útvarpað og sjónvarpað um allan heim. Mótið í ár er tileinkað goðsögninni og heiðursborgara Reykjavíkur, Friðriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara íslendinga sem nýverið fagnaði 80 ára afmæli. Hægt er að fylgjast með útsendingum ...

Lesa grein »

Frábært maraþon Hróksins í Hörpu í þágu Unicef og Fatimusjóðs fyrir sýrlensku flóttabörnin: Við erum svo sannarlega ein fjölskylda!

Hrókurinn stóð á föstudag og laugardag fyrir frábæru skákmaraþoni í Hörpu í þágu söfnunar Unicef og Fatimusjóðs fyrir sýrlensk flóttabörn. Hrafn Jökulsson forseti félagsins tefldi hátt í 200 skákir við áskorendur úr öllum áttum. Fjöldi fólks fylgdist með og margir lögðu söfnuninni lið, og fara framlögin óskert til skólahalds fyrir börn í flóttamannabúðum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lék fyrsta leikinn ...

Lesa grein »

Skákmaraþon Hróksins í Hörpu í þágu sýrlenskra flóttabarna

Skákfélagið Hrókurinn stendur fyrir Skákmaraþoni í Hörpu föstudaginn 6. mars og laugardaginn 7. mars til að styðja við söfnun Fatimusjóðs og UNICEF á Íslandi í þágu skólahalds fyrir sýrlensk flóttabörn. Hrafn Jökulsson teflir föstudaginn 6. mars og laugardaginn 7. mars frá klukkan 9 til 24 og skorar á alla sem vettlingi valda að mæta í Hörpu og taka skák í ...

Lesa grein »

Skákþing Reykjavíkur: Tveggja Daga forysta Arngrímssonar og Ragnarssonar

Ljóst er að baráttan á Skákþingi Reykjavíkur er hörð og Dagamunur á hver eða hverjir eru í forystu. Eftir miklar sviptingar í 3. umferð þar sem nánast allir stigahæstu keppendurnir töpuðu fyrir stigalægri mönnum, er staðan þannig eftir 5 umferðir að IM Dagur Arngrímsson og Fjölnisvélin Dagur Ragnarsson eru í forystu með 4,5 vinninga hvor; Þeir hafa aðeins gert eitt ...

Lesa grein »