Afmælismót Gylfa Þórhallssonar á Akureyri um helgina

Gylfi Þórhallsson, sem manna lengst hefur setið í stjórn Skákfélags Akureyrar – þar af formaður þess í nær tvo áratugi – varð sextugur sl. vor. Í tilefni af því efnir Skákfélag Akureyrar til skákmóts nú um helgina og vonast eftir sem bestri þátttöku ungra sem aldinna. Gylfi sjálfur verður auðvitað meðal keppenda – og tekur þátt í baráttunni um sigurlaunin ef við þekkjum hann rétt.

Mótið hefst laugardaginn 6. september kl. 13.00 í Skákheimilinu. Tefldar verða 10 mínútna skákir og áformað að tefla 7 umferðir á laugardeginum og 6 á sunnudeginum, en þá hefst taflið einnig kl. 13.00. Fjöldi umferða ræðst þó endanlega þegar þátttaka liggur fyrir, en skráning verður í netfangið askell@simnet.is, eða á skákstað, kl. 12.30-12.50 fyrir upphaf móts.

Peningaverðlaun verða veitt sem hér segir:

1. verðlaun kr. 15.000

2. verðlaun kr. 10.000

3. verðlaun kr. 5.000

Heimasíða SA

Facebook athugasemdir