Hjörvar Steinn sigraði á Minningarmóti Jorge Fonseca

Hjörvar Steinn Grétarsson með sigurlaunin, málverk eftir Jorge Fonseca, ásamt Ingibjörgu Eddu Birgisdóttur skákkonu og Róbert Lagerman varaforseta Hróksins.

Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistari sigraði á Minningarmóti Jorge Fonseca 2016, hlaut 7,5 vinning af 8 mögulegum. Í öðru sæti varð alþjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunnarsson með 7 vinninga og bronsið hreppti stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson. Skákfélagið Hrókurinn stóð fyrir mótinu og voru keppendur alls 27. Jorge Fonseca fæddist 1976 og lést á síðasta ári, aðeins 39 ára gamall. Hann ólst upp í Salamanca á Spáni og flutti á unglingsaldri til Madrid. Jorge menntaði sig á Spáni og Belgíu og var stærðfræðingur að mennt. Hann bjó um árabil á Íslandi og var virkur í skáklífinu hér og meðal helstu meistara í ...

Lesa grein »

Guðlaug Þorsteinsdóttir: Fyrsti Íslandsmeistari kvenna og 14 ára Norðurlandameistari!

1975 Guðlaug íþróttamaður Kópavogs

Guðlaug Unnur Þorsteinsdóttir, 14 ára stúlka úr Kópavogi, var ein af stjörnum ársins á Íslandi árið 1975. Hún byrjaði með því að sigra á fyrsta kvennaskákmótinu í íslenskri skáksögu, varð svo fyrsti Íslandsmeistari kvenna og fylgdi því eftir með glæstum sigri á sjálfu Norðurlandamótinu! Guðlaug hefur alls sex sinnum orðið Íslandsmeistari: 1975, 1982, 1989, 2002, 2005 og 2007. Guðlaug leiddi fyrstu kvennasveit Íslands á Ólympíumótinu í Buenos Aires 1978 og náði skínandi árangri, 58% vinningshlutfalli á 1. borði. Aðrir liðsmenn í þessari sögufrægu sveit voru Ólöf Þráinsdóttir, Birna Norðdhal og Svana Samúelsdóttir. Alls hefur Guðlaug teflt á sex ólympíuskákmótum: 1978, ...

Lesa grein »

Minningarorð Sigurlaugar um Birnu Norðdahl : Merk kona og mikil hetja

MYND 1

Birna Eggertsdóttir Norðdahl fæddist í Hólmi í Reykjavíkursókn í Kjósarsýslu, 30. mars 1919. Hún lést á Akranesi 8. febrúar 2004. Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir skrifaði falleg og fróðleg minningarorð, sem birtust í Mbl. 23. febrúar 2004. Mín mæta vinkona Birna Norðdahl, merk kona og mikil hetja, kvaddi þennan heim 8. febrúar síðastliðinn. Birna var alveg einstök manneskja. Hún var bæði bóndi og listamaður: bjó lengst af í Bakkakoti fyrir utan Reykjavík, hafði þar hesta sem hún heyjaði fyrir, málaði myndir, vann úr leðri, skar út í tré auk þess sem hún gerði alla hefðbundna handavinnu og alla smíðavinnu innanhúss sem og ...

Lesa grein »

Viðtal við Birnu Norðdahl: ,,Spenningurinn heillar mest í skákinni — hvort maður lifir eða deyr“

Birna og Bakkakot

Stórfróðlegt og skemmtilegt viðtal sem Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir tók við Birnu Norðdahl og birtist í SKÁK 1981. Birna var merkilegur brautryðjandi í íslenskri skáksögu. Myndir með viðtalinu tók þriðja skákdrottningin, Áslaug Kristinsdóttir. Á sólríkum sumardegi átti ofanrituð eftirfarandi viðtal við Birnu Norðdahl, núverandi Íslandsmeistara kvenna í skák. Það var auðséð að húsmóðirin í Bakkakoti hafði ekki með öllu setið auðum höndum þennan daginn. Þegar við Áslaug Kristinsdóttir ljósmyndari renndum í hlað var heyskapur í algleymingi á bænum. Hey lá í flekk á túninu, auk þess sem kominn var upp myndarlegur galti. Orfið og ljárinn voru upp við húsvegg. Í dag ...

Lesa grein »

Maðurinn sem sigraði besta skákmann heims og ritskoðaði Shakespeare

William Shakespeare sneri sér sjálfsagt við í gröfinni...

Einn er sá skákmeistari, sem hlotnaðist ódauðlegur sess í enskum orðabókum, og það á kostnað höfuðskálds enskrar tungu: Dr. Thomas Bowdler (1754-1825) tók sér fyrir hendur að ritskoða sjálfan Shakespeare, svo sómakærir lesendur hnytu ekki um klúryrði eða klám af nokkru tagi. Bowdler lét sér ekki nægja að skipta út einstökum orðum – blessunin hún Ófelía drukknaði þannig fyrir hreina slysni, svo Hamlet yrði ekki sakaður um að hrekja hana til sjálfsvígs. Shakespeare fyrir fjölskylduna, en svo nefndist útgáfa Bowdlers, naut mikilla vinsælda á 19. öld en fyrir tiltækið uppskar hann vafasaman sess í orðabókum: bowdlerize er notað um þá ...

Lesa grein »

Gullaldarliðið aftur á beinu brautina — stórleikur við England á sunnudag og stefnan sett á verðlaunasæti

Playing_Hall_day_5

Gullaldarliðið er aftur komið á beinu brautina á HM skáksveita 50 ára og eldri, eftir mjög slysalegt tap gegn Þjóðverjum í 6. umferð þar sem heilladísirnar snerust svo sannarlega gegn okkar mönnum. Í 7. umferð á laugardag gjörsigruðu okkar menn úkraínsku skáksveit frá Obuchiw með þremur og hálfum vinningi gegn hálfum. Þegar tvær umferðir eru eftir er ljóst að íslenska stórmeistarasveitin mun ekki landa heimsmeistaratitli, en stefnan er sett á verðlaunasæti. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Englendinga í 8. umferð á sunnudag. Andstæðingar Gullaldarliðsins í 7. umferð hafa verið kallaðir ,,heimsmeistarar kaffihúsanna“ að sögn Halldórs Grétars Einarssonar liðstjóra. Obuchiw er 30 ...

Lesa grein »

Aldurhniginn Íslandsvinur í stuði

vasiukov

Margir af helstu skákmeisturum síðustu áratuga sitja nú að tafli í Dresden. Gullaldarliðið okkar keppir á HM skáksveita 50 ára og eldri, en fjörið er síst minna í flokki skáksveita 65 ára og eldri. Þar eru Rússar í fararbroddi, þegar tvær umferðir eru eftir. Í sveit þeirra eru kempur á borð við Evgeny Sveshnikov, Yuri Balashov og Evgeni Vasiukov. Sá síðastnefndi er aldursforseti sveitarinnar, 83 ára, og er stigahæsti stórmeistari heims yfir áttræðu með 2409 skákstig. Þegar þetta er skrifað hefur Vaisiukov teflt þrjár skákir og unnið þær allar. Vasiukov fæddist 5. mars 1933 og var í áratugi meðal sterkustu ...

Lesa grein »

Gullaldarliðið beið lægri hlut — en leynivopn á leiðinni!

HM-Dresden-2016-myndir

Gullaldarlið Íslands tapaði sinni fyrstu viðureign í 5. umferð á HM skákliða 50 ára og eldri í Dresden á fimmtudag. Íslenska stórmeistarasveitin beið lægri hlut fyrir mjög öflugri sveit Armeníu, 3-1, og er nú í 3.-7. sæti. Fjórar umferðir eru eftir á mótinu og ljóst að seinni hálfleikurinn verður æsispennandi. Jóhann Hjartarson mætti hinum goðsagnakennda Rafael Vaganian á 1. borði. Armeninn var um árabil í hópi sterkustu skákmanna heims og varð m.a. skákmeistari Sovétríkjanna 1989. Þeir Jóhann tefldu sjö kappskákir á árunum 1989-92 og þá hafði okkar maður sannkallað fantatak á Vaganian: sigraði fimm sinnum, gerði eitt jafntefli og tapaði ...

Lesa grein »

Mönnum fórnað í akkorði

Rafael_Vaganian_1983

Armenski skákjöfurinn Rafael Vaganian náði að snúa á Jóhann Hjartarson í 5. umferð HM skáksveita 50 ára og eldri. Vaganian var sjálfum sér líkur í skákinni — fórnaði skiptamun og blés ótrauður til sóknar með biskupapar og herskáan kóng í fremstu víglínu. Þessi litríki skákmaður fæddist í Yerevan 15. októer 1951 og tilheyrir þannig frægasta skákárgangi sögunnar — þetta ár litu dagsins ljós garpar á borð við Karpov, Timman, Ribli og Sax. Vaganian varð stórmeistari 19 ára, þegar hann sigraði á stórmóti í Júgóslavíu. Árið 1971 varð hann aðeins í 4. sæti á heimsmeistaramóti 20 ára og yngri; óvæntur sigurvegari ...

Lesa grein »

Gullaldarliðið á toppnum á HM — flugeldasýning Jóns L. tryggði sigur í 4. umferð

Jón L Árnason

Gullaldarlið Íslands vann fjórða sigurinn í röð á HM skáksveita 50 ára og eldri í Dresden í dag. Jón L. Árnason var hetja dagsins, sigraði Gerhard Köhler í 23 leikjum eftir að hafa fórnað mönnum á báðar hendur. Armenía, Þýskaland og Ísland eru nú einu liðin sem hafa sigrað í öllum viðureignum sínum. Gullaldarliðið mætir sterkri sveit Armeníu í fimmtu umferð. Íslenska stórmeistarasveitin mætti mjög sterku liði Emanuel Lasker Gesellschaft í fjórðu umferðinni. Á 1. borði gerðu Jóhann Hjartarson og Arthur Jusupov jafntefli, og sama var uppi á teningnum í viðureignum Helga Ólafssonar og Alexanders Graf, og Margeirs Péturssonar og ...

Lesa grein »

Gullaldarlið Íslands í toppbaráttunni á HM — Margeir Pétursson hetja liðsins í þriðju umferð

IMG_2110

Gullaldarlið Íslands lagði þýska félagið Thüringen í þriðju umferð Heimsmeistaramóts skákliða 50 ára og eldri í Dresden á þriðjudag með tveimur og hálfum vinningi gegn einum og hálfum. Íslenska liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á mótinu, líkt og fimm önnur lið, en alls keppa 59 sveitir á mótinu. Í fjórðu umferð mætir Gullaldarliðið sterkri þýskri sveit, sem skartar goðsögninni Arthur Jusupov á efsta borði. Viðureignin við Thüringen var afar spennandi. Jóhann Hjartarson mætti stórmeistaranum Peter Enders á 1. borði í mjög flókinni og skemmtilegri skák. Jóhann stóð til vinnings en missteig sig í flókinni stöðu og virtist um tíma ...

Lesa grein »

Gullaldarliðið sigraði í 2. umferð — England og Þýskaland með fullt hús

2 umferð

Gullaldarlið Íslands sigraði þýska liðið SV Eiche Reichenbrand í 2. umferð HM skákliða 50 ára og eldri með 3 vinningum gegn 1. Þjóðverjarnir skörtuðu engum titilhafa og voru mun stigalægri á öllum borðum, og mega því vera alsælir með frammistöðuna gegn íslensku stórmeistarasveitinni. Helgi Ólafsson gerði jafntefli á efsta borði gegn Jürgen Kyas (2190 stig) og hið sama gerði Friðrik Ólafsson á 4. borði gegn Ulrich Koetzsch. Margeir Pétursson og Jón L. Árnason unnu sannfærandi í laglegum skákum.   Hinn 61 árs gamli Kyas blés ódeigur til sóknar gegn Helga Ólafssyni, og hafði samkvæmt skákforritum mun betri stöðu þegar sverð ...

Lesa grein »

Dettmann-bræðrum slátrað í Dresden

HM-Oldunga_001_dresden_2016

Þýski Dettmann-skákklúbburinn hlaut virðulega útför í boði Gullaldarliðs Íslands í 1. umferð HM skákliða, 50 ára og eldri, í Dresden nú á sunnudag. Íslensku stórmeistararnir unnu allir örugga sigra, enda mikill stigamunur á liðunum. Meðalstig íslenska liðsins voru 2489 en 1971 stig hjá Dettmann-klúbbnum. Lið Dettmann skipa bræðurnir Gerd, Uwe og Jürgen en mágur þeirra Armin Waschk teflir á 1. borði. Þeir voru engin fyrirstaða fyrir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Friðrik Ólafsson. Andstæðingur Friðriks þráaðist lengi við í tapaðri stöðu og eftir skákina kom í ljós að hann hafði einsett sér að tóra í 40 leiki! ...

Lesa grein »

Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita!

Dresden.Cathedral.original.21773

Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem fram fer í Dresden í Þýskalandi 26. júní til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson. Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahæsta á mótinu og stefnir vitaskuld að sigri. Keppnin verður hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öðrum liðum. Jóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiðir sveitina, enda vann hann á ...

Lesa grein »

Frábær Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk: Gleðin og vináttan að leiðarljósi

Fjöldi fólks tefldi í Nuuk Center .

Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk lauk á laugardag með einvígi Steffen Lynge, lögreglumanns, tónlistarmanns og eins fremsta skákmanns Grænlands, og Hrafns Jökulssonar forseta Hróksins. Undanfarna viku hefur höfuðborg Grænlands iðað af skáklífi og liðsmenn Hróksins farið víða að útbreiða fagnaðarerindi skáklistarinnar, gleðinnar og vináttunnar. Í frétt frá Hróknum sagði Hrafn Jökulsson að það hefði verið einstakur heiður að standa að einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Nigels Shorts í Nuuk: ,,Þeir eru goðsagnir í skáksögunni, og mikil forréttindi að hafa staðið að Grænlandsheimsókn þeirra. Báðir eru þeir snillingar, og auk þess með djúpan skilning á einkunnarorðum Hróksins: Við erum ein fjölskylda.“ Einvígi Jóhanns ...

Lesa grein »

Short sigraði Jóhann í Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk

Jóhann Hjartarson og Nigel Short að tafli í Nuuk Center. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fylgist með.

Nigel Short bar sigurorð af Jóhanni Hjartarsyni í æsispennandi Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk. Einvígið markaði upphafið að árlegri skákhátíð í höfuðborginni, en þetta er þriðja ferð liðsmanna Hróksins til Grænlands á árinu. Asii Chemnitz Narup borgarstjóri í Nuuk flutti setningarávarp og sagði að Hrókurinn væri ávallt sérstaklega velkomin til Grænlands. Hún rifjaði upp að skáklandnámið hefði byrjað árið 2003 og síðan hefði Hrókurinn skipulagt um 50 ferðir til Grænlands, og kynnt töfraheim skáklistarinnar fyrir þúsundum barna og fullorðinna. Mikill fjöldi lagði leið sína í Nuuk Center til að fylgjast með meisturunum. Tefldar voru fjórar atskákir og voru þær allar afar ...

Lesa grein »

Short sigraði Hjörvar Stein í MótX-einvígi Hróksins

MótX einvígið 2016

Nigel Short mætti grimmur til leiks síðari daginn í MótX-einvíginu í skák gegn Hjörvari Steini Grétarssyni, sem skipulagt var af Hróknum. Short vann allar þrjár skákir dagsins og sigraði í einvíginu með 4,5 vinningi gegn 1,5. Einvígið var frábær skemmtun og fjöldi áhugamanna á öllum aldri lagði leið sína í Salinn í Kópavogi, auk þess sem þúsundir fylgdust með beinum útsendingum á internetinu. Short og Hjörvar tefldu alls sex skákir. Hjörvar, sem er yngsti stórmeistari Íslands, mætti ákveðinn til leiks og var Short stálheppinn að sleppa með jafntefli í fyrstu skákinni. Í annarri skákinni náði Hjörvar að láta kné fylgja ...

Lesa grein »

Jafnt í hálfleik í MótX-einvíginu í skák

MótX einvígið 2016

Skákmeistararnir Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson eru jafnir eftir fyrri dag MótX-einvígisins í Salnum í Kópavogi. Fyrstu þrjár skákirnar voru tefldar á laugardag og voru allar bráðfjörugar og spennandi. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar, Hjörvar Steinn vann góðan sigur í annarri skákinni en Nigel Short jafnaði metin í síðustu skák dagsins. Seinni hluti einvígisins fer fram á sunnudag og hefst klukkan 14. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur MótX-einvígið og í setningarávarpi fagnaði Hrafn Jökulsson, forseti félagsins, því að geta boðið skákunnendum upp á viðureign meistaranna tveggja. Nigel Short er goðsögn í skákheiminum og tefldi um heimsmeistaratitilinn við Garry ...

Lesa grein »