Dettmann-bræðrum slátrað í Dresden

HM-Oldunga_001_dresden_2016

Þýski Dettmann-skákklúbburinn hlaut virðulega útför í boði Gullaldarliðs Íslands í 1. umferð HM skákliða, 50 ára og eldri, í Dresden nú á sunnudag. Íslensku stórmeistararnir unnu allir örugga sigra, enda mikill stigamunur á liðunum. Meðalstig íslenska liðsins voru 2489 en 1971 stig hjá Dettmann-klúbbnum. Lið Dettmann skipa bræðurnir Gerd, Uwe og Jürgen en mágur þeirra Armin Waschk teflir á 1. borði. Þeir voru engin fyrirstaða fyrir Jóhann Hjartarson, Helgi Ólafsson, Jón L. Árnason og Friðrik Ólafsson. Andstæðingur Friðriks þráaðist lengi við í tapaðri stöðu og eftir skákina kom í ljós að hann hafði einsett sér að tóra í 40 leiki! ...

Lesa grein »

Gullaldarlið Íslands keppir á HM skáksveita!

Dresden.Cathedral.original.21773

Skáksamband Íslands sendir vaska sveit á HM skáksveita, 50 ára og eldri, sem fram fer í Dresden í Þýskalandi 26. júní til 4. júlí. Sveitin er skipuð Gullaldarliði Íslands í skák: Jóhanni Hjartarsyni, Helga Ólafssyni, Margeiri Péturssyni, Jóni L. Árnasyni og Friðriki Ólafssyni. Meðaldur er 61 ár og liðsstjóri er Halldór Grétar Einarsson. Um 60 skáksveitir eru skráðar til leiks og er íslenska sveitin sú stigahæsta á mótinu og stefnir vitaskuld að sigri. Keppnin verður hinsvegar án nokkurs vafa mjög skemmtileg og spennandi enda margir snjallir meistarar í öðrum liðum. Jóhann Hjartarson (2547 skákstig) leiðir sveitina, enda vann hann á ...

Lesa grein »

Frábær Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk: Gleðin og vináttan að leiðarljósi

Fjöldi fólks tefldi í Nuuk Center .

Flugfélagshátíð Hróksins í Nuuk lauk á laugardag með einvígi Steffen Lynge, lögreglumanns, tónlistarmanns og eins fremsta skákmanns Grænlands, og Hrafns Jökulssonar forseta Hróksins. Undanfarna viku hefur höfuðborg Grænlands iðað af skáklífi og liðsmenn Hróksins farið víða að útbreiða fagnaðarerindi skáklistarinnar, gleðinnar og vináttunnar. Í frétt frá Hróknum sagði Hrafn Jökulsson að það hefði verið einstakur heiður að standa að einvígi Jóhanns Hjartarsonar og Nigels Shorts í Nuuk: ,,Þeir eru goðsagnir í skáksögunni, og mikil forréttindi að hafa staðið að Grænlandsheimsókn þeirra. Báðir eru þeir snillingar, og auk þess með djúpan skilning á einkunnarorðum Hróksins: Við erum ein fjölskylda.“ Einvígi Jóhanns ...

Lesa grein »

Short sigraði Jóhann í Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk

Jóhann Hjartarson og Nigel Short að tafli í Nuuk Center. Kim Kielsen forsætisráðherra Grænlands fylgist með.

Nigel Short bar sigurorð af Jóhanni Hjartarsyni í æsispennandi Flugfélagseinvígi Hróksins í Nuuk. Einvígið markaði upphafið að árlegri skákhátíð í höfuðborginni, en þetta er þriðja ferð liðsmanna Hróksins til Grænlands á árinu. Asii Chemnitz Narup borgarstjóri í Nuuk flutti setningarávarp og sagði að Hrókurinn væri ávallt sérstaklega velkomin til Grænlands. Hún rifjaði upp að skáklandnámið hefði byrjað árið 2003 og síðan hefði Hrókurinn skipulagt um 50 ferðir til Grænlands, og kynnt töfraheim skáklistarinnar fyrir þúsundum barna og fullorðinna. Mikill fjöldi lagði leið sína í Nuuk Center til að fylgjast með meisturunum. Tefldar voru fjórar atskákir og voru þær allar afar ...

Lesa grein »

Short sigraði Hjörvar Stein í MótX-einvígi Hróksins

MótX einvígið 2016

Nigel Short mætti grimmur til leiks síðari daginn í MótX-einvíginu í skák gegn Hjörvari Steini Grétarssyni, sem skipulagt var af Hróknum. Short vann allar þrjár skákir dagsins og sigraði í einvíginu með 4,5 vinningi gegn 1,5. Einvígið var frábær skemmtun og fjöldi áhugamanna á öllum aldri lagði leið sína í Salinn í Kópavogi, auk þess sem þúsundir fylgdust með beinum útsendingum á internetinu. Short og Hjörvar tefldu alls sex skákir. Hjörvar, sem er yngsti stórmeistari Íslands, mætti ákveðinn til leiks og var Short stálheppinn að sleppa með jafntefli í fyrstu skákinni. Í annarri skákinni náði Hjörvar að láta kné fylgja ...

Lesa grein »

Jafnt í hálfleik í MótX-einvíginu í skák

MótX einvígið 2016

Skákmeistararnir Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson eru jafnir eftir fyrri dag MótX-einvígisins í Salnum í Kópavogi. Fyrstu þrjár skákirnar voru tefldar á laugardag og voru allar bráðfjörugar og spennandi. Fyrstu skákinni lauk með jafntefli eftir miklar sviptingar, Hjörvar Steinn vann góðan sigur í annarri skákinni en Nigel Short jafnaði metin í síðustu skák dagsins. Seinni hluti einvígisins fer fram á sunnudag og hefst klukkan 14. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur MótX-einvígið og í setningarávarpi fagnaði Hrafn Jökulsson, forseti félagsins, því að geta boðið skákunnendum upp á viðureign meistaranna tveggja. Nigel Short er goðsögn í skákheiminum og tefldi um heimsmeistaratitilinn við Garry ...

Lesa grein »

MótX-einvígið að hefjast: Nigel Short og Hjörvar Steinn glíma í Salnum

1 (2)

MótX-einvígi Hjörvars Steins Grétarssonar og Nigels Short hefst laugardaginn 21. maí kl. 14 í Salnum í Kópavogi og er búist við mjög spennandi og fjörugri viðureign. Þrjár skákir eru tefldar á laugardag og þrjár á sunnudag. Nigel Short er goðsögn í skákheiminum og hefur teflt um heimsmeistaratitilinn, en Hjörvar Steinn er yngsti stórmeistari Íslands og næststigahæsti skákmaður landsins. Englendingurinn Nigel Short fæddist 1965 og var undrabarn í skák. Hann var lengi sterkasti skákmaður Vestur-Evrópu og mætti Kasparov í einvígi um heimsmeistaratitilinn 1993, sama ár og Hjörvar Steinn fæddist. Hjörvar vakti snemma athygli fyrir mikla hæfileika við skákborðið og hefur unnið ...

Lesa grein »

Læknir bregður fæti fyrir stórmeistara

Björn Ívar Karlsson

,,Eitt furðulegasta skákmót sem ég hef tekið þátt í fór fram í Heimaey árið 1985 í þrúgandi nærveru rjúkandi eldfjalls…“ Með þessum orðum hófst pistill eftir Nigel Short í enska stórblaðinu Sunday Telegraph árið 2004, þar sem hann rifjaði upp fyrstu heimsókn sína til Íslands. Alþjóðlega mótið í Vestmannaeyjum var á margan hátt sögulegt, eins og lesendur okkar hafa fengið að kynnast lítillega. Tveir Eyjamenn kepptu á mótinu: Helgi Ólafsson og Björn Ívar Karlsson. Sá fyrrnefndi var orðinn stórmeistari og löngu fluttur á meginlandið en Björn Ívar var virtur og ástsæll læknir í Heimaey; sonarsonur hans og alnafni hefur haldið ...

Lesa grein »

,,Ef þú kemur nálægt borðinu aftur kýli ég þig á helvítis kjaftinn!“

Lombardy, Fischer

Bandaríski stórmeistarinn og William James Lombardy setti svo sannarlega svip á alþjóðlega skákmótið í Vestmannaeyjum 1985. Lombardy fæddist 1937 og var lærimeistari hins unga Bobby Fischers, sem var sex árum yngri. Árið 1957 vann Lombardy það ótrúlega afrek að sigra með fullu húsi á heimsmeistaramóti ungmenna í Toronto, vann allar ellefu skákir sínar! Hann leiddi bandarísku stúdentasveitina til glæsilegs sigurs á heimsmeistaramótinu í Leníngrad 1960. Þar fékk Lombardy 12 vinninga af 13 og lagði m.a. Boris Spassky — nokkuð sem Fischer tókst ekki fyrr en í Reykjavík tólf árum síðar. Lombardy var útnefndur stórmeistari 1960 en dró úr skákiðkun, enda ...

Lesa grein »

,,Furðulegt skákmót“ — fyrsti sigur Shorts á Íslandi

1985 Eyjafréttir 13.6.

Árið 1985 kom Nigel Short í fyrsta skipti til Íslands. Hann var meðal keppenda á ,,einhverju furðulegasta skákmóti sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í“ einsog hann komst að orði, þegar hann rifjaði upp sögufrægt alþjóðamót í Vestmannaeyjum, sem Jóhann Þórir Jónsson stóð fyrir. Short hélt upp á tvítugsafmælið sitt í Heimaey 1. júní þetta ár, og því var vitanlega ákaft fagnað, enda var víst bæði glaumur og gleði allsráðandi öll kvöld meðan á mótinu stóð. En það skorti reyndar ekki dramatík, og er fræg sagan af því þegar stórmeistarinn og klerkurinn William Lombardy hótaði Karli Þorsteins barsmíðum — ...

Lesa grein »

Sex drottningar!

THI MAI HUNG NGUYEN

Í öllum peðum leynist fósturvísir að drottningu og fátt finnst skákmönnum skemmtilegra en ýta litlu peði upp í borð. Það er hinsvegar fátítt að margar drottningar séu samtímis á taflborðinu, enda eru þær bæði ráðríkar og plássfrekar. Áhugamaður um drottningar fór yfir 7 milljón þekktar skákir frá árunum 1475 til 2014 og fann aðeins sautján skákir þar sem fimm til sex drottningar voru samtímis á borðinu — það jafngildir 0,000243% af öllum þekktum skákum. Það er því ekki úr vegi að kíkja á skák úr þessu einstaka safni. Hún var tefld í Búdapest 2008. Hvítu mönnunum stýrði hinn gamalreyndi ungverski ...

Lesa grein »

Sjö ungir kappar tryggðu sér rétt til að glíma við Short í Smáralind

1

Sjö knáir keppendur á firmamóti Breiðabliks tryggðu sér rétt til að mæta enska snillingnum Nigel Short í MótX-fjölteflinu, sem fram fer í Smáralind föstudaginn 20. maí. Bárður Örn Birkisson sigraði á mótinu, hlaut 6,5 vinning af sjö mögulegum, Vignir Vatnar Stefánsson varð í 2. sæti með 6 og Björn Hólm Birkisson varð þriðji með 5,5 vinning. Aðrir sem tryggðu sér rétt til tefla við Short voru Stephan Briem, Robert Luu, Örn Alexandersson og Arnar Milutin Heiðarsson Keppendur voru alls 30 og fór mótið afar vel fram undir styrkri stjórn Halldórs Grétars Einarssonar og Birkis Karls Sigurðssonar, sem nutu liðsinnis Hróksmanna ...

Lesa grein »

,,Guð er til — og hann er ekki Búlgari!“

13219895_987793247995076_1049353012_n (1)

Enski snillingurinn Nigel Short, sem helgina 21.-22. maí glímir við Hjörvar Stein Grétarsson í MótX-einvíginu í Kópavogi, er einn litríkasti meistari skáksögunnar. Hann liggur aldrei á skoðunum sínum, og hirðir lítt um þótt þær falli ekki í kramið hjá öllum. Greinar hans í New in Chess, virtasta skáktímariti heims, eru hreinasta hnossgæti sem vert er að mæla með. Short er yfirlýstur trúleysingi en á það samt til að ákalla máttarvöldin, þegar mikið liggur við. Árið 2008 keppti Short í afar sterkum B-flokki Corus-skákmótsins í Hollandi. Honum gekk prýðilega á mótinu og var í grennd við toppinn þegar komið var fram ...

Lesa grein »

Fyrsta skákmótið á Íslandi sem sögur fara af

Reykjavík um aldamótin 1900.

Fyrsta skákmótið sem sögur fara af á Íslandi var haldið á vegum Taflfélags Reykjavíkur í janúar 1901. Félagið var formlega stofnað 6. október árið áður og voru stofnendur 29, flestir úr efri lögum mannfélagsins. Liðsmenn hittust á laugardagskvöldum og fjölgaði upp í 40 fyrsta veturinn. Fyrstu stjórn Taflfélagsins skipu Pétur Zóphoníasson verslunarmaður og ættfræðingur, Sigurður Jónsson fangavörður og Sturla Jónsson kaupmaður. Hið nýja félag naut mjög góðs af velvild Íslandsvinarins, fræðimannsins og auðkýfingsins Willards Fiske sem bjó suður í Flórens. Hann sendi TR forláta taflsett, vasatöfl, skákbækur og peninga. Fiske hleypti líka af stokkunum tímaritinu Í uppnámi, sem þótti eitthvert ...

Lesa grein »

Af því ég er Bogoljubov!

Alekhine og Bogoljubov

Efim Dimitrievich Bogoljubov fæddist 14. apríl 1889 í Kænugarði, sem tilheyrði rússneska keisaraveldinu. Hann var hreint ekkert undrabarn í skákinni en kleif metorðastigann hægt og bítandi. Þegar fyrri heimsstyrjöldin hófst 1914 sat Bogoljubov að tafli á skákmóti í Mannheim í Þýskalandi og var kyrrsettur ásamt tíu öðrum rússneskum skákmönnum. Fjórum var sleppt um haustið (þeirra á meðal Alekhine) en Bogoljubov eyddi stríðsárunum í Þýskalandi þar sem rússnesku félagarnir héldu hvert skákmótið á fætur öðru. Þegar stríðinu lauk 1918 var Bogoljubov að verða þrítugur og í hönd fóru hans bestu ár. Kommúnistar höfðu steypt Rússakeisara þegar Boboljubov sneri heim á leið ...

Lesa grein »

Ungur skáksnillingur heimsækir Ísland

Reykjavík um aldamótin 1900.

Haustið 1902 kom ungur skáksnillingur til Reykjavíkur með millilandaskipinu Vesta. Hann hélt William Ewart Napier, 21 árs, fæddur á Englandi 1881. Foreldrar hans ákváðu að freista gæfunnar í Bandaríkjunum þegar William var 5 ára og þar komst hann í kynni við skákgyðjuna og þótti snemma afar efnilegur: varð meistari Brooklyn-skákklúbbsins aðeins 15 ára. Sumarið áður en Napier tók land í Reykjavík hafði hann staðið sig með miklum sóma á stórmóti í Monte Carlo, og fengið fegurðarverðlaun fyrir sigur á hinum mikla Chigorin. Svona var hinn ungi enskættaði Bandaríkjamaður kynntur fyrir lesendum Þjóðólfs; þar hélt um penna Pétur Zóphóníasson ættfræðingur, sterkasti ...

Lesa grein »

Jóhann stöðvar sigurgöngu Shorts

32346767

Árið 1987 stóðu Skáksamband Íslands og IBM fyrir sterkasta skákmóti sem haldið hafði verið á Íslandi, IBM Super Chess Tournament. Keppendurnir tólf voru allir stórmeistarar, fjórir Íslendingar og átta útlendingar. Viktor Korchnoi var stigahæstur, en sá mikli bardagamaður náði sér ekki almennilega á strik og tapaði fjórum skákum á mótinu, m.a. gegn Jóni L. Árnasyni og Jóhanni Hjartarsyni. Nigel Short fór með himinskautum á þessu ofurmóti og sigraði í fyrstu skákunum. Fórnarlömbin voru Korchnoi, Jan Timman, Jón L., Helgi Ólafsson, Ljubomir Ljubojevic og Margeir Pétursson. Í sjöundu umferð lá Short hinsvegar fyrir Jóhanni Hjartarsyni, þegar hann tapaði manni einkar slysalega. ...

Lesa grein »

Snillingarnir Nigel Short og Hjörvar Steinn mætast í MótX-einvíginu

MótX einvígið 2016

Stórviðburður í skák í Kópavogi   Goðsögnin Nigel Short og Hjörvar Steinn Grétarsson, yngsti stórmeistari Íslands, mætast í MótX-einvíginu í Salnum í Kópavogi, helgina 21.-22. maí. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur þennan stórviðburð í íslensku skáklífi, og má búast við mjög skemmtilegu einvígi, en báðir meistararnir þekktir fyrir frumlegan stíl og snilldartilþrif á skákborðinu. Short og Hjörvar tefla sex atskákir, með 25 mínútna umhugsunartíma, og verður frábær aðstaða í Salnum til að fylgjast með spennandi einvígi. Aðgangur að MótX-einvíginu er ókeypis og eru allir velkomnir. Tefldi við Kasparov um heimsmeistaratitilinn Nigel Short fæddist 1965 og var undrabarn í skák. Fjórtan ára gamall ...

Lesa grein »