Lilja leggur Officer

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skákdrottning vor allra fagnar 45 ára afmæli í dag, og við fögnum með henni. Hér er skák eftir Lilju í tilefni dagsins, þar sem hún lætur skosku skákkonuna Amy Officer finna til tevatnsins. Lilja hefur 11 sinnum orðið Íslandsmeistari í skák og margoft teflt undir fána Íslands. Hún hefur álíka margar háskólagráður og Georg Bjarnfreðarson, en er í alla staði mun yndislegri persóna; starfaði m.a. sem starfsmaður Alþingis en var svo kjörin á þing fyrir VG. Forseti Skáksambandsins var hún í 4 ár og fyrst kvenna forseti Skáksambands Norðurlanda. Til hamingju með afmælið Lilja og til hamingju ...

Lesa grein »

Öll börnin í Kulusuk fengu jólapakka frá Íslandi

Í dag fóru liðsmenn Hróksins og Kalak til Kulusuk og færðu öllum börnunum í þorpinu jólagjafir frá konunum í prjónahópi Gerðubergs. Í Kulusuk eru nú 40 börn í grunnskóla og liðlega 10 í leikskólanum, en íbúar eru alls um 250. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og Stefán Herbertsson formaður Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands fóru þessa skemmtilegu ferð. Með í för var sjálfur Gáttaþefur, sem gaf sér tíma frá miklum önnum á Íslandi til að heilsa upp á börnin í Kulusuk, sem er næsti nágrannabær við Ísland. Tugir barna biðu í ofvæni í litlu flugstöðinni þar sem slegið var upp jólagjafaveislu. ...

Lesa grein »

Forsetinn heiðursgestur á fjölbreyttri jólahátíð Hróksins á laugardaginn

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands verður heiðursgestur á Jólahátíð Hróksins, sem haldin verður laugardaginn 17. desember milli klukkan 14 og 17 í Pakkhúsi Hróksins, Geirsgötu 11, við Reykjavíkurhöfn. Fjölbreytt dagskrá verður í höfuðstöðvum Hróksins, sem alla jafnan eru einkum notaðar sem miðstöð fatasöfnunar í þágu grænlenskra barna og ungmenna. Bjartmar Guðlaugsson rithöfundur og tónlistarmaður, Jóhannes Kristjánsson eftirherma og Linda Guðmundsdóttir harmónikkuleikari frá Finnbogastöðum munu skemmta gestum, Gáttaþefur rekur inn nefið og Stekkjarstaur teflir við gesti og gangandi. Þá verður myndasýning frá starfi Hróksins á Íslandi og Grænlandi, og margt áhugavert á boðstólum á bóka- og flóamarkaði í þágu starfs Hróksins. ...

Lesa grein »

Róbert sigraði með glæsibrag í Vin

Róbert Lagerman sigraði með glæsibrag á Jólaskákmóti Vinaskákfélagsins og Hróksins sem haldið var í Vin, fræðslu- og batasetri Rauða krossins, á mánudag. Róbert hlaut 5,5 vinning af 6 mögulegum, Ingi Tandri Traustason varð annar með 4,5 og Hrafn Jökulsson varð í 3. sæti, sjónarmun á undan FIDE-meisturunum Davíð Kjartanssyni og Vigni Vatnari Stefánssyni, en allir hlutu þeir 4 vinninga. Sérlegur gestur á mótinu var Kristjana Guðmundsdóttir Motzfeldt, sem lék fyrsta leikinn í skák Björns Agnarssonar og Björgvins Kristbergssonar. Skáklífið í Vin hefur blómstrað síðan árið 2003 þegar Hróksmenn komu þangað fyrst í heimsókn og stóðu að stofnun Vinaskákfélagsins, sem nú ...

Lesa grein »

Sjöundi leiðangur Hróksins til Grænlands á árinu: Frábær þriggja þorpa hátíð

Fjórir vaskir Hróksliðar eru nú nýkomnir úr leiðangri til þriggja þorpa og bæja á Austur-Grænlandi. Slegið var upp Flugfélagshátíð, með dyggum stuðningi fyrirtækja, einstaklinga, heimamanna, grunnskóla á svæðinu, og er óhæt að segja að gleðin hafi verið allsráðandi. Kulusuk er næsti nágrannabær Íslendinga og þangað hefur Flugfélag Íslands haldið uppi áætlunarferðum um árabil. FÍ hefur verið helsti bakhjarl Hróksins frá því að skáklandnámið hófst á Grænlandi sumarið 2003. Íbúar í Kulusuk eru nú um 250 og eru 40 börn í skólanum, sem öll tóku þátt í hátíðinni. Þorvaldur Ingveldarson kenndi skák, tefldi fjöltefli og sló upp meistaramóti, auk þess að ...

Lesa grein »

Þriggja þorpa hátíð Hróksins, Kalak og FÍ á Austur-Grænlandi

Liðsmenn Hróksins og Kalak heimsækja þrjú þorp á austurströnd Grænlands dagana 16.-23. nóvember og efna til hátíða fyrir börn og ungmenni. Þetta er sjöunda ferð Hróksmanna til Grænlands á þessu ári, að útbreiða skák, gleði og vináttu. Leiðin að þessu sinni liggur til Kulusuk, Tasiilaq og Kuummiut. Kulusuk er næsti nágrannabær Íslendinga og þangað hefur Flugfélag Íslands haldið uppi áætlunarferðum um árabil. FÍ hefur verið helsti bakhjarl Hróksins frá því að skáklandnámið hófst á Grænlandi sumarið 2003. Íbúar í Kulusuk eru nú um 250 og eru 40 börn í skólanum, sem öll munu taka þátt í hátíðinni. Þorvaldur Ingveldarson mun ...

Lesa grein »

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið á fimmtudagskvöld!

Alþjóðlega geðheilbrigðismótið í skák verður haldið í Skákhöllinni í Faxaefeni fimmtudagskvöldið 13. október klukkan 19.30. Mótið er jafnan einn af hápunktum skákársins og tilefnið er vitaskuld Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Að mótinu standa Vinaskákfélagið, Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur, með stuðningi Ísspors og Forlagsins. Mótið á sér langa sögu og hafa flestir af bestu skákmönnum landsins verið meðal þátttakenda gegnum söguna. Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Tilagangur mótsins er að vekja athygli á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum, sem rímar fulkomlega við kjörorð skákhreyfingarinnar: Við erum ein fjölskylda. Allir eru velkomnir, og þátttökugjöld eru engin. Skráið ykkur sem fyrst hjá Róbert Lagerman í ...

Lesa grein »

Davíð Kjartansson Víking-meistari Hróksins og Stofunnar

Davíð Kjartansson kom, sá og sigraði á Víking-móti Hróksins og Stofunnar á fimmtudagskvöld, hlaut 7 vinninga af 8 mögulegum. Róbert Lagerman hreppti silfrið og næst komu þau Gauti Páll Jónsson og Lenka Ptacnikova. Keppendur voru 23 og afar góð stemmning á þessu helsta skákkaffihúsi norðan Alpafjalla. Davíð telfdi af miklu öryggi og tapaði ekki skák á mótinu. Róbert sýndi snilldartakta í mörgum skákum og hinn ungi Gauti Páll fór á kostum. Lenka komst upp að hlið Gauta með sigrum í fjórum síðustu umferðunum. Fleiri sýndu góða spretti, og þannig lagði Arnljótur Sigurðsson félaga sinn úr Vinaskákfélaginu, Elvar Guðmundsson, þrátt fyrir ...

Lesa grein »

Víking-skákmót Hróksins og Stofunnar á miðvikudagskvöld

Hrókurinn og Stofan bjóða til Víking-skákmótsins á Stofunni, Vesturgötu 3, miðvikudagskvöldið 28. september kl. 20. Tefldar verða átta umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Þátttökugjöld eru engin, nema gott skap og leikgleði. Skákmót Hróksins á Stofunni hafa unnið sér fastan sess í skáklífinu, enda Stofan aðal-skákkaffihús borgarinnar, og þar er góð aðstaða til að iðka þjóðaríþróttina. Veitingar eru á tilboðsverði og góð verðlaun í boði. Keppendur eru hvattir til að skrá sig sem fyrst á Facebook-síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/172174339888234/

Lesa grein »

Hannes og Hallgerður sigruðu – frábær stemmning á spennandi stórmóti Hróksins á Stofunni!

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð efstur á mjög sterku skákmóti sem Hrókurinn og Stofan Café efndu til á fimmtudagskvöldið, í tilefni af Ólympíuskákmótinu sem hefst í Bakú í Aserbaídsjan í næstu viku. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir sigraði í kvennaflokki. Keppendur voru 32 og var mótið æsispennandi og bráðskemmtilegt frá upphafi til enda. Helgi Hrafn Gunnarsson þingmaður lék fyrsta leikinn á mótinu fyrir Hannes Hlífar gegn Jon Olav Fivelstad. Hannes hefur orðið Íslandsmeistari tólf sinnum, oftar en nokkur annar, og hann tefldi af miklu öryggi á mótinu. Goðsögnin Jóhann Hjartarson veitti honum harða keppni framan af, sem og stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, ...

Lesa grein »

Ólympíumót Hróksins á Stofunni á fimmtudagskvöld

Hrókurinn heldur Ólympíumótið í skák á Stofunni, Vesturgötu 3, á fimmtudagskvöldið kl. 20 og meðal keppenda verða margir af sterkustu skákmönnum landsins. Mótið er haldið í tilefni af því að 42. Ólympíumótið í Bakú fer fram í september og þar tefla karla- og kvennasveitir Íslands. Meðal keppenda á Stofunni verða stórmeistararnir Jóhann Hjartarson, Lenka Ptacnikova, Hannes Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Stefán Kristjánsson. Kvennalandsliðið mætir í heild en það skipa, auk Lenku, þær Guðlaug Þorsteinsdóttir, Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, Hrund Hauksdóttir og Verónika Steinunn Magnúsdóttir. Af öðrum meisturum sem skráðir eru til leiks má nefna landsliðsmanninn Braga Þorfinnsson, Ingvar Þór Jóhannesson, ...

Lesa grein »

Glæsilegt Minningarmót Birnu Norðdahl á Reykhólum: Lenka og Jón L. efst

Íslandsmeistarinn Lenka Ptáčníková og stórmeistarinn Jón L. Árnason sigruðu á Minningarmóti Birnu Norðdahl á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst. Keppendur komu hvaðanæva af landinu og var mikil stemmning í íþróttahúsinu þar sem mótið fór fram við frábærar aðstæður. Mótið var haldið til að minnast Birnu E. Norðdahl (1919-2004) sem var brautryðjandi í kvennaskák á Íslandi. Birna var bóndi og listakona og fyrsta konan sem sögur fara af að hafi teflt á skákmóti hérlendis, árið 1940. Hún átti frumkvæði og allan heiður af því að íslensk kvennasveit fór í fyrsta skipti á Ólympíuskákmót, í Argentínu 1978. Íslenskar landsliðskonur í skák voru heiðursgestir ...

Lesa grein »

Minningarmót Birnu á laugardaginn: Fjöldi skákmeistara á Reykhólum

Fjórir stórmeistarar og kvennalandsliðið í skák eru meðal þeirra sem skráð eru til leiks á Minningarmóti Birnu Norðdahl á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst kl. 14. Mótið er öllum opið og eru skákáhugamenn hvattir til að skrá sig sem fyrst. Mótið verður hið sterkasta sem haldið er utan höfuðborgarsvæðisins á árinu. Skákfélagið Hrókurinn skipuleggur mótið með stuðningi Reykhólahrepps, Þörungaverksmiðjunnar, Skáksambands Íslands og fjölda fyrirtækja og einstaklinga. Birna Norðdahl (1919-2004) skipar merkan sess í íslenskri skáksögu. Hún var frumkvöðull að því að Íslendingar sendu í fyrsta skipti kvennasveit til keppni á Ólympíuskákmótið í Argentínu 1978 og efndi til söfnunar svo af þeirri ...

Lesa grein »

Amman í skákinni gaf engin grið

Birna Norðdahl var orðin 56 ára þegar hún fór í fyrsta skipti til útlanda; það var árið 1975 þegar hún tefldi undir fána Íslands í Sex landa keppninni, sem svo var kölluð. Síðar átti Birna eftir að fara tvisvar til útlanda og í bæði skiptin í þágu skákgyðjunnar — á ólympíumótin í Buenos Aires og Möltu, árin 1978 og 1980. Birna átti allan heiður af því að Íslendingar sendu í fyrsta skipti kvennasveit á ólympíuskákmót og er merkur brautryðjandi í skáksögu okkar. Íslandsmeistari varð hún 1976 og 1980. Minningarmót Birnu Norðdahl verður haldið á Reykhólum laugardaginn 20. ágúst og eru ...

Lesa grein »

,,Fyrirgefðu, mát elskan“

Guðfinnur Kjartansson hefur um árabil verið einn af máttarstólpum skáklífs á Íslandi. Hann átti hugmyndina að stofnun kvennadeildar Taflfélags Reykjavíkur 1975, sem átti heldur betur eftir að draga dilk á eftir sér. Hér rifjar Guðfinnur upp stofnun deildarinnar og kynni sín af Birnu Norðdahl. Það var í upphafi á því herrans ári 1975, ég þá nýkjörinn formaður TR og kvennaárið mikla nýhafið, að hugurinn rann yfir farinn veg og hvað mætti bæta í íslensku skáklífi. Það rifjaðist þá upp fyrir mér að móðir mín kenndi með mannganginn og tefldi við okkur bræður með sitt hvorri hendinni. Það var mér líka ...

Lesa grein »

Minningarmót Birnu Norðdahl á Reykhólum 20. ágúst: Keppendur hvattir til að skrá sig sem fyrst

Áhugasamir keppendur á Minningarmóti Birnu Norðdahl skákmeistara ættu að skrá sig sem fyrst. Mótið fer fram í íþróttahúsinu í hinu fallega og vinalega þorpi á Reykhólum við Breiðafjörð og verður vel tekið á móti öllum, enda Reykhólamenn þekktir fyrir gestrisni. Mótið hefst laugardaginn 20. ágúst kl. 14 og verða tefldar 8 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Kvenfélagskonur munu bjóða upp á ljúffengar veitingar að íslenskum sið í kaffihléi og um kvöldið verður hátíðarkvöldverður í íþróttahúsinu. Kvennalandslið Íslands mun nota tækifærið og fara í 2ja daga æfingabúðir á Reykhólum til að undirbúa sig fyrir Ólympíumótið í Bakú sem hefst í byrjun næsta mánaðar, enda var Birna einmitt frumkvöðull þess ...

Lesa grein »

Gegnumbrotið mikla

Síðasta skákdæmahorn skildi eftir þessa stöðu: Þó langt séð síðan greinarhöfundur hafi sett þetta dæmi inn skulum við engu að síður setja inn lausnina þannig að hægt sé að skoða skákdæmin í röð 🙂 Til að leysa þessa þraut er nauðsynlegt að þekkja eftirfarandi gegnumbrot: Ég man eftir þessu gegnumbroti úr líklegast fyrstu skákbókinni sem ég eignaðist fyrir góðum 30 árum síðan. Minnir að hún hafi heitið „Lærið að tefla“.  Einnig rekur mig minni í að þetta gegnumbrot hafi verið í einhverju af gull/silfur/brons heftunum sem yngri kynslóðin þreytti próf úr en þar voru á ferð mikilvægar endataflsstöður. Hvítur vinnur ...

Lesa grein »

Frábær skákhátíð Hróksins á Grænlandi: Skák, leikföng, föt og gleði

Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins voru á ferð á Austur-Grænlandi síðastliðna viku. Efnt var til fjölda viðburða og mikið af góðum og vönduðum fatnaði komst í góðar hendur. Hrókurinn hefur staðið að landnámi skákar og vináttu á Grænlandi síðan árið 2003 og skipulagt meira en 50 hátíðir vítt og breitt um hið mikla nágrannaland. Hrafn Jökulsson forseti Hróksins stýrði leiðangri Hróksmanna til Kulusuk, næsta nágrannþorps Íslands. Þar var efnt til útiskákhátíðar á aðaltorginu, auk þess sem Hróksmenn heimsóttu leikskóla þorpsins með mikið af góðum og skemmtilegum leikföngum og búnaði. Í Tasiilaq, höfuðstað Austur-Grænlands, voru Jón Grétar Magnússon og Hugrún Þorsteinsdóttir leiðangursstjórar, ásamt ...

Lesa grein »